Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 2009 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 6. maí 2009
➜ Fyrirlestrar
12.05 Dr. Tinna Lauf-
ey Ásgeirsdóttir, lektor
í hagfræði, flytur erind-
ið „Bernska ofurseld
valdi, hag- og sagn-
fræðileg greining“ í sal
ReykjavíkurAkademí-
unnar við Hringbraut
121, 4. hæð.
➜ Tónleikar
18.00 Suzukideild Tónlistarskólans á
Akureyri verður með úrskriftartónleika í
sal skólans við Hvannavelli 14.
20.00 Vox feminae verður með
tónleika í Hafnarborg við Strandgötu í
Hafnarfirði þar sem á efnisskránni verða
fluttir madrigalar og söngvar frá ýmsum
löndum.
20.00 Grétar Geir Kristinsson gítar-
leikari verður með tónleika í Salnum við
Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni
verða meðal annars verk eftir Kjartan
Ólafsson, Bach og Granados.
21.00 Plötuútgáfan Bedroom Comm-
unity stendur fyrir tónlistartengdum
viðburðum á Kaffibarnum við Berg-
staðastræti, fyrsta miðvikudagskvöld
hvers mánaðar. Í kvöld munu plötu-
snúðar á vegum útgáfunnar leika tónlist
af „demo“-diskum. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
22.00 Bassaleikar-
inn Norbert Marius
verður með tónleika í
jazzkjallaranum á Café
Cultura við Hverfisgötu
18. Með honum koma
fram Ólafur Jónsson,
Kjartan Valdemars-
son og Erik Qvick.
Á efnisskránni verða jazzstandardar í
bland við nýrra efni.
➜ Leiklist
16.30 Tjarnarhópurinn sýnir hryll-
ingsleikritið Hótel Hrollstaðir í Iðnó við
Vonarstræti 3. Viðburðurinn er hluti af
hátíðinni List án landamæra.
➜ Opnanir
15.00 Á Borgarbókasafninu við
Tryggvagötu verður opnuð sýning á
stjörnum sem börn úr frístundaheimil-
um Kringlumýrar hafa gert. Viðburður-
inn er hluti af hátíðinni List án landa-
mæra.
➜ Dagskrá
19.30 Í tilefni af 150 ára fæðingaraf-
mæli rithöfundarins Knuts Hamsun
verður dagskrá í Norræna húsinu við
Sturlugötu. Trond Giske,
menningar- og kikjumála-
ráðherra Noregs, mun
flytja ávarp og Leikararnir
Gunnar Eyjólfsson og
Þórir Sæmundsson lesa
úr verkum Hamsuns.
Aðgangur ókeypis og
allir velkomnir.
➜ Handverkskaffi
20.00 Handverkskaffi verður haldið
í Gerðubergi við Gerðuberg 3-5. Sigur-
borg Stefánsdóttir listakona sýnir bók-
verk og fjallar um þá möguleika sem
listformið býður upp á. Fólk er hvatt til
að hafa með sér prjóna- eða saumadót.
➜ Myndlist
Tryggvi Ólafsson og Daði Guðbjörns-
son hafa opnað sýningar í Gallerí Fold
við Rauðarárstíg. Opið virka daga kl. 10-
18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Í gær hópaðist starfsfólk Lista-
safns Reykjavíkur saman og
tekið var upp úr kösssum sem
voru komnir langan veg frá París.
Guðmundur Guðmundsson – Erró
– hafði enn tekið til í geymslum
sínum í úthverfi Parísar og bætt
við gjöf sína fyrir tuttugu árum
til Reykvíkinga. Þá gaf hann á
Listasafn Reykjavíkur yfir 2.000
verk sem urðu ásamt gjöf Kjar-
vals sem lengi var umdeild meg-
instofninn í safnkosti Listasafns-
ins og gera það um langan aldur
í öllu starfi samtvinnað nöfnum
þeirra tveggja,
Nýja gjöfin telur um 150 verk,
aðallega grafíkmyndir, klippi-
myndir og olíuprent á striga.
Gjafarinnar sem þáverandi
borgarstjóri veitti viðtöku fyrir
tveimur áratugum verður minnst
með ýmsum hætti síðar á árinu.
Erró er væntanlegur hingað til
lands undir lok maí vegna gjafar-
innar og nýrrar sýningar á verk-
um hans. Danielle Kvaran, sem
ritaði bókina Erró í tímaröð, sem
nýlega kom út, hefur um nokk-
urt skeið starfað að undirbúningi
stórrar sýningar, Erró – Mannlýs-
ingar, sem verður opnuð í Hafnar-
húsinu 28. maí. Á sýningunni eru
frásagnarportrettar eða mann-
lýsingar af sögufrægum einstakl-
ingum á sviði lista, bókmennta,
vísinda og stjórnmála sem hafa
að mestu leyti ekki verið sýnd-
ar hér áður. Sýningin stendur
fram á næsta ár, en hluti hennar
er breytilegur og verður verkum
skipt þar út reglulega. Glæsileg
bók með textum ýmissa höfunda
verður gefin út með sýningunni
og fjöldi þekktra einstaklinga mun
tengjast sýningunni með einu eða
öðru móti í skipulögðum viðburð-
um á árinu. pbb@frettabladid.is
Erró gefur fleiri verk
MYNDLIST Tekið upp úr kössunum á Listasafni Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/
Vox feminae heldur tónleika í
Hafnarborg í kvöld kl. 20, og
þar verður flutt tónlist frá 16.
og 17. öld undir yfirskriftinni
„Þar sýprus
grær“. Fluttir
verða madri-
galar og söngv-
ar frá ýmsum
löndum, þar á
meðal eftir Clau-
dio Monteverdi,
Passerau, Giov-
anni Gastoldi,
John Dowland,
Thomas Morley,
Orlando Gibb-
ons og O. Vecchi. Á tónleikunum
koma ásamt Vox feminae fram
einsöngvarar úr röðum kórfé-
laga, Símon Ívarsson gítarleikari
og Marion Herrera hörpuleikari.
Listrænn stjórnandi tónleik-
anna er Margrét J. Pálmadóttir.
- pbb
Madrigalar
sungnir
TÓNLIST Margrét
J. Pálmadóttir
söngstýra
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga
ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið
verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast
húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni