Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 46
26 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. fíngerð líkamshár, 8. töffari, 9. hluti verkfæris, 11. fyrirtæki, 12. skopleikrit, 14. starfsaðferð, 16. grískur bókstafur, 17. skörp brún, 18. kerald, 20. gangflötur, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. skref, 3. einnig, 4. nagdýr, 5. ögn, 7. eilífð, 10. frjó, 13. gerast, 15. liðormur, 16. krot, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. ló, 8. gæi, 9. orf, 11. ms, 12. farsi, 14. tækni, 16. pí, 17. egg, 18. áma, 20. il, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. og, 4. læmingi, 5. fis, 7. óratími, 10. fræ, 13. ske, 15. igla, 16. pár, 19. af. „Hér hafa óskaplega mörg mál verið rædd. Stærstu málin eru höfundarréttamál fyrir listflytjendur,“ segir Randver Þorláksson formaður Félags íslenskra leikara. Randver er væntanlegur til landsins í dag frá Varsjá þar sem hann hefur verið undanfarna daga og sótt fundi hjá Alþjóða leikarasamtökunum. Efst á baugi var umræða um hvernig ber að höndla nið- urhal af Netinu og ýmsa sjóræningjastarfsemi sem þar viðgengst. „Það er ekkert við þetta ráðið. Tækn- in er orðin svo mikil. En menn eru að leita leiða til að fá eitthvað fyrir þetta,“ segir Randver og vísar til þess að ef höfundarréttur er fótum troðinn komi það fyrr en síðar niður á öllu því sem heitir listræn sköpun. Þá var á fundunum rædd verktakastarfsemi í listum og staða listamanna almennt hvað varðar tryggingar. Varsjá er stór og mikil að sögn Randvers sem ekki hafði gert sér grein fyrir því að borgin var lögð ger- samlega í rúst í stríðinu. En hefur nú verið byggð upp og er orðin býsna vestræn. „Mér finnst hún ekki beint falleg. Kommabragurinn er farinn. Pólverj- ar eru afskaplega gott fólk. Mér hefur ekki leiðst hérna. Hef farið í óperuna og svona,“ segir Randver. - jbg Randver Þorláks í Varsjá Draumateymið Örlygur Smári og Páll Óskar Hjálmtýsson eru mennirnir á bak við lagið sem þær Anna Hlín Seculic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir flytja á úrslitakvöldi Idol-stjörnuleit- ar á föstudagskvöldið. Þá kemur í ljós hvor þeirra fer heim með tvær milljónir íslenskra króna. Tvíeykið Örlygur og Páll eru gulltrygging fyrir smelli því meðal laga sem hafa náð hæstu hæðum á vinsældalistum Íslands má nefna Allt fyrir ástina, Inter- national, Betra líf, að ógleymdum Euro vision-slagaranum This is my life. Örlygur semur lagið en Páll Óskar sér um textagerðina. Örlygur Smári sagði lagið, sem heitir Ég fer alla leið, vera hresst popplag. Enda ekki við öðru að búast úr smiðju tónskáldsins. „Ekki fer ég að skila af mér ein- hverri ballöðu í svona keppni,“ segir Örlygur og bætir því við að það reyni töluvert á hæfileika keppendanna tveggja. „Þetta er ekki neitt miðjumoð, ég fékk Palla til að syngja demóið því ég treysti mér ekki til þess sjálfur,“ segir Örlygur sem hefur ekki hugmynd um af hverju lögin hans njóti svona mikilla vinsælda. „Ætli það sé ekki bara af því ég hef gaman af þessu sjálfur, maður er alla- vega bara þakklátur fyrir að fólk vilji hlusta á það sem maður er að gera.“ Tónskáldið segist treysta þeim Önnu Hlín og Hröfnu fyllilega til að flytja lagið sómasamlega og koma því til skila á föstudags- kvöldið. „Þegar þú ert búinn að fara í gegnum svona síu eins og Idolið áttu alveg að ráða við það.“ - fgg Örlygur Smári og Páll Óskar semja Idol-lag MAGNAÐ TVÍEYKI Þeir Páll Óskar og Örlygur Smári hafa reynst vera ansi magnað tví- eyki en mörg af vinsælustu lögum síðustu tveggja ára koma einmitt úr smiðju þeirra. RANDVER ÞORLÁKS Lætur vel af sér í Varsjá en þar hitti hann kollega sína í leiklistargeiranum sem ræddu meðal annars höfundarréttarmál listflytjenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lára Ómarsdóttir fréttamaður var um hríð atvinnulaus eftir að hafa flengst á milli fjölmiðla: Stöð 2 með viðkomu á Iceland Express, Blaðinu og Mogganum, var þá atvinnulaus um hríð áður en hún hóf störf hjá ÍNN og þá RÚV. Lára sat ekki auðum höndum þann tíma sem atvinnuleysið varði heldur fór um og hélt fyrirlestra