Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 34
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Fullt var út úr dyrum á erindi bandaríska prófessorsins Williams K. Black í Háskóla Íslands á mánudag er hann fjall- aði um það að hagfræði hafi ekki tekið fjársvik alvarlega og skortur sé á skýrri hagfræði- kenningu um fjársvik í rekstri fyrirtækja. Á meðal gesta var Jón Gerald Sullenberger, fyrr- verandi viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum. Jón, sem nokkr- um sinnum lagði í púkkið í pall- borðsumræðum, fagnaði komu Blacks en sagði hann átta árum of seinan á ferð- inni. Black sagði svo ekki vera og benti á að bók sín um efnið hafi komið út fyrir fjórum árum, réttara sagt – 2005. Átta árum of seinn … 6,5 „Sennilega kaupum við bókina hans fljótlega,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ólafur og nokkrir starfsmanna hans fylktu liði á erindi próf- essorsins Williams Black líkt og nokkrar stórkanónur úr íslensku efnahagslífi. Ólafur varð hins vegar að láta það verða sér að góðu að sitja á stól í gangvegin- um í Öskju líkt og margir fleiri. Miðað við erindi Blacks eiga starfsmenn embættisins von á góðu en bókin Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann (e. The Best Way to Rob a Bank Is to Own One), eftir William Black, fær fullt hús stjarna hjá les- endum bókarinnar á vef hennar hjá netverslun Amazon. com. Svona eftir á að hyggja er nokkuð aug- ljóst hvað veldur vin- sældunum, eða hvað? Stjörnulesning Sums staðar hafa, vegna fyrir- ætlana nýrrar ríkisstjórnar um að fækka ráðuneytum, vaknað vangaveltur um af hverju sé þá farið af stað með þau svona mörg í upphafi. Sem dæmi mætti nefna að nýtt „atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti“ á þegar fram líða stundir að taka til allra atvinnugreina (utan opinbera geirans og fjármála- markaðarins), nýsköpunar og þróunar innan þeirra. Þar verða teknar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Velta sumir því fyrir sér af hverju stærra skref hafi ekki verið stigið nú þegar, enda loksins búið að koma landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneyti undir einn hatt. Í lófa lagið hefði átt að vera að skella þarna inn iðnaðinum, sem hvort eð er hafi verið s a m r e k i n n með viðskipt- um hér áður fyrr. Til hvers að bíða? prósenta aukning varð milli ára á fjölda ferðamanna sem fara um Leifsstöð í apríl- mánuði að sögn Ferðamálastofu. Þeir voru tæplega 28 þúsund, um sautján hundruð fleiri en í fyrra. 1,65 prósenta stýrivextir eru núna í Danmörku eftir að seðlabankinn þar í landi lækkaði vexti um 0,35 prósentustig, eða 35 punkta. Hér lækkaði Seðlabankinn síðast um 250 punkta. 819 milljóna króna hagnaður varð af skaðatrygg-ingarekstr innlendra vátryggingamiðlara í fyrra. Samkvæmt frétt Fjármálaeftirlitsins var hagnaðurinn 2,7 milljarðar árið 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.