Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 42
22 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI „Eigum við ekki að segja
að ég hafi verið á pari miðað við
standið á mér enda er ég kominn í
virkilega gott form. Það var reynd-
ar óþolandi að fá þetta mark á sig
og tapa. Það er samt ljúfsárt að fá
smá viðurkenningu fyrir frammi-
stöðuna,“ sagði Daði Lárusson,
leikmaður 1. umferðar Pepsi-deild-
arinnar hjá Fréttablaðinu.
Daði lenti í erfiðum bakmeiðsl-
um á síðustu leiktíð. Missti stöðu
sína til Gunnars Sigurðssonar og
kom ekkert við sögu seinni hluta
mótsins. Margir héldu að Daði
væri hreinlega hættur en svo er
nú alls ekki.
„Ég er kannski ekki stiginn
upp frá dauðum heldur meira úr
meiðslum. Ég er genginn í end-
urnýjun lífdaga. Maður verður
að hugsa vel um skrokkinn á sér
á efri árum til þess að halda sér í
formi,“ sagði Daði sem er 35 ára
gamall. Hann fór í bakinu í fyrra
og í kjölfarið komu bólgur í maga-
festingarnar. Það er ekkert sem
háir Daða lengur og hann segist
eiga nóg eftir.
„Eigum við ekki að segja að
læknavísindin muni halda mér
gangandi til fertugs. Ég er ekkert
á þeim buxunum að hætta enda
hef ég ákaflega gaman af því að
spila með FH-liðinu. Ég er orðinn
fullkomlega heill heilsu og í flottu
formi. Ég ætla að sýna mitt rétta
andlit í sumar og næstu sumur
líka. Stefnan er að spila til fertugs.
Ég get ekki hugsað mér að hætta
eins og staðan er í dag,“ sagði Daði
en hvernig var sú nýja reynsla að
þurfa að sitja á bekknum í fyrra?
„Það lenda flestir leikmenn í
svona upplifun og þá koðna menn
annaðhvort undan álaginu eða
koma sterkir til baka. Ég valdi
seinni kostinn.
Ég hafði ekki áhuga á að enda
ferilinn á bekknum. Ég þarf samt
að vera vel á tánum enda er góður
markvörður á bekknum sem veit-
ir mér verðuga samkeppni,“ sagði
Daði um Gunnar Sigurðsson sem
leysti hann svo vel af hólmi á síð-
ustu leiktíð.
Daði hefur undanfarin ár verið
viðloðandi landsliðið. Lengstum
setið á bekknum en þó fengið tæki-
færi líka. Hann missti sæti sitt þar
í fyrra rétt eins og hjá FH. Í ljósi
þess að hann ætlar að spila næstu
árin mun hann þá gera aðra atlögu
að landsliðssæti?
„Ég held að Óli sé kominn með
sitt framtíðarplan og ég ætla ekk-
ert að fara að trufla það fyrir
honum. Ég hugsa bara um að
standa mig fyrir FH og það er nóg
álag í því fyrir miðaldra mann.
Það er nóg fyrir mann á þessum
aldri að spila bara fyrir eitt lið,“
sagð Daði léttur og í fínu formi.
henry@frettabladid.is
Ég ætla mér að spila til fertugs
Daði Lárusson, markvörður FH, er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Daði átti
virkilega góðan leik gegn Keflavík og sá til þess að tíu FH-ingar fengu aðeins á sig eitt mark í leiknum.
Daði hvarf okkur sjónum síðasta sumar en er kominn aftur á fullt og segist ekki nálgast endalok ferilsins.
KOMINN AFTUR Daði Lárusson átti flotta endurkomu á fótboltavöllinn í skítaveðri í
Keflavík á mánudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið.
Á DVD14. MAÍ
i i r r f ir j i .
í t tt rt i í l . r/s ti .
