Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 18

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 18
14 andstæðu öfl máttu sín minna lengi vel og á meðan var þjóðinni borgið. Vjer höfum þá, í þjóðlífi voru, þessar tvær andstæður í allskyrri mynd, með afleiðingum þeirra. Svo líða marg- ar aldir að öfl þessi láta allt af minna og minna á sjer bera. Útlent ok leggst á þjóðina. Og eptir siðabótina virðast þau hverfa að mestu. Pjóðin leggst til hvíldar; starfsþrek hennar virðist því nær þrotið. En þegar þjóðin vaknar alvarlega til starfa, á umlið- inni öld, og fjötrarnir eru, hægt og hægt, af henni leyst- ir, rísa þessi öfl eðiilega úr dvala. Pað verður þó ekki annað sagt en að lengi vel, eða full 40 ár, fylgdist þjóðin svo að segja öll að, í barátt- unni fyrir frelsi sínu og sjálfstæði gagnvart Dönum og enn fremur í ýmsum umbótamálum innanlands. En nokkuru fyrir aldamótin síðustu, fer að bera á sundrung- aröflunum í okkar pólitík, og þau eflast svo mjög, að það má heita slempilán að vjer fengum stjórnarbótina 1903; svo var þjóðin þá sundruð og ósammála, en þó hefir aðalófriðaraldan risið hærra síðan. Eg ætla mjer ekki þá dul, að dæma samtíð mína yfir- Ieitt, heldur aðeins leitast við að draga rjettar ályktanir af því, sem birtist nú óðum í þjóðlífi voru og stjórnar- fari. Hygg eg að margir gætnir og hyggnir menn, með- al alþýðu, líti þar á svipuðum augum og eg, þeim nefni- lega: Að það væri blekking við sjálfa oss, að halda því fram, að nú væri verið að berjast um sjálfstæði vort við erlenda þjóð. Að nú beri mest á illvígum innanlandsdeilum um mjög svo þýðingarlítil atriði, sem ofsi manna og metnaður, eigin hagsmunir og valdafýkn hefir þyrlað upp. Að það sje gamall arfur, sem hjer er að verki, öflin frá Sturlungaöldinni, þó þau birtist í nokkuð annari mynd. *

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.