Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 26

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 26
22 (2. gr.) »Fjelagið rekur verzlun á Eyrarbakka.* (3. gr.) Verzlunin byrjar með lánsfje. Ábyrgð sameigin- leg, en takmörkuð — varð hæst 20 þús. kr. — Hluthafar 15, með jafnri hlutdeild hver í ágóða og tapi. (4. gr.) Yfirráð fjelagsins hjá fjelagsmönnum sjálfum. Framkvæmd á aðalfundi í Febrúar árlega. (5. gr.) Á aðalfundi kosinn verzlunarstjóri, til eins árs, sömuleiðis tveir menn til endurskoðunar og eptirlits — hluthafar, ef unnt er —. (6. gr.) Starfssvið verzlunarstjóra og skyldur, meðal annars: má ekki hafa neina verzlun fyrir sjálfan sig; reikningur síðasta árs sje fullger, framlagður — endur- skoðaður — á aðalfundi. (7. gr.) Vörur seljast gegn borgun út í hönd. Heim- ilað þó að lána áreiðanlegum mönnum, stuttah tíma, og gegn tryggingum. »Af töpuðum útlánum ber verzlun- arstjóra að borga, frá sjálfum sjer, 25 %. Hluthafar sæti sömu verzlunarkjörum og aðrir. (8. gr.) Hiuthafar skyldir að sækja aðalfund. Verzlunar- stjóri boðar til þeirra og aukafunda, ef hann, yfirskoð- unarmenn, eða V3 hluthafa telja brýna þörf. (9. gr.) »Á fundurm ræður afl atkvæða. Fundarályktun bindandi, ef helmingur hluthafa er á fundi.« Ábyrgðir, stórar fjárgreiðslur, ný fyrirtæki, tilraunir og því um líkt útheimtir þó % atkvæða. (10. gr.) »Ef verzluninni græðist fje, skal mynda vara- sjóð . . . eptir ákvæðum aðalfundar árlega. Af hreinum ágóða fær verzlunarstjóri 5 % aukaþóknun. Að öðru leyti skal verja ágóðanum til að auka verzlunina, eða borga skuldir.« (11. gr.) Laun verzlunarstjóra fyrst ákveðin 1000 kr. (Hækkuð síðar um 200 kr. á ári.) Þegar ákveða á auka- þóknun og árlegan ágóða fjelagsins, »skal telja óseldar vöruleifar með útsöluverði, og draga svo frá 25 % fyrir rýrnun og sölukostnaði.« Einnig skal telja hús, áhöld o. sv. frv. með afföllum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.