Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 14
14 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Sveinbjörn Ragnar Árnason skrifar um tengsl Íslands og Kanada Þá gæti kanadíski Seðlabankinn tekið yfir stjórn peningamála á Íslandi – Íslending- ar myndu halda fánanum og það yrði fækkað á Alþingi niður í sem fæsta aðila með eftirliti frá Kan- ada, fyrir hag íslensk almenn- ings. Íslendingar hefðu áheyrn- arfulltrúa á kanadíska þinginu í staðinn. Hvernig væri að leita eftir samvinnu við Kanadamenn og taka upp Kanadadollara sem gjaldmiðil í fullri samvinnu við Seðlabanka þeirra? Íslending- ar hafa ekki getu né kunnáttu til stýringar á efnahag sínum, alla- vega segir og sýnir sagan okkur það. Við bjóðum þeim t.d. aðgang að olíuleitarsvæðum við Ísland í skiptum fyrir gjaldmiðil og fyrir aðstoð við að reisa heila þjóð við á Norður-Atlantshafi. Íslendingar myndu losa sig við forsetann og embættið í heild sinni og Bessa- stöðum yrði breytt í demanta- safn. Þetta kallar maður að búa til sprotafyrirtæki úr engu. Hvers vegna í ósköpunum bein- um við ekki sjónum okkar til Kan- ada? Nýtt Ísland í Vesturheimi þar sem við eigum frændur og vini? Spilling er lítil og mjög gott fólk býr þar. Undirritaður hefur ágætis viðmið á íbúum og venj- um Kanadabúans frá veru minni í Bandaríkjunum og Kanada árin 1987 og 1991. Þetta er kurt- eist fólk, líkara Íslendingum en Ameríkönum. Munurinn er álíka á Ameríkana og Kanadamanni og á George Bush yngri og Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Talið er að allt að 200 þúsund Kanadamenn eigi rætur að rekja til Íslands. Kan- ada er annað stærsta land í heiminum að flatarmáli. Kanada er ríkjasamband sem samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálf- stjórnarsvæðum (Ísland það fjórða)? Kanada er þingbund- ið lýðræðisríki í Breska samveldinu. Geta Kan- adamenn ekki náð að lenda þess- ari vitleysu fyrir okkur Íslend- inga vegna skulda óreiðumanna í útlöndum, sem eflaust geyma illa fengin auðævi sín á leyndum stöð- um. Við gætum gefið Evrópusam- bandinu nokkuð langt nef, ekki komu þeir nú neitt sérstaklega vel fram við okkur Íslendinga eftir að Bretar beittu Landsbank- ann og Kaupþing hryðjuverka- lögunum. Íslenskur almenning- ur sættir sig ekki við að greiða þessar skuldir útrásarvíkinga. Látum Bretana eltast beint við þessa útrásarvíkinga. Ég skal senda þeim listann yfir þá, hann er ekkert sérstaklega langur. Framleiðslufyrirtæki í eigu Kanadamanna á Íslandi sem myndu skapa hundruð ef ekki þúsundir starfa. Hjól atvinnu- lífsins geta farið að snúast aftur með miklum myndarbrag með aðkomu Kanada á Íslandi, við erum nú einu sinni aðeins rétt rúmlega 300 þúsund manna þjóð og þurfum ekki svo mikið til að eitt lítið hagkerfið nái sér á skrið eftir banka og útrásarvík- inga sem rústuðu efnahag okkar með óvæntri hjálp valinkunnra stjórnmálaflokka. Þegar siglingaleið opnast yfir Norðurpól má búast við miklum aukningum flutninga þá leið og getur Kanada nýtt sér góða hafn- araðstöðu á Íslandi sem myndi skapa góða atvinnumöguleika. Sameiginleg fiskimið og betri markaðssetning á afurðum gæti gert Kanada og Íslendinga að bestu og stærstu fiskútflytjend- um í heimi. Flugstjórnarrými Íslands er eitt það stærsta í heimi og með kanadískri lofthelgi væri sam- eiginleg lofthelgi nær óslitin frá 10. gráðu á Atlantshafi