Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 2
2 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR Tómas, ertu ekki örugglega á landgrunninu ennþá? „Nei, ég er að berjast gegn ólögleg- um fiskveiðum á fundi FAO í Róm. Mig dreymir hins vegar um að fara með kafbát suður eftir Reykjanes- hrygg og sjá landgrunn okkar með berum augum.“ Tómas H. Heiðar er þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu sem gerir kröfur um að landgrunn Íslands nái 850 mílur frá landinu suður eftir Reykjaneshrygg. Tómas er nú á ráðstefnu í Róm. KRÓATÍA, AP Króatísk stjórnvöld sögðust í gær hafa fallist á að deila þeirra við grannríkið Slóven- íu um lögsögu- mörk í Adría- hafi yrði leyst fyrir alþjóð- legum gerð- ardómi. Deil- an, sem staðið hefur allt frá því bæði Slóvenar og Króatar lýstu yfir sjálfstæði við upplausn gömlu Júgóslavíu fyrir átján árum, stefndi annars í að verða hindrun í vegi fyrir inn- göngu Króatíu í Evrópusamband- ið. Króatar hafa gert sér vonir um að af henni geti orðið árið 2011. Stipe Mesic Króatíuforseti sagði að allir flokkar landsins hefðu fallist á að reynt yrði að leiða landamæradeiluna til lykta með þessum hætti. Slóvenar, sem gengu í ESB fyrir fimm árum, þurfa líka að fallast á þessa máls- meðferð til að af henni verði. - aa Króatía og Evrópusambandið: Lögsögudeila fyrir gerðardóm STJÓRNMÁL Þingflokkarnir sem áttu sæti á Alþingi fyrir síðustu kosningar eyddu rúmlega 54 millj- ónum króna í auglýsingar í kosningabaráttunni, samkvæmt samantekt Creditinfo sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sjálfstæðsflokkur og Sam- fylking eyddu mestu fé; tæpri þrettán og hálfri milljón hvor flokkur. Vinstri græn koma skammt á hæla þeirra, en þar á bæ eyddu menn tæplega þrettán milljónum í auglýsingar. Creditinfo fylgdist með eyðslu flokkanna frá 30. mars og fram að kosningum hinn 25. apríl. Í aðdraganda kosningabaráttunnar komu flokkarn- ir fimm sér saman um að eyða ekki meira en fjór- tán milljónum króna í auglýsingar, og virtu allir flokkarnir þau mörk. Eyðsla Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nam rúmlega 96 prósentum af þeim fjórtán milljónum sem flokkarnir höfðu komið sér saman um, á meðan Vinstri græn eyddu rúmum 92 prósentum af þeirri upphæð. Sérblöð eru ekki innifalin í útreikningum Creditinfo, þar sem sam- komulag flokkanna var ekki nægjanlega skýrt um það atriði. - kg Samantekt Creditinfo um eyðslu þingflokka í kosningabaráttunni: Eyddu 54 milljónum í auglýsingar PAKISTAN, AP Friðarsamkomulag ríkisstjórnar Pakist- ans við talibanahreyfinguna í norðvesturhluta lands- ins er runnið út í sandinn. Pakistansher býr sig undir enn harðari átök í Swat-dal, þar sem herinn hefur sótt hart að talibönum undanfarið. Herinn gerði hlé á átökum í gær til að gefa íbúum tækifæri til að forða sér. Ríkisstjórnin sagðist reikna með að um hálf milljón manna notaði sér tækifærið. Asif Ali Zardari, forsætisráðherra, er á leiðinni til Bandaríkjanna að ræða við þarlenda ráðamenn. Bandaríkjamenn hafa viðrað áhyggjur af því að Pak- istanar ráði ekki við uppreisnarsveitir talibana, sem taldar eru hafa gott svigrúm til að athafna sig í hér- uðum pastúna norðvestan til í Pakistan. Talibanar njóta víðtæks stuðnings meðal ættbálka pastúna, sem eru fjölmennir