Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 6
6 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMHVERFISMÁL „Það stendur til að
fegra umhverfið hérna allt saman
og þessar fjörur eru eitt af því,“
segir Sævar Sigurðsson, staðarhald-
ari á starfssvæði Íslenska gámafé-
lagsins í Gufunesi. Þar í fjörunni er
mikið brak úr byggingum af svæð-
inu auk annars konar rusls.
Ruslið í fjörunni er mest járn-
bentir steypuklumpar. Sævar segir
þá vera úr byggingu sem hafi verið
rifin eftir sprengingu í Áburðar-
verksmiðjunni í byrjun október
2001.
„Húseignirnar voru rifnar niður
á svæðinu og þessu var ýtt þarna út
eins og einhvers konar landfyllingu.
Það var á vegum borgarinnar sem
það var gert á sínum tíma,“ segir
Sævar og fullyrðir að síðan hafi
engum úrgangi verið ekið í fjör-
una. Engu að síður eru nýleg hjól-
för fram á fjörukambinn:
„Það var og er pollamyndun á
planinu og við vorum að ýta til efni
til að jafna það út. Þarna safnast
saman gífurlega mikið vatn sem við
vildum losa svo menn þyrftu ekki
að vera í klofstígvélum á bakkan-
um,“ segir Sævar.
Áður en Íslenska gámafélag-
ið tók við Gufunessvæðinu höfðu
Áburðarverksmiðjan, Reykjavík-
urborg og Ístak þar aðstöðu. Norð-
an megin við bryggju sem er þar
er falleg klettaströnd með ljósum
sandi. Sævar segir starfsmenn
Áburðarverksmiðjunnar hafa kall-
að þessa vík „litlu ylströndina sína“.
Þar beint ofan við er nú mikill plast-
úrgangur sem Sævar segir á leið til
endurvinnslu hjá fyrirtækinu Plast-
mótun.
Sævar segir augljóst að það sé
ekki fallegt að hafa málaða steypu-
veggi ofan í fjöru enda sé það alls
ekki náttúrulegt. Umgengni um
svæðið að öðru leyti virðist einn-
ig talsvert ábótavant. Sævar segir
Íslensa gámafélagið hafa tekið við
Gufunesinu í mjög slæmu ástandi.
„Það stendur til að bæta ásýnd
svæðisins til muna, til dæmis með
því að mála byggingar og skipu-
leggja. Í raun er það búið að standa
yfir í nokkur ár þrátt fyrir ýmislegt
sem gengið hefur á hjá okkur eins
og öllum öðrum íslenskum fyrir-
tækjum,“ segir Sævar sem kveðst
telja auðvelt og ekki ýkja kostnaðar-
samt að færa fjöruna til betri vegar.
„Þetta er alveg hægt að laga með
því að setja grjót yfir og snyrta til.“
gar@frettabladid.is
Gufunesfjara er þakin
steypubrotum og rusli
Staðarhaldari Íslenska gámafélagsins á Gufunesi segir að til standi að bæta afar
slæma ásýnd svæðisins. Fjara við bryggjuna er þakin steypuklumpum sem ýtt
var þangað eftir að sprenging eyðilagði byggingu hjá Áburðarverksmiðjunni.
SÉÐ TIL VIÐEYJAR Útsýnið frá fjörunni er í
gegn um járnarusl og steypubrot.
„LITLA YLSTRÖNDIN Þessi gullfallega vík er í jaðri ruslsins á Gufunesi.
LJÓT FJARA Steypklumpar og annað rusl er í forgrunni í fjörunni í Gufunesi. Rétt handan ruslahaugsins er endurvinnslustöð Sorpu
og frárennslisstöð í holræsakerfi borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin kynnti í gær þá ákvörðun
sína að vinna að sóknaráætlun fyrir alla landshluta
og síðan landið í heild með það fyrir augum að efla
atvinnulíf og auka lífsgæði. Markmiðið er að koma
auga á styrkleika landsins og hvernig megi nýta þá
til að setja Ísland á lista með tíu samkeppnishæfustu
ríkjum heims árið 2020.
