Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 2009 3 Mosfellingar opnuðu nýlega sitt fyrsta fuglaskoðunarhús, við Leirvog. Húsið er við Langatanga, talsvert fyrir neðan golfvöllinn, að sögn Karls Tómassonar, for- seta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hann segir einstakt fuglalíf við Leirvoginn árið um kring og því sé staðsetning hússins þar geysi- lega spennandi. „Tilkoma hússins á eftir að gera mikið fyrir áhugasama fuglaskoð- ara,“ segir hann og telur að það geti verið allt frá grunnskólanem- um til atvinnu fuglaskoðara. „Jóhann Óli Hilmarsson, einn helsti fuglafræðingur landsins, var okkur innan handar frá upp- hafi og reyndum við að leggja okkur öll fram við að gera þetta eins vel úr garði og mögulegt var,“ segir Karl og bendir á að til séu nokkur viðlíka fuglaskoðunarhús á landinu. „Á þessu svæði er fjöldi vað- fugla. Góð yfirsýn er yfir Langa- tanga frá húsinu, en þann stað nýta margar fuglategundir sem hvíldarstað,“ segir Karl. Svo virð- ist sem fuglinn hræðist ekki nein- ar hreyfingar frá fólki sem er inni í í húsinu. „Það er varla hægt að komast nær fuglinum en í sér- hönnuðu fuglaskoðunarhúsi sem þessu,“ segir hann. Karl segir ýmislegt hafa komið sér á óvart eftir að hann fór að kynna sér fuglaskoðun nánar. „Það er til dæmis alveg ótrúlegur fjöldi fólks sem er að skoða og ljós- mynda fugla úti um allan heim.“ Nýlega komu hingað til lands vísindamenn frá East Anglia- háskólanum í Norwich, hjónin dr. Jennifer Gill og Graham Appleton, en þau eru að vinna að alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem snýr að rannsókn á fari jaðrakana. Að sögn Karls var óneitanlega gaman að heyra af ánægju reyndra fugla- skoðara með hina nýju aðstöðu, enda hafi verið lagt upp með gott aðgengi að húsinu. Lagðir göngu- stígar meðfram ströndinni og frá golfskálanum. Þá er í húsinu að finna greinargott upplýsingaskilti um þær fuglategundir sem finn- ast á leirunni. Hægt er að nálgast lykla að fuglaskoðunarhúsinu í Íþrótta- miðstöðinni Lágafelli frá klukk- an 6.30 til 20.30 alla virka daga en frá klukkan 8 til 19 um helgar. Þess má geta að sérlegir fuglaá- hugamenn eða félög geta fengið lykil til umráða. vala@frettabladid.is Komist í návígi við fugla Fuglaskoðunarhús var nýlega opnað í Mosfellsbæ. Við Leirvoginn er einstakt fuglalíf árið um kring og frá fuglaskoðunarhúsinu er gott útsýni yfir Langatanga. Allir áhugasamir geta fengið aðgang að húsinu. Mikið fuglalíf er við Leirvog. Þar getur að líta marga sjó- og vaðfugla. Hér má sjá fallega kríu í veiðihug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hið nýja fuglaskoðunarhús stendur við Leirvog í Mosfellsbæ. MYND/ÚR EINKASAFNI Ásbyrgi er gríðarmikil hamrakvos sem gengur inn í Ásheiðina vestan Jökulsár á Fjöllum. Hamraveggirnir sem umlykja kvosina hækka eftir því sem innar dregur og verða allt að 100 metra háir. Ásbyrgi er um 3,5 km að lengd og 1,1 km að þvermáli þar sem það er breiðast. Fremst í byrginu miðju er Eyjan, um 250 m breið þar sem hún rís upp af flatlendinu norðan byrgisins en mjókkar og hækkar eftir því sem innar dregur þar til þverhníptir hamraveggirnir beggja vegna mætast í hárri hamraegg. Sögur herma að eitt sinn hafi Sleipnir, hestur Óðins, drepið niður fæti norður í Kelduhverfi og við það hafi Ásbyrgi orðið til. Þannig skýrði alþýða manna fyrr á öldum þetta stórfenglega skeifulaga gljúfur. Á síðari tímum hafa ýmsar aðrar tilgátur verið settar fram um tilurð þessa ein- staka náttúruundurs en flest bendir til þess að Ásbyrgi hafi myndast í tveimur hamfarahlaupum sem urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8-10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. www.nordausturland.is Gljúfur umlukið hamrabelti FORNAR SÖGUR SÖGÐU FRÁ ÞVÍ AÐ ÁSBYRGI HEFÐI ORÐIÐ TIL ÞEGAR SLEIPNIR DRAP ÞAR NIÐUR FÆTI. Ásbyrgi er einkar fögur náttúruperla á Norðausturlandi. Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.