beggja vegna landa- mæranna í Afganistan og Pakistan. Muslim Khan, talsmaður talibana, fullyrðir að tali- banar ráði yfir níutíu prósentum Swat-dals, þar sem átökin við stjórnarherinn hafa verið hörðust. Hann sakar stjórnina um að hafa sent herinn á vettvang vegna þrýstings frá Bandaríkjunum: „Allt kemst í samt lag aftur strax og leiðtogar okkar hætta að bugta sig og beygja fyrir Bandaríkjamönnum,“ sagði hann. - gb Pakistansher býr sig undir stríð við talibana í Swat-dalnum: Samkomulagið út um þúfur ÍBÚAR FLÝJA ÁTAKASVÆÐIÐ Stjórnarherinn gerði hlé á átökum í gær til að gefa íbúum tækifæri til að forða sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK „Mér finnst þetta vera svo mikið svínarí. Í raun og veru er þetta eins og svikin vara,“ segir Björg Gunnarsdóttir, sem er afar ósátt við að minnismerki á leiðum foreldra hennar í Gufuneskirkju- garði sé þeim til fóta. Frétt Fréttablaðsins frá því síðastliðinn föstudag um leiðin í kirkjugörðum höfuðborgarsvæð- isins hefur vakið nokkur viðbrögð meðal eftirlifandi aðstandenda. Fram kom að hinir látnu snúa allir í sömu átt og að vegna stígakerfa garðanna þýðir það að á helmingi leiðanna eru legsteinar til fóta. Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, segir fyrirkomulagið alls ekki einsdæmi. „Þetta skipulag er í gamla Hólavallagarðinum, í Foss- vogi, norður á Akureyri og víðar á Íslandi og í allflestum görðum í borgum í Evrópu. Það er einfald- lega verið að nýta plássið,“ segir Þórsteinn. Aðspurður segist Þórsteinn ekki muna eftir því á fimmtán ára ferli að óskað hafi verið eftir flutningi á kistum á þessum tilteknu forsend- um. Stundum sé fólk flutt til en það sé til að sameina skyldmenni. Móðir Bjargar var borin til graf- ar árið 2001. „Við uppgötvuðum þetta bara þegar kistan hennar mömmu var látin síga niður í gröf- ina. Pabbi minn var alltaf óánægð- ur með þetta og við vorum að spá í að láta flytja hana,“ segir Björg. Aldrei varð þó af því að óskað væri eftir flutningi á kistu móður Bjargar. Hún segir þau feðginin hins vegar hafa rætt við starfs- menn kirkjugarðsins sem hafi sagt mögulegt að hafa legstein við höfðalagið þótt hann myndi þá vera úti við stíginn. Af þessu hafi heldur ekki orðið enda hafi þeim fundist steinninn mundu stinga í stúf við önnur minnismerki. Á árinu 2007 hafi faðir hennar látist og nú sé hann jarðsettur við hlið konu sinnar. Þórsteinn segir koma til greina að minnismerki séu úti við stíg, jafnvel þótt það torveldi umhirðu í garðinum. „Það er enginn sem segir að það þurfi allt að vera í ein- hverri rúðustrikaðri línu,“ svarar hann. „Mér finnst þeim bera skylda til að láta mann vita um þetta. Maður áttar sig bara ekki á þessu þegar stæði er valið. Ég er alveg hund- óánægð ennþá í dag með þetta,“ segir Björg. Um þetta segir Þórsteinn að það séu útfararstofur og stund- um prestar sem sæki um grafir fyrir fólk. Það væri því helst þess- ara aðila að upplýsa aðstandendur. Þótt það sé það mikill minnihluti sem geri athugasemdir geri hann ekki lítið úr tilfinningum þeirra sem það geri. „En það er mjög mik- ill meirihluti sem lætur sér þetta í léttu rúmi liggja.