til 135. gráðu vestlægrar á Kyrra- hafi. Íþróttamannvirki eru orðin mörg og glæsileg á Íslandi. Við erum álíka lélegir í knattspyrnu og Kanada en við gætum flutt út handboltann og liðsinnt Kan- ada til frekari afreka. Þeir gætu hleypt nýju lífi í íshokkí og vetr- aríþróttir á Íslandi, ekki veitir af. Ábending um gott val á rétt- um áburði undir gönguskíði á stórmótum myndi tryggja okkur allavega ekki að vera langsíðastir í mark. Til lengri tíma litið geta Kanadamenn komið okkur til hjálpar með nýtingu og afhend- ingar orku til Norður-Ameríku í formi t.d. sæstrengs. Þarna má sjá að Kanada gæti átt gríð- arlega möguleika á spennandi verkefnum sem við Íslendingar gætum hvort eð er aldrei staðið undir sjálfir. Hverjir hafa boðið Íslendingum atvinnu nú í okkar erfiðleikum og það án þess að við báðum um það, jú frændur okkar í vestri Kanadamenn. Eina þjóðin sem bauð okkur aðstoð að fyrra bragði við atvinnumöguleika erlendis. Lítum til vesturs og gerum alvöru bísness við Kanada og ég fer fram á það að útrásar- víkingar komi þar hvergi nærri fyrir okkar hönd. Fyrir Kan- ada er rakið mál að veita okkur skjól og byggja upp frábært Nýtt Ísland á rústum frjálshyggjunn- ar sem á um sárt að binda í dag á Íslandi. Blessuð sé minning hennar. Höfundur hefur verið atvinnu- rekandi frá 1991. UMRÆÐAN Eiríkur Bergmann skrifar um ESB Mikið hefur verið fjallað um hugs- anlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu en minna hefur verið rætt um það ferli sem nauðsynlegt er að fara í gegnum áður en Ísland getur orðið aðili að bandalaginu. Hinn formlegi ferill er einfaldur: Ákveði ríkisstjórn Íslands að fara í þessa vegferð sendir hún einfald- lega aðildarumsókn til ráðherra- ráðs ESB. Slík umsókn þarf alls ekki að vera ítarleg, raunar gæti textinn komist fyrir á einu blaði. Sendiherrann í Brussel gæti þess vegna skottast með hana yfir í byggingu ráðherraráðsins sem er bókstaflega steinsnar frá sendiráð- inu. Viðhafnarútgáfan væri að for- sætisráðherra færi með umsókn- ina til leiðtoga þess ríkis sem fer með formennsku í ráðherraráðinu og afhenti í viðurvist fjölmiðla og fyrirmenna. Þetta er semsé sáraeinfalt. En viðræður um aðild að Evrópu- sambandinu eru hins vegar afar umfangsmikið og flókið ferli þar sem hverjum steini í samskipt- um viðkomandi ríkis og ESB er velt upp. Innan ESB er ferlið með þeim hætti að ráðherraráðið myndi eftir að umsóknin bærist beina því til framkvæmdastjórnarinn- ar að meta hvort Ísland væri yfir höfuð hæft til að verða fullgildur aðili að ESB. Öll aðildarríki ESB eiga formlega aðild að aðildarvið- ræðum en þau tala þó einum rómi gagnvart viðsemjandanum. Ríkið sem fer með forsæti í ráðherraráð- inu hverju sinni kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna og stýrir vinnufundum ráðherra og aðstoð- armanna þeirra. Framkvæmda- stjórnin annast undirbúninginn og metur stöðu þeirra ríkja sem sækja um aðild, gerir til að mynda ítarlegar skýrslur um ástandið í öllum þeim málaflokkum sem aðildar- viðræðurnar og samstarfið innan ESB taka til. Aðildarskilyrðin Eitt af því sem kemur til athugunar er hvort umsókn- in þyki yfir höfuð trúverð- ug, hvort nægjanlega sterkt pólitískt bakland sé til stað- ar á Íslandi. Samfylkingin getur því ekki laumað aðildarumsókn framhjá samstarfsflokknum á þingi með fulltingi Framsóknar- flokksins og