FULLT AF AUKAVINNINGUM:
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS
OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS EST YES
Á NÚMERIÐ 1900
AÐALVINNINGUR ER DVD MYNDIN
9. HVER VINNUR!
FÓTBOLTI Valur og Breiðablik
mætast klukkan 19.15 í kvöld í
toppslag Pepsi-deildar kvenna
á Vodafone-vellinum að Hlíðar-
enda. Þessum tveimur liðum var
spáð efstu sætunum og ef marka
má þróun undanfarinna ára þá
gæti þetta verið einn af lykilleikj-
um sumarsins.
Síðustu fimm ár hefur það
lið orðið Íslandsmeistari sem
hefur unnið fyrstu viðureign
Vals og Breiðabliks í deildinni.
Valur vann 2004 og 2006-2008 en
Breiðablik vann fyrsta leik lið-
anna sumarið 2005.
Breiðablik vann 6-1 sigur á
Lengjubikarmeisturum Þór/KA
í fyrsta leik og er til alls líklegt í
sumar. Þetta verður því stórt próf
fyrir Íslandsmeistara síðustu
þriggja ára sem hafa unnið alla
9 leiki sína á Vodafone-vellinum,
þar á meðal 9-3 sigur á Blikum í
mikill markaveislu í fyrra. - óój
Stórleikur Vals og Breiðabliks:
Endurtaka þær
markaveisluna?
TÓLF MÖRK Það var mikið skorað í leik
Vals og Blika í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
KÖRFUBOLTI Signý Hermannsdótt-
ir, fyrirliði íslenska landsliðsins
í körfubolta og besti leikmaður
síðasta tímabils, hefur ákveðið að
spila með KR í Iceland Express-
deild kvenna næsta vetur.
„Það var kominn tími fyrir mig
að breyta til. KR hentar mér vel.
Ég þekki þessar stelpur mjög vel
og ég held að ég sé ágætis viðbót
inn í þennan hóp,“ sagði Signý
sem fer í háskólann næsta
vetur.
„Það voru engin önnur
lið inni í myndinni og þetta
var bara val á milli KR og
Vals. Þetta er ekki ákvörð-
un sem ég tek létt
og ég var búin að
hugsa mjög mikið
um hvað ég ætti að
gera,“ segir Signý
en hún á enn eftir
að verða Íslands-
meistari á ferlinum
og það gæti breyst
næsta vetur enda
K R-liðið komið
með mjög breiðan
og öflugan hóp.
Signý segir það
hafa verið erfitt
að yfirgefa Val.
„Ég kveð allt
góða fólkið í
Val með sökn-
uði en þessi
ákvörðun var
algjörlega tekin út frá mínum for-
sendum. Ég vil óska þeim alls hins
besta,“ sagði Signý sem hefur leik-
ið með Val eða ÍS allan sinn feril
hér á landi. Hún er uppalin í Val
en fór í ÍS þegar Valsmenn lögðu
niður kvennaliðið sitt frá 1996 til
2007.
Signý er gríðarlegur styrkur
fyrir lið KR sem varð bikarmeist-
ari í vetur og endaði í 2. sæti á
Íslandsmótinu. Signý var kosin
leikmaður ársins í lokahófinu
en hún var með 19,5 stig,
14,1 frákast, 4,1 stoðsend-
ingu og 5,8 varin skot að
meðaltali í leik með Val í
vetur.
Signý hefur verið fyr-
irliði íslenska kvenna-
landsliðsins undanfar-
in fjögur ár og hefur
alls spilað 53 A-lands-
leiki fyrir Íslands
hönd. Hún er núna í
miðjum undirbún-
ingi fyrir Smá-
þjóðaleikana
á Kýpur. - óój
Landsliðsfyrirliðinn skiptir um félag í kvennakörfunni:
Signý er farin í KR
MIKILL LIÐS-
STYRKUR Signý
Hermannsdóttir er
besti miðherji landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guð-
jónsson og félagar í Burnley
tryggðu sér í gærkvöldi sæti í
úrslitaleiknum um sæti í ensku
úrvalsdeildinni með því að vinna
Reading, 2-0, á útivelli.