“ gar@frettabladid.is Grafir með legsteina til fóta sagðar vörusvik Björg Gunnarsdóttir segir grafstæði foreldra sinna í Gufuneskirkjugarði svikna vöru. Láta eigi vita áður ef legsteinar verði til fóta. Flestir láta sér það í léttu rúmi liggja, segir kirkjugarðsforstjóri. Skipulagið sé eins og í borgum Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ 1. MAÍ Kona sem fylgdi eiginmanni sínum til grafar í febrúar sagðist í Fréttablaðinu á föstu- dag óánægð með að legsteinn hans – og þar með síðar hennar – væri til fóta á leiðinu. FÓLK „Hugsaðu þér vonbrigðin,“ segir Ingibjörg Auður Ingvadóttir, sem í febrúar jarðsetti eiginmann sinn og komst síðan að því að leg-steinninn á gröfinni verður að vera til fóta. Eiginmaður Ingibjargar hvílir í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Þar snúa allir hinir látnu ásjónu mót austri. Vegna uppbyggingar garðsins snýr helmingur leiðanna þannig að höfuð hinna látnu snúa að göngustígum en helmingur frá þeim. Síðan er reglan þannig að legsteinar og krossar á leiðun-um eiga að vera í þeim enda leið-anna sem snýr frá stígunum. Þetta þýðir að við helming leiðanna eru legsteinar til fóta og helmingur við höfðalagið. Þetta á líka við um aðra nýrri kirkjugarða á svæði Kirkju-garða Reykjavíkurprófastsdæm-is að sögn Þorgeirs Adamssonar garðyrkjustjóra. „Ég á að vera við hliðina á mann-inum mínum og sætti mig ekkert við að vera með fæturna upp við steininn sem ég ætla að hafa við höfðalagið,“ segir Ingibjörg, sem sjálf er orðin 74 ára gömul og er farin að svipast um eftir sameigin-legum legsteini fyrir þau hjón-in. Hún kveðst hafa beðið um að maðurinn hennar yrði fluttur. „Þá var mér sagt að ég yrði að fara í kirkjumálaráðuneytið og að það væri ansi mikið mál. Ég veit ekki hvað ég geri.“ Þorgeir Adamsson segir ekk-ert hægt að gera fyrir Ingibjörgu úr því að eiginmaður hennar hafi þegar verið jarðsettur. „Þetta er búið og gert. Það er algjört neyðar úrræði að færa til kistur og við gerum það helst ekki,“ segir hann. Að sögn Þorgeirs gera fáir athugasemdir við fyrirkomulagið sem tíðkast. „Allur þorri aðstand-enda sættir sig við þetta eins og það hefur verið undanfarna ára-tugi,“ segir hann en bendir á að sé óskað eftir því fyrir fram að minnismerki komi við höfðalagið sé hægt að verða við því.Þorgeir segir hugmyndafræðina að baki því að allir snúi ásjónu mót austri vera þá að þá vísi þeir mót sólarupprásinni. Þetta sé þó ekki þannig í Fossvogskirkjugarði en þar snúi þó allir eins. „Undanfarna áratugi hefur það verið vinnuregla að minnismerki eru sett þannig á grafirnar að þau vísi út að stígun-um en snúi ekki í þá baki,“ segir Þorgeir og útskýrir að það auð-veldi bæði álestur á legsteinana og umhirðu í garðinum að hafa þá ekki út við stígana. Ingibjörg telur hins vegar að hönnun garðanna sé mistök. „Arkitektinn hlýtur að hafa getað hannað göturnar þannig að allir gætu notað höfðalagið. Það er allt-af verið að stjórna fólki og það má helst enginn vita neitt. Það var bara tilviljun að ég komst að þessu.