Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 6. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -4,5% -25,0% Bakkavör 10,4% -49,0% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank -2,1% -2,9% Icelandair -10,0% -66,2% Marel 9,0% -37,0% Össur 6,0% -4,3% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 218 Úrvalsvísitalan OMXI6 644 *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Óli Kristján Ármannsson skrifar Flugvélaframleiðandinn Airbus horfir sérstak- lega til möguleika í sambýli íhlutaframleiðslu og niðurrifsverksmiðja félagsins við álframleiðslu. Bruno Costes, framkvæmdastjóri umhverfismála og iðnsamhæfingar hjá Airbus, segir að í öllum þátt- um framleiðslunnar sé horft til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. „Þetta snýst ekki um trjágróður og plöntur. Um- hverfisskilvirkni [e. Eco-Efficiency] snýst um stjórnunarhætti á viðskiptalegum grunni. Félagið sýnir umhverfisá- byrgð sem um leið skilar auknum hagnaði og samfélagslegum ávinn- ingi,“ segir hann. Félagið hefur tekið inn í stefnumótun og starf- semi nokkuð sem kallað er heild- stæð sýn á líftíma flugvéla. Öll hönnun á að miða við að draga úr umhverfisáhrifum, allt frá fram- leiðslu vélanna og samsetningu til úreldingar og niðurrifs. Costes bendir á að á fyrir árið 2026 endi um 6.400 flugvélar líf- daga sína, eftir áratuga þjónustu í flugiðnaði. Því þurfi að huga sérstaklega að umhverfisþáttum þegar komi að niðurrifi og end- urnýtingu. Hingað til hafi ónýtar flugvélar oft verið látnar grotna niður í „flugvélakirkjugörðum“ en með nýrri áætlun Airbus sem nefnist PAMELA (e. Process of Advanced Management of End of Life of Aircraft) sé gert ráð fyrir að endurnýta megi allt að 85 prósent efnis ónýtra flugvéla. Til þess að draga úr flutningi með flugvélahluta og þar með úr útblæstri í vinnsluferlinu segir Cos- tes það samrýmast umhverfisstefnu Airbus (og móðurfélagsins EADS) að staðsetja verksmiðjur og vinnslustöðvar félagsins þar sem stutt sé í aðföng. Samsetning, niðurrif og íhlutaframleiðsla flugvéla fari vel í sambýli við álbræðslur, þar sem dregið sé úr ferðalögum með efnivið. „Með því fæst vistvæn hagræðing, þar sem dregið er bæði úr útblæstri og kostnaði.“ Unnið hefur verið að þróun PAMELA-verkefnisins við Tarbes-flugvöll í Frakklandi til þess að búa til viðmið um bestu framkvæmd í niðurrifi flugvéla. Í framhaldinu segir Costes verið að grafast fyrir um möguleika á samstarfi við iðnfyrirtæki þar sem það kunni að henta. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir möguleikann á samstarfi við flugvélafram- leiðanda á borð við Airbus ekki hafa verið skoðaðan formlega hjá félaginu. „En við höfum verið opin fyrir möguleikum til frekari úrvinnslu,“ segir hann og nefnir sem dæmi fyrirætlanir um að reisa álkapla- verksmiðju austur á fjörðum. „Margir hafa sýnt því áhuga að byggja upp frekari verðmætasköpun með úrvinnslu á áli sem hér er framleitt. Við tökum já- kvætt í allar slíkar umleitanir, þótt framleiðsla fyrir flugvélaiðnað hafi ekki verið skoðuð sérstaklega.“ Tómas Már segir að þótt margir hafi verið áhuga- samir um að koma á framleiðslu á vörum úr áli í tengslum við verksmiðju félagsins á Reyðarfirði skipti miklu máli hversu langt framleiðslan sé frá öllum mörkuðum. „Flutningarnir eru erfiðasti póst- urinn fyrir hvern þann sem ætlar að koma upp ein- hverri slíkri starfsemi, þótt ég efist ekki um að hægt sé að finna starfsemi sem fellur að aðstæðum hér.“ BRUNO COSTES TÓMAS MÁR SIGURÐSSON Í SAMSETNINGU Hér má sjá farþegaþotu Airbus í samsetningu í höfuðstöðvum félagsins í Toulouse í Frakklandi. Almennt má gera ráð fyrir að flugvélar séu í notkun í 25 til 35 ár. Næstu tvo áratugi er gert ráð fyrir að úrelda yfir 6.000 vélar. MARKAÐURINN/ÓKÁ Airbus kannar mögu- leika tengda áliðnaði Næstu tuttugu ár verða yfir 6.000 flugvélar teknar úr notkun. Airbus segir horft til sambýlis við félög í áliðnaði. Forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir marga sýna samstarfi áhuga. Ál- og námurisinn Rio Tinto tekur toppsætið af Rusal á árinu á lista yfir umsvifamestu ál- framleiðendur heims, gangi spár Bloomberg um álframleiðslu eftir á árinu. Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, situr sem fastast í þriðja sæti listans. Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, færist niður um eitt sæti í það tíunda. Í nýjustu greiningu IFS um hrávörumarkaðinn þar sem fjall- að er um spá Bloomberg kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir að álframleiðsla muni dragast saman um níu prósent á árinu. Samdrátturinn verð- ur mestur hjá Norsk Hydro og Century Aluminum, í kringum fjórðung hjá báðum fyrirtækj- um. Framleiðsla Rio Tinto mun dragast saman um einungis sex prósent. - jab Rio Tinto í toppsætið „Við erum að vinna í því að senda fyrirtækjum ítrekun um skil á árs- reikningum og láta vita að næst verði þau sektuð. Það er næsta skref,“ segir Guðmundur Guð- bjarnason, forstöðumaður Árs- reikningaskrár Ríkisskattstjóra. Nokkuð hundruð fyrirtæki eiga yfir höfði sér sekt vegna vanskila á ársreikningum. Eins og fram kom í Markaðn- um í síðustu viku skila einungis tíu til fimmtán prósent fyrirtækja ársreikningum áður en skilafrest- ur rennur út í ágúst ár hvert. Til samanburðar hafa um níutíu pró- sent fyrirtækja skilað uppgjörum sínum í nágrannalöndunum. Í byrjun nýliðins mánaðar áttu enn 25 prósent skilaskyldra fyrir- tækja eftir að skila inn ársreikn- ingi fyrir þarsíðasta ár og fimmt- ungur fyrir árið á undan. Guðmundur segir fyrirtæk- in hafa almennt brugðist vel við ítrekun ársreikningaskrár um uppgjörsskil og séu þau öll af vilja gerð að koma gögnunum frá sér. „Þetta er sífelld vinna og álagið mikið á okkur,“ segir hann. - jab GUÐMUNDUR GUÐBJARNASON Fyrirtæki hafa almennt brugðist vel og hratt við þegar Ársreikningaskrá sendir ítrekun. MARKAÐURINN/ANTON Sektir eru næsta skref hjá Ársreikningaskrá „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensu- ti lvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vír- usnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörns- son, framkvæmdastjóri Stjörnu- Odda. Fyrirtækið hefur síðastliðin fjögur ár framleitt örsmáa hita- sírita sem alþjóðleg teymi nota til rannsókna á vírusum á borð við svínaflensuna sem kom upp í Mexíkó í nýliðnum mánuði og hefur greinst víða um heim. Flogið er með vírusinn á rann- sóknastofur víða, hann einangr- aður og rannsakaður. Tilrauna- dýr, svo sem rottur og mýs, eru notaðar við rannsóknir á vírus- unum en hitasírita Stjörnu-Odda komið fyrir í dýrunum áður en vírus er settur í þau og mælir síritinn viðbrögð ónæmiskerfis- ins við lyfjagjöf. Gögnum er svo hlaðið inn í tölvu til frekari úr- vinnslu og greininga. - jab SIGMAR GUÐBJÖRNSSON Hitasíriti Stjörnu-Odda er settur í dýr, svo sem rott- ur, til að skoða viðbrögð ónæmiskerfisins við lyfjagjöf. MARKAÐURINN/GVA Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu Framleiðir hitasírita sem mælir viðbrögð ónæmiskerfisins við lyfjagjöf. Sæti Fyrirtæki Álframleiðsla í ár* Br. 1. Rio Tinto 3.814 -6,0% 2. Rusal 3.782 -14,5% 3. Alcoa 3.449 -13,6% 4. Aluminum Corp. of China 2.333 -2,6% 5. Norsk Hydro 1.318 -25,0% 6. BHP Billiton 1.223 -1,5% 7. Dubai Aluminium 939 +4,4% 8. China Power Investment 897 +20,1% 9. Aluminium Bahrain 885 +2,2% 10. Century Aluminum 610 -23,8%% ** Í þúsundum tonna. Heimild: IFS og Bloomberg T Í U U M S V I F A M E S T U Á L F Y R I R T Æ K I N „Þetta var geysistór viðburður,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferð- ar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleið- angra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi okt- óber þegar ríkið tók viðskipta- bankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmál- um. Gestirnir óttuðust að fyr- irtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim,“ segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skauta- svell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir,“ segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastað- urinn,“ segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfanga- staður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferð- ina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning,“ segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab HILDUR ÓMARSDÓTTIR Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Eik Banki í Færeyjum tapaði tæp- lega 24 milljónum danskra króna eða rúmlega 500 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins, samkvæmt nýbirtu upp- gjöri. Á sama tíma í fyrra nam tap bankans tæpum 29 milljónum danskra króna. Þá er afkoman mun betri en á lokafjórðungi síðasta árs þegar tap bankans nam rúmlega 282 milljónum danskra króna eftir skatta. Marner Jacobsen, forstjóri Eik Banka, segir stjórn bankans ánægða með minnkandi tap. - óká Tapa hálfum milljarði króna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.