Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Öll fjöll hafa eitthvað til síns ágætis. Áður var ég einskorðaður við Tröllaskagann en þetta verk- efni jók mjög á víðsýni mína,“ segir prófessorinn Bjarni Guð- leifsson um gönguferðir á sýslu- fjöllin 23. Útsýnið er honum ógleymanlegt frá ýmsum stöðum. „Fallegustu minningarnar eru frá Sauðhamarstindi á Lónsöræfum í Austur-Skaftafellssýslu og Snæ- kolli í Kerlingarfjöllum í Árnes- sýslu. Litbrigðin eru svo stór- kostleg í líparítinu. Það er líka sterk upplifun að ganga á há og hrikaleg fjöll eins og Hólamanna- hnjúk í Skagafirði, Herðubreið í Suður-Þingeyjarsýslu og Snæfell í Norður-Múlasýslu.“ Hann segir sum hæstu fjöllin standa á sýslu- mörkum, til dæmis Tröllakirkju á Holtavörðuheiði; þar mætast Strandasýsla, Dalasýsla og Mýra- sýsla. Garparnir eru þrír sem lögðu öll fjöllin 23 að baki. Auk Bjarna eru það Rögnvaldur Gíslason, bóndi í Strandasýslu, og Sigurkarl Stefánsson líffræðingur. Fleiri slógust í för, misjafnlega oft. „Við gengum líka á nokkra jökla og í misgripum á fjöll sem ekki reynd- ust þau hæstu í sýslunum þegar til kom. En við vorum ekkert að flýta okkur heldur tókum í þetta tólf ár og nutum hverrar ferðar,“ segir Bjarni og kveðst aðspurður aðeins einu sinni hafa skipt út gönguskóm á tímabilinu. „Ég er svo íhaldssamur í klæðaburði,“ segir hann brosandi. En komust félagarnir aldrei í hann krappan? „Jú, við lentum í hættu á Herðubreið. Þar kom grjót- hrun þvert á gönguleiðina og hnull- ungarnir flugu rétt við hausana á okkur. Ég segi síðan að fólk eigi að ganga með hjálma á Herðubreið. Í Jökulgilstindum í Suður-Múlasýslu fórum við líka yfir mjög torfarinn jökul en að öðru leyti gekk allt vel,“ svarar Bjarni. Listi yfir fjöllin og lýsing á gönguferðunum í máli og myndum er í bókinni Á fjallatindum sem Bjarni hefur nýlega sent frá sér. Hann kveðst hafa punktað eitthvað í hverri ferð. „Það er góð regla að skrá ýmislegt sem fyrir augu ber, það opnar svo mikið skynfær- in,“ lýsir hann en segir hugmynd að útgáfunni hafa kviknað síðar. „Ánægjan var mikil í gönguferð- unum og síst minni þegar ég fór að skrifa bókina, skoða myndir og kort. Þá endurupplifði ég allt.“ gun@frettabladid.is Horft af hæstu tindum Margir vita hvernig tilfinning það er að komast upp á tind. En að sigra hæstu fjöll hverrar sýslu á landinu þekkja aðeins þrír menn. Einn þeirra er Bjarni E. Guðleifsson, höfundur nýju bókarinnar Á fjallatindum. Bjarni á hátindi Snæfells, hæsta fjalls Suður-Múlasýslu. Það var upphafið að ævintýrinu. MYND/BRYNJÓLFUR BJARNASON LEIÐSÖGUNÁM á háskólastigi er námsbraut hjá Endur- menntun HÍ. Námið er sextíu eininga nám á grunnstigi háskóla og er kennt á tveimur misserum. Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferða- menn. www.endurmenntun.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.