Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Side 51
47
svo, að telja má, að ekki muni neinu verulegu frá því,
sem hjer er gizkað á.
Eins og áður hefir verið tilgreint í tímaritinu, bls. 214
f. á., dreifðist saian, á kjöti sláturhúsanna 1909, talsvert
meðal umboðsmanna í útlöndum, sem naumast munu
hafa haft þá samvinnu í sölutilraunum sinum, sem æski-
legt hefði verið.
f*að voru aðallega þrír menn í útlöndum, sem stóðu
fyrir sölu á kjöti sláturfjelaganna. Pessir menn voru:
Larsen í Esbjerg, fyrir Sláturfjelag Suðurlands.
Björn Sigurðsson, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn,
fyrir Kaupfjelag Þingeyinga og Norður-þingeyinga, og
Louis Zöllner í New-Castle, fyrir flest hin fjelögin.
Kjötið frá Sláturfjelagi Suðurlands seldist bezt. Parnæst
frá þingeysku fjelögunum tveimur; mest af því 5ó krón-
ur tunnan. Hitt kjötið seldist nokkuru miður: bezti flokk-
urinn á 54 kr. tunnan.
Auk þess, sem verðmunur á kjötsölunni í útlöndum
hlýtur að hafa áhrif á reikningsverð það, sem eigendur
fá, getur og mismunandi kostnaður innanlands og fleira
komið þar til greina. Hið hreina verð reyndist þannig
töluvert mismunandi: Sláturfjelag Suðurlands gat skilað
22 — 23 aurum fyrir pundið í beztu flokkum. þingeysku
fjelögin, nyrðri, og Kaupfjelag Eyfirðinga 19 — 20 aurum;
en Kaupfjelag Skagfirðinga eigi nema 17 — 18 aurum.
það er naumast vafa bundið, að það hefir haft mjög
bætandi áhrif á kjötsölu Sláturfjelags Suðurlands, að kjöt-
ið var skoðað af dýralækni, sem merkti það og gat vott-
að um heilnæmi þess. Slíkt hefir mikið að þýða í aug-
um útlendra kaupenda. Einnig virðist saltkjötsmarkaði
vorum enn svo háttað, að ekki sje heppilegt að selja sjer-
lega mikið í einu (eins og opt má þó vel farnast með
alkunna vöru á rúmum markaði), heldur verði að bíða
dálítið byrjar með kjötsöluna og gera tilraunir með hana,
sem víðast, í fremur smáum stýl.
Sem sýnishorn af því, hvernig sölunni var háttað, í