“ gar@frettabladid.is Legsteinninn til fóta við aðra hverja gröfIngibjörg Auður Ingvadóttir segir það hafa verið mikil vonbrigði að uppgötva eftir jarðsetningu eiginmanns síns að legsteinn við gröf þeirra hjóna verði að vera þeim til fóta. Búið og gert, segir garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Í GUFUNESKIRKJUGARÐI Ásjónur hinna látnu vísa allar mót sólarupprásinni en helm- ingurinn snýr þannig við stígakerfi kirkjugarðsins að legsteinarnir eru til fóta en ekki við höfðalagið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN j, kg g ðir til óbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN M i u pt túni í r- til m- ð ti- rir ví ð- n ð h ni: tt LÖG bor fjór veg brot und Þr tekn þeir fjórð eftir kynn eru a Ein Héra krafi vegn á Self í Hve regla handt vegna Gr Fj h y J I d s f b d m h þú in H gr áð ÞÓRSTEINN RAGNARSSON Atvinnuleysi 9,5 prósent Spá um þróun atvinnuleysis segir til um að atvinnuleysi verði hér hæst 9,5 prósent fram í júní, en muni svo lækka aftur fram í september. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkis- stjórnarinnar í gær. ATVINNUMÁL EYÐSLA FLOKKA Í AUGLÝSINGAR FYRIR KOSNINGAR Flokkur Samtals eyðsla Hlutfall* Sjálfstæðisflokkurinn 13.477.348 96,3% Samfylkingin 13.456.589 96,1% Vinstri græn 12.942.255 92,4% Framsóknarflokkurinn 11.489.344 82,1% Frjálslyndi flokkurinn 3.107.204 22,2% Samtals 54.472.740 77,8% Tölur í milljónum króna *Hlutfall af þeim 14 milljónum sem hver flokkur mátti eyða Heimild: Creditinfo SVEITARSTJÓRNIR Ólafur F. Magn- ússon borgarfulltrúi tilkynnti í gær að hann segði skilið við Frjálslynda flokkinn og að hann hygðist leiða nýtt framboð óháðra í borgarstjórnarkosning- um á næsta ári. Í ræðu sem Ólafur hélt á borg- arstjórnarfundi í gær sagðist hann ekki hafa getað stutt Frjálslynda flokkinn í nýaf- stöðnum alþingiskosningum vegna þess að forysta flokks- ins hefði boðað „gegndarlitla ofveiði-ofurvirkjanastefnu“ og ekkert hugsað um næstu kyn- slóðir. Sjálfur hefði hann í borg- arstjórn oftast einn staðið vörð um verndun umhverfisins og náttúruminja. Ólafur áætlar að bjóða fram undir merkjum H-lista og með einkunnarorðunum „Hrein- skilni, hæfni, heiðarleiki“. - gar Ólafur F. Magnússon: Slítur samstarfi við F-listann ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Sakar forystu Frjálslynda flokksins um dugleysi, óráð- síu og illt umtal um félagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL „Ég tel það heppilegt ef aðrir en fulltrúar Samfylkingar verða í forystu í viðræðunefnd við Evrópusambandið ef af þeim verður,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins. Ástæðuna segir hann vera að óljóst sé hvaða samningsmarkmið Samfylkingin hafi sett sér. „Skil- yrðin þurfa að vera mjög skýr,“ segir Birkir Jón. Hann minnir á að ekkert hafi komið frá ríkisstjórnarflokkunum um stöðu þessara viðræðna og því verði ekki tekin afstaða til málsins fyrr en niðurstaðan verði ljós. - ss Framsóknarflokkurinn: Treystir ekki Samfylkingu til forystu í ESB STJÓRNMÁL „Á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var ákveðið að ef þingið færi að hreyfa sig í þessu máli [Evrópumálum] myndum við krefjast tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Við munum ekki hlaupa frá því,“ segir Bjarni Benediktsson um mögu- legan stuðnings hans flokks við þingsályktunartillögu um aðild- arviðræður við Evrópusam- bandið. Hann segir það skipta máli að ríkisstjórnin sé einhuga um málið á þingi. Ekki sé hægt að taka því af alvöru ef Samfylk- ingin standi ein að baki því. - ss Sjálfstæðisflokkurinn: Munu vilja tvö- falda kosningu STIPE MESIC SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.