Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 2009 13 UMRÆÐAN Skúli Thoroddsen skrifar um Drauma- landið Það gutlar í Gunnu-hver og reykbólstr- arnir fylkja liði undan vindinum að Reykja- nesvita. Þeir eyðast og hverfa í blæinn á bláum vorhimni nýliðins páskadags. Úti fyrir landi rís Eldey úr djúpi. Súlan er ekki komin en fýll og svartfugl flögra um strandbjargið sem tekst enn á við Atlantshafs- brimið. Aldan byltir stórgrýttri fjörunni, sem tekur undir djúp- um rómi. Svo hefur brimið rofið hinn víðáttumikla eldgíg í tím- ans rás að ekkert er eftir nema Valahnúkarnir, brot af gígbarm- inum og Karlinn sem treður öld- una undan Önglabrjóstnefinu. Hér eru bæði Mölvík og Blást- ursbás, Eldborg og Eldvörp sem sýna hverrar náttúru jörðin er hér um slóðir. Hér blasir við eyð- ingarmáttur rofsins annars vegar og nýsköpun jarðar hins vegar, þar sem kolsvart Stampahraun- ið frá árinu 1226 gerir svæð- ið dulþrungið. Sýrfellshraunið, sem rann fyrir réttum tvö þús- und árum úr Sýrfelli, er víða vel gróið. Það veit á grósku, gjöf tím- ans, þess sem koma skal. Svæðið við Reykjanestá er náttúruundur á heimsmælikvarða, þar sem hin lifandi náttúra kraumar í orðsins fyllstu merkingu. Reykjanesið er yngsti hluti Íslands. Þar kemur Atlantshafshryggurinn á land, þar streymir möttulkvika úr iðrum jarðar upp til jarðskorp- unnar sem reglulega gýs. Nýt- anleg orkan er af þeim ástæðum bæði sjálfbær og eftir atvikum vistvæn. Á Reykjanesi upplifir maður og nýtur náttúrunnar, er hluti af henni og nýtir hana sér til viðurværis, eins og gert hefur verið suður með sjó um aldir þótt nú séu aðferðir breyttar. Hitaveita Suðurnesja hefur komið sér haganlega fyrir á svæðinu til að nýta orkuauðlind- ina sem við eigum sameiginlega. Mannvirki öll eru smekkleg og falla vel að umhverfinu. Það ríkir jafnvægi milli náttúru og bygg- inga og enginn litur sker sig úr. Þar fellur allt vel að margbreyti- leika umhverfisins. Ekkert er skemmt. Við eigum atvinnutæki- færi í orkunni, Suðurnesjamenn, eins og þeir austur á fjörðum og ætlum að nýta þau til góðs. Ástæða þess að ég hripa þess- ar línur um náttúruna og orkuna er kvikmyndin Draumalandið, sem nú er sýnd í kvikmyndahús- um. Myndin er mér nokkur ráð- gáta, því hún var hvorki heimild- armynd, drama né gamanmynd, nema þá helst að ætlunin hafi verið að skemmta fólki með því að grínast að Austfirðingum og pólítíkusum. Það dreg ég reynd- ar í efa. Ég hallast helst að því að þetta sé áróðursmynd, samin til að fullnægja þörfum draum- óramanna um afturhvarf til þess sem var eða glámskyggni þeirra sem vilja viðhalda síbreytilegri náttúrunni óbreyttri. Hvernig dýr voru fæld við mynda- tökuna gaf ekki tilefni til að ætla að umhyggja fyrir velferð þeirra sæti í fyrirrúmi. Hvernig hæðst var að fólki bar ekki vott um kærleiksrík viðhorf né samkennd. Var þessari mynd beint gegn mér og mínum líkum sem virða náttúruna að verð- leikum og viljum virkja þann kraft sem í henni býr eins og bóndinn yrkir jörðina? Er ég ekki náttúruverndarsinni? Er ég