Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 2
2 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
Hvert eruð þið að fara-systur?
„Við ætlum að fara og einbeita
okkur að því að vera bara-systur.“
Hara-systur, eða Rakel, sem þarna er
spurð, og Hildur Magnúsdætur, hafa
ákveðið að hætta í hljómsveitinni Elektru.
EFNAHAGSMÁL „Horfurnar í efna-
hagsmálum á þessu ári eru dökkar,“
segir í endurskoðaðri þjóðhagsspá
sem fjármálaráðuneytið sendi frá
sér í gær. „Atvinnulífið líður fyrir
það að starfsemi fjármálakerfis-
ins er ekki komin á fullt skrið, þar
sem endurskipulagning og endur-
fjármögnun kerfisins er ekki full-
frágengin.“ Þá kemur fram að
óvissa sé um endanlega skulda-
stöðu þjóðarbúsins og hins opin-
bera vegna óútkljáðra skuldbind-
inga við önnur ríki og kröfuhafa.
Gert er ráð fyrir að skuldir rík-
is sjóðs í lok árs muni verða um 103
prósent af landsframleiðslu. Þar af
muni erlendar skuldir verða 45,4
prósent.
Gert er ráð fyrir að einkaneysla
haldi áfram að dragast saman frá
síðasta ári, bæði komi til þröng
skilyrði heimila vegna skuldsetn-
ingar og að heimilin hafi aukið
sparnað til þess að koma til móts
við óvissuna í efnahagsmálum.
Gert er ráð fyrir að einkaneysl-
an dragist saman um tæp 25 pró-
sent á þessu ári, og um 2,5 pró-
sent á því næsta. Árið 2011 er hins
vegar gert ráð fyrir viðsnúningi og
að einkaneysla muni aukast um 5,5
prósent. - ss
Endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins:
Dökkar horfur til ársins 2011
ÞJÓÐHAGSSPÁ
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIS
2009 2010 2011
Einkaneysla -24,7% -2,5% 5,5%
Landsframleiðsla -10,6% 0,5% 5,0%
Atvinnuleysi 9,0% 9,6% 7,5%
Verðbólga 10,2% 1,6% 1,9%
Gengisvísitala 218,3 219,1 202,9
HEIMILD: FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
SAMDRÁTTUR Búist er við að einka-
neysla haldi áfram að dragast saman
vegna skuldsetningar heimila.
DÓMSMÁL Þrír menn sem grun-
aðir eru um að hafa reynt að
smygla til landsins yfir 100 kíló-
um af fíkniefnum 19. apríl voru
í gær úrskurðaðir í áframhald-
andi gæsluvarðhald á grundvelli
rannsóknarhagsmuna til 29. maí.
Mennirnir, Rúnar Þór Róberts-
son, Árni Hrafn Ásbjörnsson og
Hollendingur á fimmtugsaldri,
reyndu að flýja lögreglu á skút-
unni Sirtaki og náðust á leiðinni
út úr landhelginni.
Þrír sem sem tóku á móti fíkni-
efnunum í landi voru úrskurðaðir
í framlengt varðhald í fyrradag.
Sexmenningarnir hafa allir kært
úrskurðinn til Hæstaréttar. - sh
Skútusmyglarar fyrir dóm:
Þeir sem flúðu
lengur í haldi
ÍRAN, AP Bandaríska blaðakonan
Roxana Saberi fagnaði í gær frelsi
á ný eftir að hafa verið í fjóra
mánuði í fangelsi í Teheran.
Um miðjan apríl dæmdi
íranskur dómstóll Saberi, sem
einnig hefur íranskt ríkisfang,
í átta ára fangelsi fyrir njósnir
eftir stutt, leynilegt réttarhald.
Áfrýjunardómstóll breytti dómn-
um í tveggja ára skilorðsbundinn
dóm.