vítt og breitt með kreppuráð í farteskinu. Þessi ráð tók hún þá saman á bók sem er að streyma úr prentsmiðju núna og er væntanleg í búðir eftir helgi. Bókin heitir Hagsýni og ham- ingja og er það Veröld sem gefur út. Geir Ólafsson söngvari er þegar farinn að undirbúa sig fyrir Þjóð- hátíð í Eyjum þar sem hann mun troða upp. Geir leggur upp úr því að ferðast með stæl og hann hefur nú gengið frá því að fara til Eyja í einkaþotu, eða Cessnu 421 – tveggja hreyfla skrúfu- þotu. Flugmaðurinn, Birgir Björgvinsson, mun fara með söngvarann fram og til baka, en í Eyjum bíður Geirs einkabílstjóri sem fer með hann á tjaldstæðið og til baka eftir tónleikana. Áhrif brottreksturs Davíðs Oddsson- ar úr stóli seðlabankastjóra og fall ríkisstjórnarinnar um mánaðamótin janúar/febrúar hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér og sumar óvæntari en aðrar. Þannig þurfti að fresta útgáfu á nýrri bók Hugleiks um Eineyga köttinn Kisa og þurfti að endurrita hluta bókarinnar sem nú er áformað að komi út 17. júní. Síðasta bók hét Eineygi kötturinn Kisi og ástandið, fyrri hluti, en þar er tekið á ástandinu eins og það var síðasta haust og spilaði seðlabankastjóri nokkuð stórt hlutverk í bókinni. Seinni hluti „ástandsins“ reyndist hins vegar miklum mun erfiðari í ritun vegna mikilla sviptinga. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er hafragrautur sem ég elda sjálfur. Er nýbyrjaður á þessu og þetta verður bara minn morgunmatur þar til ég kveð þetta líf. Verð að viðurkenna að ég sé eftir þessum 29 hafra- grautslausum árum og þakka bara tengdapabba mínum kærlega vel fyrir að koma mér á bragðið.“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. SIGIN GRÁSLEPPA „Ég varð bara klökkur, það er ekk- ert hægt að segja þetta öðruvísi, ég hélt reyndar fyrst að ég hefði gert eitthvað af mér,“ segir Þor- valdur Davíð Kristjánsson, nemi við leiklistardeild Juilliard-lista- háskólans í New York. Hann fékk óvæntan glaðning í síðustu viku þegar deildarforseti leiklistar- deildar skólans kallaði hann á fund til sín og tilkynnti íslenska leikaranum að hann hefði hlotið The Robin Williams Scholar ship en hann hljóðar upp á sjö og hálfa milljón íslenskra króna, eða 60 þúsund dollara. Styrkurinn er veittur þeim nema sem þykir hafa lagt hvað harðast að sér í náminu. Eins og nafnið gefur til kynna er það Óskarsverðlaunahafinn Robin Williams sem hefur veg og vanda af styrknum og hann greiðist beint úr vasa bandarísku stórstjörnunn- ar. „Hann var einhvern tímann í skólanum, þetta er í hans nafni og hann gefur þessa peninga.“ Styrkurinn nær yfir skólagjöld- in í Julliard sem hafa hækkað töluvert eftir að gengi krónunnar féll með hruni bankanna. „Þessi vetur hefur verið erfiður róður og því hjálpar styrkurinn mér mjög mikið í núverandi ástandi,“ heldur Þorvaldur áfram en hann seg- ist þó aldrei hafa leitt hugann að því að hætta námi og snúa aftur heim þrátt fyrir að dvölin í New York væri orðin ansi dýr. „Nei, maður hefði bara fundið einhverj- ar leiðir og haldið áfram að borða hafragrautinn,“ segir leikarinn og hlær. Alls 72 nemendur eru í leiklist- ardeild Juilliard-skólans og því er um að ræða mikla viðurkenningu fyrir Þorvald. „En þetta leggur auðvitað meiri pressu á mann að standa sig en ég hef bara gaman af því, mér finnst gott að setja mér stór markmið því þá eru jú meiri líkur á því að manni takist að komast þangað.“ Þorvaldur þarf á næstu dögum að setjast niður og skrifa Robin Williams bréf, þakka honum fyrir styrkinn og segja eilítið frá starfi sínu innan veggja skólans. freyrgigja@frettabladid.is ÞORVALDUR DAVÍÐ: ROBIN WILLIAMS BORGAR NÁMIÐ Í JULLIARD FÉKK SJÖ MILLJÓNA STYRK GLEÐITÍÐINDI Þorvaldur Davíð fékk The Robin Williams Scholarship sem hljóðar upp á rúmlega sjö milljónir íslenskra króna en hann nýtist til að borga skólagjöldin í Juilliard. Þau hafa hækkað töluvert eftir að krónan féll með hruni bankanna. M YN D /B A LD U R K R IS TJ Á N S VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Kjúklingastræti 2 Elektra 3 Hólmar Örn Rúnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.