Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Side 67
63
Að öðrum kosti er allt byggt á sandi.
Inn á við getur sambandið heldur engu treyst, í hversu
lítið sem ráðist er, nema það, að minnsta kosti, þekki
þó skipulag deildanna, út í yztu æsar. Þessi þekkingar-
skortur hefir þegar valdið sambandinu nokkurra óþæg-
inda, þó eigi sje það í stórum stýl.
Opt hefir það verið tekið fram, að samvinnufjelags-
skapur vor væri í barndómi og er það víst mála sann-
ast. Tímaritið hefir margsinnis og allítarlega bent á ýmis-
legt, sem staðfestir þetta; í því skyni að menn skyldu
athuga sem bezt bernskubrekin og reyna, smám saman,
að bæta úr brestunurn. Meðal annars er á það bent, í
þessu hepti, að menn hafi orðið að þreifa sig áfram með
bókfærslu og form á reikningum fjelaganna. Sama má
eflaust segja um lög og reglugerðir fjelaganna. Þetta hefir
verið að skapast, smátt og smátt, og margt bendir til
þess, að hinn almenni aldarandi og hugsunarháttur í
í hverri sveit, hafi sett mót sitt á skipulagið, í fyllra mæli
heldur en margreynd undirstöðuatriði.
En í þessum greinum: reikningsfærslu og skipulagi
fjelaganna, eru það viss meginatriði, sem alls eigi má
vanta, sem eigi dugar að sneiða hjá, þegar til lengdar
lætur. Petta hefir þó eflaust sumstaðar brunnið við, og
brennur enn, í lagaákvæðum fjelaganna. Menn hafa t. d.
af ásettu ráði, eða þá sökum vanþekkingar, eigi haít
ábyrgðarákvœðin nógu Ijós og ítarleg, með fl. Aðaláherzl-
an hefir, of opt, verið lögð á angnablikshagnaðinn, en
næsta lítið hirt um tryggingar í fjelaginu sjálfu eða safn-
fje þess. Hefir þá stundum eigi þurft sterkan storm til
þess að leggja alla bygginguna að velli. En um leið hafa
viðskiptanautar fjelagsins stundum tapað talsverðu fje,
alveg ómaklega, eða þeir hafa orðið »að gefa eptir« meira
og minna af rjettum kröfum. Þessu lík dæmi eru þjóðar-
minnkun, og almennum, heilsusamlegum samvinnufjelags-
skap landsmanna til stórhnekkis.
Hætt er við því, t. d. að eitthvað hafi verið meira en