Lögmaður hennar upplýsti í gær
að hún hefði fyrst og fremst verið
dæmd vegna þess að hún hefði
heimsótt Ísrael og haft í vörslu
sinni trúnaðarskjal úr írönsku
stjórnsýslunni um átökin í Írak. - aa
Bandarískur blaðamaður:
Saberi laus úr
fangelsi í Íran
FRELSINU FEGIN Roxana Saberi brosir
framan í heiminn í Teheran í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA „Við höfum áhyggjur
af því að öryggi lögreglumanna
geti verið í voða stefnt með
þessu,“ segir Snorri Magnús-
son, formaður Landssambands
lögreglumanna, um fyrirhug-
aða einkavæðingu bílaflota lög-
reglunnar. Félagið hefur skrifað
dómsmálaráðherra bréf og látið í
ljós áhyggjur sínar.
Rekstur Bílamiðstöðvar lögregl-
unnar hefur verið boðinn út ásamt
viðhaldi og endurnýjun allra bíl-
anna og tækjabúnaðar þeirra. Það
er hluti af samningnum að ríkið
muni lána viðsemjandanum fyrir
kaupum á öllum 165 ökutækjum
íslensku lögreglunnar. Dómsmála-
ráðuneytið er síðan skuldbundið
til að kaupa flotann aftur endur-
verðmetinn að sex ára samnings-
tímanum liðnum.
„Þessi útboðslýsing sem við
höfum séð vekur ekki bjartsýni
hjá okkur,“ segir Snorri. Þar sé
lítið fjallað um öryggisstaðla á
dekkjum, árekstrarvarnir, véla-
stærðir og margt fleira sem máli
skiptir fyrir öryggi lögreglubíla.
Félagið hefur tjáð dómsmálaráð-
herra áhyggjur sínar bréfleiðis en
ekkert svar fengið.
Snorri segir ljóst að lögreglu-
menn séu andvígir hugmyndinni
eins og hún lítur út. „En við erum
aldeilis ekkert mótfallnir því að
rekstrarumhverfi þessa þáttar í
rekstri lögreglu, sem og annarra,
sé skoðaður,“ segir hann.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, kallar fyrirhugaða einka-
væðingu „fyrir-hrun- og óráðsíu-
hyggju“ og segist munu beita sér
fyrir því að af henni verði ekki.
„Ég mun reyna að hafa mín áhrif
þar á,“ segir hann.
Atli tekur fram að hann hafi
ekki kynnt sér hugmyndirnar sér-
staklega. „En ég hrekk alltaf við
þegar ég heyri þessar einkavæð-
ingarhugmyndir. Þá þarf ríkið að
fara að borga til viðbótar kostnað
við hagnað einhverra einkaaðila.
Ég geld varhug við öllum slíkum
hugmyndum,“ segir hann.
Atli segir reynsluna hvarvetna
hafa sýnt „að þessir einkavæð-
ingardraumar reynast ríkjum
og þjóðum alltaf dýrari til lengri
tíma en ríkisrekstur“.
Þá telur Atli að eðli starfsemi
lögreglunnar mæli enn frekar
gegn einkavæðingunni. „Grunn-
stoðir þjóðfélagsins, og allur rekst-
ur í kringum þær, eiga að vera á
höndum hins opinbera, og lögregl-
an er ein af mikilvægustu grunn-
stoðum samfélagsins,“ segir hann.
Öryggissviðið sé viðkvæmt svið
og því sé hann alls ekki spenntur
fyrir hugmyndinni. „Ekki frekar
en þegar Neyðarlínan var einka-
vædd á sínum tíma. Hún er nú
mest öll komin í hendur ríkisins
aftur,“ segir Atli.
Komið hefur fram að engu til-
boði í reksturinn verði tekið nema
það leiði til hagkvæmari reksturs
en nú er. stigur@frettabladid.is
Telja einkavæðingu
stefna öryggi í voða
Lögreglumenn leggjast gegn fyrirhugaðri einkavæðingu lögreglubíla landsins.
Stjórnarþingmaður kallar hugmyndina óráðsíu og mun beita sér gegn henni.
ATLI
GÍSLASON
SNORRI
MAGNÚSSON
BRÁÐUM EINKABÍLL? Opnað verður fyrir tilboð í reksturinn síðar í mánuðinum.