Borgarahreyfingar- innar eins og lagt hefur verið til. Olli Rehn, stækkunarmálastjóri ESB, tók skýrt fram í fréttum nú í vikunni að ríkisstjórnin sem slík yrði auðvitað að standa að umsókn- inni. Hins vegar getur VG auðvitað sjálft ákveðið að fela þinginu málið án þess að taka flokkslega afstöðu til þess. Og kjósi meirihluti þingheims að sótt verði um aðild, þá sendi rík- isstjórnin inn umsókn. Með slíku lagi væri kominn fram nægjanleg- ur trúverðugleiki. Evrópusambandið setti aðildar- skilyrði sín niður á ríkjaráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1993. Sam- kvæmt þeim geta lýðræðisríki í Evrópu sem búa við virkt mark- aðshagkerfi, stöðugt stjórnarfar og trygg mannréttindi, auk þess að hafa getu til að taka yfir lagagerð- ir ESB, fengið aðild að ESB. Ísland uppfyllir öll þessi skilyrði. Í ljósi þess að bæði lagaumhverfi og efna- hagslíf á Íslandi hefur nú þegar að mestu verið lagað að innri markaði ESB má gera ráð fyrir að aðildar- viðræður fari fljótt af stað. Ásteytingarsteinn Það yrði svo í höndum fram- kvæmdastjórnarinnar að taka út stöðuna í íslensku þjóðfélagi meðan á viðræðuferlinu stæði og meta í skýrslum fyrir ráðherra- ráðið, sem hefur lokaorðið um nið- urstöðu samninga fyrir hönd ESB. Í ljósi þess að Ísland yfirtekur nú þegar bróðurpartinn af lagabálki ESB í gegnum EES-samninginn og Schengen-landamærasamstarf- ið ættu viðræðurnar að geta geng- ið greiðlega fyrir sig. En það eru vissulega ýmis ljón í veginum. Megináhersla Íslands yrði að tryggja yfirráðin yfir auðlindum sjávar og ástæðulaust að gera lítið úr því viðfangsefni. Ísland verður að fá óvéfengjanlega viðurkenn- ingu á efnahagslögsögunni. Aðildarviðræður EFTA-ríkj- anna, Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, tóku innan við tvö ár. Ef Ísland verður ekki í samfloti með öðrum ríkjum í aðild- arviðræðum gætu samningar tekið enn skemmri tíma. Ferillinn frá því að Ísland sækir um aðild og þar til samningar liggja fyrir þarf því ekki að vera langur, jafnvel innan við ár gangi allt að óskum. Næsta skref yrði að setja aðildarsamn- inginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, en pólitísk sátt er um það á Íslandi að ekki verði gengið í ESB án þess að þjóðin staðfesti aðildina í allsherj- aratkvæðagreiðslu. Stjórnarskráin Áður en til aðildar getur komið þarf að breyta stjórnarskránni. Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma komst nefnd fjögurra lögfræðinga að þeirri nið- urstöðu að hann bryti ekki full- veldisákvæði stjórnarskrárinnar, en það var þó afar umdeilt meðal fræðimanna. Færa má rök fyrir því að þróunin á rekstri EES-samn- ingsins hafi síðan hann var gerður verið með þeim hætti að hann tak- marki fullveldi Íslands meira nú en í upphafi og brjóti orðið fullveld- isákvæði stjórnarskrárinnar. Full aðild að ESB felur þar að auki í sér að Ísland myndi með formlegum hætti deila ákvarðanatökuvaldi, og þar með fullveldi, með öðrum þjóð- um. Því er það nokkuð samdóma álit manna að breyta þurfi 21. grein stjórnarskrárinnar áður en Ísland geti gengið í ESB. Miðað við stjórnarskrár annarra ríkja er til- tölulega auðvelt að breyta íslensku stjórnarskránni þótt það geti tekið tíma. Einfaldur meirihluti þings þarf að samþykkja breytinguna, svo þarf nýtt þing að staðfesta stjórnarskrárbreytinguna að kosn- ingum loknum. Ef ekki væri búið að