óvinur náttúrunnar? Mér kom í hug fyrirbrigðið tóftarmiga, en það orð er haft um fólk sem kemur heim í bernsku- dalinn til að hlusta á bæjarlæk- inn hjala við mosató, fólkið sem mígur í tóftarvegginn og rifjar upp bernskuna þegar alltaf skein sól. Fólkið sem flutti burt og getur ekki hugsað sér að búa í sveitinni heima, en lifir í þeim undarlega paradox að vita ekkert fegurra, eiga ekkert dýrmætara en einmitt þennan heimahaga í huganum. Fólkið sem í ófullnægju sinni og örvilnan leitar í lúxusjeppann eða á sér íbúð í New York með útsýn yfir Manhattan eða lifir í London og finnur hjá sér þörf til að pró- dúsera mynd handa okkur hinum sem enn búum í sveitinni heima og ætlum að gera það áfram á þeim forsendum sem gefast. Ég efa það ekki að Andra Snæ hafi liðið vel sem barni norður á Mel- rakkasléttu hjá afa við að skoða stjörnurnar, hlusta á þögnina og veiða silung. Og ekki hefur væst um Sigurð Pálmason í Hagkaup- sauðnum. Þeir félagar geta þess vegna gert grín að fátæku fólki fyrir austan, sem hefur ekki sama skilning á náttúrunni eða sömu kímnigáfu og þeir til að hlæja að alþýðunni sem tekur fagnandi nýjum atvinnutækifærum. Hvert er svo Draumalandið? Í mínum huga er það land þar sem auðlindirnar eru nýttar á sjálf- bæran, vistvænan hátt til þess að skapa þjóðfélagsleg verðmæti í þágu samfélagsins alls, þar sem tekið er tillit til hagsmuna fólks- ins og náttúrunnar og þeir þætt- ir vegnir saman til skynsamlegr- ar niðurstöðu um hvernig með skuli fara. Bókmenntir og þess vegna kvikmynd sem grundvöllur umræðu í þágu draumalandsins, í þágu jákvæðrar samfélagsþró- unar og auðlindanýtingar á alltaf erindi, en illa grundaðar fullyrð- ingar, sem stundum eru teknar úr samhengi, eiga lítt skylt við slíka umræðu. Það er bara lágkúra og vondur áróður. Þannig þótti mér kvikmynd þeirra félaga Andra Snæs og Sigurðar Pálmasonar vera. Höfundur býr í Reykjanesbæ. Hugleiðingar um Draumalandið SKÚLI THORODDSEN Samanlagt búa þær yfir áratuga þekkingu og reynslu sem fyrrverandi starfsmenn hjá SPRON. Starfskraftar þeirra munu áfram nýtast til góðra verka á nýjum vettvangi hjá Byr sparisjóði. Anna, Gréta, Jónína og Ýlfa taka vel á móti þér. Þær eru hluti af öflugri 230 starfsmanna liðsheild sem kappkostar að veita þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf. Velkomin í Byr D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Fyrrverandi starfsmenn SPRON boðnir velkomnir til starfa hjá Byr sparisjóði Anna Ásta Khan Hjartardóttir, nýr ráðgjafi í Byr Borgartúni Jónína Pálsdóttir, nýr gjaldkeri í Byr Hraunbæ Gréta Kjartansdóttir, nýr ráðgjafi í Byr Borgartúni Ýlfa Proppé Einarsdóttir, nýr þjónustustjóri í Byr Hraunbæ Fáðu persónulega þjónustu - það er fjárhagsleg heilsa Lausnir með fjárhagslegri heilsu Fjármálanámskeið á mannamáli Stöðumatið mitt og Heimilisbókhald Fjármálapróf Heilsupróf og ráðgjöf Lenging lána Greiðslujöfnun húsnæðislána Fyrirframgreiðsla Lífsvals Frysting erlendra lána Niðurgreiðsla lána

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.