Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 31
27 ar lögin voru rædd og samþykkt. Og sem fundarstjóri hefir hann undirskrifað lögin. Lög fjelagsins — í 33 greinum — voru prentuð árið 1907. Fjelagið hlaut nafnið: Ingólfur. Hafði fjelagið þá keypt af Ólafi kaupmanni, að tveimur þriðjungum, hús, land, vörubirgðir og sv. frv. fyrir 48,000 kr. Ólafur Iagði sjálfur fram }h sem stofnfje. í stjórn Ingólfs voru þessir menn kosnir: Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi, for- maóur; Einar Jónsson á Geldingalæk og Grímur Thor- arensen í Kirkjubæ meðstjórnendur. Endurskoðunarmenn urðu: Sigurður sýslumaður Ólafsson í Kaldaðarnesi og Skúli prestur Skúlason í Odda. Móti öllu því sem nú hefir verið talið, gerði Hekla ekkert frekar til að afla sjer fylgis, en bjóðast til þess, að breyta lögum sínum, o. s. frv. á fundinum fyrnefnda. Hún vildi helzt að menn kæmi sjálfkrafa, og treysti þeim bezt, er kæmu þannig. Hurfu að því ráði einkanlega bændur, flestir í báðum Hreppunum og á Skeiðunum, svo og margir Ölfusingar, Eyrbekkingar, Þykkbæingar og fl. Svo fór þó, sem við mátti búast. Mikið fleiri hurfu að Ingólfi — Rangvellingar sjerstaklega — og varð hann þegar í byrjun miklu stærra fjelag. Var svo að sjá, sem menn hefðu gleymt ályktun þeirri sem gerð var af þeim, á áður nefndum verzlunarfundi: að styðja það fjelag, er semdi lög sín næst frumvarpi verzlunarnefndarinnar. Bráðlætið virtist líka vera nokkuð mikið, og biðu fáir eptir því, að sjá svo mikið sem frumvarpið að lögum fjelags síns. Skulu nú aptur sögð nokkur orð um: Kaupfjelagið Heklu. Heklungum hinum eldri, ekki sízt verzlunarstjóranum, sýndist svo að vísu, að ekki væri hagnaður að því fyrir þá að breyta fjelagskapnum. Hitt var gefið að ábyrgð

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.