breyta stjórnarskránni þegar aðildarsamningur lægi fyrir gæti það frestað ferlinu nokkuð. Í klandri í Flandri? Staðfestingarferlið fyrir ný aðild- arríki ESB er enn fremur ansi flókið. Náist samningar þurfa Evrópuþingið og þjóðþing allra aðildarríkjanna að staðfesta inn- göngu umsóknarríkisins. Aðildar- ríki Evrópusambandsins eru nú 27 talsins og starfa eftir marg- víslegu fyrirkomulagi, hvert með sínu nefi eftir hefðum heima fyrir og innri stjórnskipan. Sum þing- anna starfa í fleiri en einni mál- stofu og önnur eru byggð eftir sambandsríkjakerfi þar sem hvert og eitt undirþing þarf einn- ig að samþykkja inngöngu nýrra ríkja. Í Belgíu einni þurfa til að mynda sjö aðskilin þing að stað- festa hverja einustu stækkun ESB. Svæðisþingin þrjú; í Vallón- íu, Flandri og Brussel-svæðinu, þurfa öll að leggja blessun sína yfir inngöngu nýrra ríkja, einnig þing tungumálasvæðanna þriggja; frönsku, flæmsku og þýsku. Svo þarf sameinað þing Belgíu einnig að votta allt saman. Ólíklegt er að aðildarsamningur strandi í staðfestingarferlinu, en eigi að síður er rétt að hafa þetta atriði í huga, sér í lagi sökum þess að sumstaðar gætu leynst þing- menn sem telja sig hafa harma að hefna gagnvart Íslandi í kjölfarið á falli bankanna. Því er ekki úti- lokað að samningurinn gæti ein- hvers staðar lent í klandri – til dæmis í Flandri. Enn lengra í evru Að jafnaði ganga ríki í ESB næstu áramót eftir að samningar og nið- urstöður úr þjóðaratkvæði liggja fyrir. Á þeirri reglu eru þó til undantekningar. Líklega munu því í það minnsta tvö ár líða frá því umsókn er lögð fram þar til Ísland gengur í ESB. Það er svo ekki fyrr en inn í Evrópusambandið er komið að Ísland getur sótt um aðild að Myntbandalagi Evrópu og hafið þann feril sem nauðsynlegur er áður en hægt er að skipta út íslenskum krónum fyrir evru. Fyrst þarf að sækja um aðild að ERM II og verja í það minnsta tveimur árum innan þess kerfis áður en hægt verður að taka upp evru, að uppfylltum ströngum skilyrðum fyrir því sem lögð voru í Maastricht-sáttmálanum. Að lágmarki munu því fjögur ár líða áður en Ísland getur gengið í myntbandalag Evrópu og innleitt evru í stað krónu, frá því ákvörð- un um að sækja um aðild að ESB er tekin. Líkast til mun taka tvö ár að ganga í ESB og svo rúmlega önnur tvö ár að aðlagast evrunni eftir að inn í ESB er komið. Leng- ur ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna, lækka vexti og ná jafnvægi í efnahagslífinu. Evran er því alltaf í fjögurra ára fjar- lægð, að lágmarki, þar til ákvörð- un um aðildarumsókn liggur fyrir. Höfundur er dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs. EIRÍKUR BERGMANN Hvernig fá ríki aðild að Evrópusambandinu? Að lágmarki munu því fjögur ár líða áður en Ísland getur gengið í myntbandalag Evrópu og innleitt evru í stað krónu, frá því ákvörðun um að sækja um aðild að ESB er tekin. SVEINBJÖRN RAGNAR ÁRNASON Ísland í Kanada − það er málið Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Frá sýningu götuleikhússins 2007 17. júní í Reykjavík Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppá- komum. Hægt er að sækja um fl utning atriða, uppákomur og viðburði á vef þjóðhátíðarnefndar www.17juni.is. Umsóknum er einnig hægt að skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. maí n.k. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.