Nokkur áhugi mun vera á verkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hefur ákveðið að
segja sig úr Bandalagi háskóla-
manna. Tillaga þessa efnis var
samþykkt á aðalfundi félagsins
í gær með miklum meirihluta.
Hefur stjórn félagsins verið falið
að ganga frá úrsögn félagsins,
en hún mun taka gildi frá og með
næstu áramótum.
Í ályktun, sem samþykkt var á
fundinum, segir að stjórn félags-
ins skuli þegar hefja undirbún-
ing viðbragða við því ástandi sem
skapist vegna úrsagnarinnar og
núverandi aðildar félagsmanna
að sjóðum BHM. - shá
Hjúkrunarfræðingar:
Ákveðið að
ganga úr BHM
VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður lánaði
2,8 milljarða króna í apríl. Þetta
er tæplega fjórtán prósenta aukn-
ing frá því í mars að því er fram
kemur í tilkynningu frá sjóðnum.
Af 2,8 milljarða útlánum voru
1,9 milljarðar vegna almennra
lána og rúmar 900 milljónir
vegna leiguíbúðalána. Meðalútlán
almennra lána voru 10,6 milljón-
ir króna, sem er sambærilegt við
fyrri mánuði ársins. Á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins námu heildar-
útlánin rúmlega 12,2 milljörðum,
sem eru um nítján prósenta minni
útlán en á sama tíma í fyrra. - th
Íbúðalánasjóður:
Útlán jukust
um 14 prósent
SAMÞYKKT MEÐ MIKLUM MEIRIHLUTA
Hjúkrunarfræðingar eru farnir úr BHM.
VIÐSKIPTI Mál skilanefndar Landsbankans,
sem afturkallaði sölu á 2,6 prósenta hlut í Byr
eftir fréttaflutning Stöðvar 2, gefur ekki til-
efni til afskipta viðskiptaráðherra, segir Gylfi
Magnússon. Fjármálaeftirlitið rekur málið til
mistaka starfsmanns.
Gengið var frá sölunni á hlutnum til félags-
ins Reykjavík Invest í síðustu viku. Aðal-
fundur Byrs er á morgun. Eigandi Reykja-
vík Invest, Arnar Bjarnason, er í framboði til
stjórnar Byrs, og hafa stofnfjáreigendur í Byr
gert því skóna að hluturinn hafi verið seld-
ur frá Landsbankanum svo atkvæðamagn á
fundinum nýttist til fulls.
Athygli hefur vakið að Lárus Finnbogason,
formaður skilanefndarinnar, er endurskoð-
andi Reykjavík Invest. Hann hefur ekki viljað
tjá sig um málið.
Skilanefndin tilkynnti um það í fyrrakvöld,
eftir að Stöð 2 sagði frá málinu, að nefndin
hefði aldrei samþykkt söluna og því hafi ekki
orðið af henni. Yfirlögmaður bankans hafi
gengið frá sölunni, sem síðan var ákveðið að
hætta við vegna þess að hún væri ekki góð
fyrir hagsmuni bankans.
Forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðherra
voru sammála um það á blaðamannafundi
ríkisstjórnarinnar í gær að rannsaka þyrfti
málið hratt og vel. Gunnar Þ. Andersen, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, segist hafa rann-
sakað málið og þær upplýsingar sem hann
hafi bendi til þess að um mistök starfsmanns
bankans sé að ræða. „Ef eitthvað annað
kemur í ljós þá verður það rannsakað,“ segir
Gunnar, sem hyggst leita af sér allan grun.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði
við Fréttablaðið í gærkvöldi að ef einhvers
staðar hafi verið farið yfir strikið í þessari
atburðarás hlyti Fjármálaeftirlitið að kanna
það. „En ég hef ekkert séð enn sem kallar á
mín afskipti af málinu,“ segir Gylfi.“ - sh
Fjármálaeftirlitið rekur sölutilraun skilanefndar Landsbankans á stofnfé í Byr til mistaka starfsmanns:
Ekki tilefni til afskipta viðskiptaráðherra
GUNNAR Þ. ANDERSENGYLFI MAGNÚSSON
SPURNING DAGSINS