Burnley vann 1-0 sigur í fyrri
leiknum á sínum heimavelli og
vann því 3-0 samanlagt. Bæði
mörk liðsins í gær voru stór-
glæsleg en þau gerðu Martin Pat-
erson og Steven Thompson.
Jóhannes Karl Guðjónsson kom
inn á sem varamaður hjá Burnley
á 71. mínútu leiksins. Brynjar
Björn Gunnarsson lék allan leik-
inn með Reading.
Burnley mætir Sheffield United í
úrslitaleiknum sem fram fer 25.
maí næstkomandi. - óój
Enska b-deildin í fótbolta:
Burnley komst
á Wembley
Á WEMBLEY Jóhannes Karl Guðjónsson
ásamt stjóranum Owen Coyle.
NORDICPHOTOS/GETTY
sport@frettabladid.is
Fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla er afstaðin en
hún fór fram við misjafnar aðstæður.
Fréttablaðið mun sem fyrr velja leikmann
hverrar umferðar ásamt liði umferðarinnar. Þrjú
lið eiga tvo fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu
sinni - KR, Keflavík og nýliðar Stjörnunnar sem
komu skemmtilega á óvart gegn Grindavík.
Hólmar Örn tryggði Keflavík sigur á FH og nýi
miðvörðurinn, Alen Sutej, leit vel út í fyrsta leik
og á eftir að reynast Keflavík drjúgur ef að
líkum lætur.
Jónas Guðni og Björgólfur
kláruðu Fjölni og í liðinu
er einnig ungur Fjölnis-
maður, Aron Jóhanns-
son, sem sló í gegn
með mögnuðum
leik. Hann fékk
reyndar glórulaust
rautt spjald undir lok leiksins.
Annar ungur strákur, Tómas Þorsteinsson, var
flottur með Fylki gegn Val. Heiðar Geir spilaði
stutt með Fram en breytti samt algjörlega gangi
leiksins gegn ÍBV og var valinn maður leiksins.
> Atvik umferðarinnar
Þegar Jóhannes Valgeirsson ákveður að fara eftir tilmælum
aðstoðardómara, sem var í verri stöðu en hann sjálfur, og
rekur Aron Jóhannsson Fjölnismann af velli. Skelfilegur
dómur hjá Jóhannesi sem hefur þess utan oft mætt til leiks
í betra líkamlegu formi.
> Bestu ummælin
„Þeir eru með dýrasta lið Íslandssög-
unnar og auðvitað eiga þeir að gera
betur,” sagði Valur Fannar Gíslason,
fyrirliði Fylkis í viðtali við Stöð 2
Sport. Hann sendi frá sér yfirlýsingu
í gær og tók ummæli sín til baka.
PEPSI-DEILD KARLA: ÚRVALSLIÐ 1. UMFERÐAR
Nýliðar Stjörnunnar með tvo í liðinu
TÖLURNAR TALA
Flest skot: KR 18.
Flest skot á mark: KR 11.
Fæst skot: Grindavík 7.
Hæsta meðaleink.: Stjarnan 6,36.
Lægsta meðaleink.: Grindavík
4,23.
Grófasta liðið: Þróttur, KR og FH
brutu 19 sinnum af sér.
Prúðasta liðið: Fram 8 brot.
Flestir áhorfendur: 1899, á leik
KR og Fjölnis.
Fæstir áhorfendur: 753, á leik
Fram og ÍBV.
Áhorfendur alls: 6970 (1161).
Besti dómarinn:
Kristinn Jakobsson Fékk 7 í eink-
unn fyrir leik Keflavíkur og FH.
Daði Lárusson
Alen Sutej Daníel Laxdal
Arnór Sveinn
Aðalsteinsson
Jónas Guðni
Sævarsson
Birgir
Birgisson
Tómas
Þorsteinsson
Hólmar Örn
Rúnarsson
Aron
Jóhannsson
Heiðar Geir JúlíussonBjörgólfur Takefusa
3-5-2