Með sóknaráætluninni á að kalla fram sameig-
inlega framtíðarsýn og samþættar verði áætlanir í
samgöngumálum, fjarskiptamálum, ferðamálum og
byggðaáætlanir, eins og segir í yfirlýsingu frá ríkis-
stjórninni. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni
að áætlanir um eflingu sveitarstjórnarstigsins, ýmsir
vaxtarsamningar, aðrar opinberar stefnumótanir og
framkvæmdaáætlanir verði teknar til endurskoðun-
ar þar sem forsendur hafi breyst í kjölfar efnahags-
hrunsins. Almenningi á að gefast færi á að kynna sér
framgang vinnunnar, að því er segir í yfirlýsingunni.
Forsætisráðuneytið mun hafa forystu um sóknar-
áætlunina. Tillaga að verkefnisáætlun á að liggja
fyrir 1. júní næstkomandi en áfangaskil eiga að vera
um áramót. Þingið mun því, á vetri komanda, þurfa
að taka mið af þeim. - jse
Ríkisstjórnin gerir sóknaráætlun fyrir alla landshluta:
Meðal tíu fremstu eftir áratug
RÍKISSTJÓRNIN FYRIR NORÐAN Ný ríkisstjórn var í sóknarhug á
Akureyri í gær þótt nú sé í vök að verjast. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Maður klemmdist í skipi
Vinnuslys varð á Hornafirði á mánu-
daginn þegar maður klemmdist á
hendi um borð í skipinu. Maðurinn
var fluttur til Reykjavíkur. Ekki er vitað
hvort hann er alvarlega slasaður.
HORNAFJÖRÐUR
Vilja sumarhús burt
Skipulagsstofnun hefur borist krafa
um að hún sjái til þess að frístunda-
hús á Borðeyri verði fjarlægt.
Stofnunin hefur óskað eftir afstöðu
Bæjarhrepps. Það var oddvitinn sem
veitti tengdaforeldrum dóttur sinnar
leyfi fyrir húsinu í trássi við skipulag.
BÆJARHREPPUR
INDÓNESÍA, AP Veraldlegur stjórn-
málaflokkur forseta Indónesíu
vann stórsigur í þingkosningum,
en flokkar trúaðra múslima biðu
afhroð. Úrslitin benda til þess að
almenningur í þessu fjölmenna
múslimaríki vilji í auknum mæli
halda stjórnmálum og trúmálum
skýrt aðskildum.
Lýðræðisflokkurinn hlaut 21
prósent atkvæða samkvæmt
lokaúrslitum sem birt voru um
helgina, rúmum mánuði eftir að
kosningarnar fóru fram. Flokkur-
inn hefur því þrefaldað fylgi sitt
síðan í síðustu kosningum, þegar
hann fékk 7,5 prósent atkvæða.
Susilo Bambang Yudhoyono
forseti, sem jafnframt er leiðtogi
Lýðræðisflokksins, þykir nú lík-
legur til að verða endurkjörinn.
- gb
Úrslit kosninga í Indónesíu:
Veraldlegur sig-
ur í múslimaríki
SVÍÞJÓÐ, AP Fulltrúar Sama í Sví-
þjóð hafa kært sænska ríkið fyrir
að hafa brotið gegn veiðiréttind-
um þeirra í norðanverðu landinu.
Samtök Sama segja að stýring
ríkisins á bæði fiskveiðum og
dýraveiðum í norðri brjóti í bága
við lög sem tryggja Sömum veiði-
rétt á svæðinu. Samar líta svo á
að ákvörðun sænsku stjórnarinn-
ar um að heimila frjálsar veiðar á
þessu svæði raski bæði almennu
dýralífi á svæðinu og sérstak-
lega nýtingu Sama á hreindýrum.
Um tuttugu þúsund Samar búa í
norðanverðri Svíþjóð, og hafa um
tíu prósent þeirra lifibrauð sitt
meðal annars af hreindýrum. - gb
Deilur um veiðistjórnun:
Samar kæra
sænska ríkið
Minni afli í apríl
Fiskaflinn í nýliðnum aprílmánuði
varð 28 prósentum minni en í fyrra.
Alls veiddust 94 þúsund tonn nú
samanborið við 130 þúsund í fyrra.
SJÁVARÚTVEGUR
Fylgist þú með fyrstu umferð-
inni í Pepsí-deildinni í fótbolta?
JÁ 28,5%
NEI 71,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Horfðir þú á flutning íslenska
lagsins í Eurovision-keppninni?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
KJÖRKASSINN