Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Blaðsíða 40
36
frá því á eptir, eða verða að biðja stjórn fjelagsins sölu-
leyfis. Munur enn, að mega eyða öllum ágóða ársins
strax, eða ekki nema hálfum. Verða að safna sjer eign,
fastri, arðberandi. Eign, goldna fjelagslyndi einu.
Stofnfjáreignin í Ingólfi líkist öllu heldur eign í hluta-
fjelagi, en samvinnukaupfjelagi, af sögðum sökum: Stofn-
fjeð óbundið og auðselt, hvar sem verkast vill. Engin
skylda að bæta við það. Skylda hinsvegar fyrir fjelagið,
að greiða hæstu bankavexti af stofnfjenu.
Af slíkum lagaákvæðum virðist mjer geta hlotizt voði
fyrir samvinnufjelagsskapinn. Svo háa vexti bera hlutirnir,
og svo hægt er að eignazt þá, að vel gætu fáeinir menn
eignazt allt stofnfjeð á nokkurum árum. Pessir menn
gœtu verið ráðkænir og einráðir, svo almenningur stæði
eptir, ekki að eins ósjálfbjarga í verzlun sinni, jafnt og
áður, heldur líka með byrði skulda og ábyrgða.
Eg sje, að í lögum nokkurra kaupfjelaga er ekkert á-
kvæði um það, hversu virða beri vöruleyfar, hús, áhöld,
land og fi. þegar gerður er eignareikningurinn.
Pegar árságóðinn er talinn að vera. mismunur allra
eigna fjelagsins og allra skulda þess, er auðsætt, að á-
góðinn veltur alveg á því, hversu hátt eignin er metin.
Matið má því ekki vera handahóf. Pað má ekki hækka
eða lækka, eptir geðþótta manna, heldur verður það að
byggjast á föstum reglum, sem gefa af sjer örugga eign.
Ekki sýnist mjer nægilega tryggilegt að láta stjórn sam-
vinnufjelags meta eignir þess (eins og gert er ráð fyrir
um húseign, að m. k. í Tímariti kaupfjelaga ’09, bls.
93), sízt ef virða þarf vöruleifar miklar. Pegar illa gengi
væri freisting fyrir fjelagsstjórn að meta í hærra lagi, til
að sýna ágóða og halda uppi áliti fjelagsins, í von um
betri framtíð.
Pegar fjelög eru starfandi allt árið, er ekki hægt að
komast hjá miklum vöruleifum, um áramótin, eins og
samgöngum er háttað hjer við Iand á mörgum stöðum.
Pó illt sje að binda þannig mikið fje, gæti þó verið enn