Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 8
8 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is VINNUMARKAÐUR „Enginn þeirra er með lögheimili í sveitarfélaginu okkar og þar af leiðandi eiga þeir engan rétt hjá okkur,“ segir Hjör- dís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Hún var spurð um sjómennina sjö sem búa í Óskari RE-157, sem liggur að höfn í sveitar- félaginu. Þeir segjast pen- ingalausir með öllu og neita að halda í næsta túr fyrr en útgerðarmaður- inn borgar þeim launin sem þeir eiga inni. „Ég veit ekk- er t hver n ig þ e i r r a m á l standa, það er orð gegn orði, en þessi aðili sem þeir hafa verið hjá, þeim stend- ur til boða að vinna hjá honum áfram. Þannig að þetta er þeirra val,“ segir Hjördís. Sæmundur Árelíusson útgerðar- maður hafi haft samband við skrif- stofuna og látið vita að mennirn- ir gætu fengið vinnu hjá honum. Hjördís ætlar „ekkert að setja mig meira inn í það. […] Það er allavega ekki sveitarfélagsins að rannsaka það hvort brotið hafi verið á þeim.“ En vísar skrifstofan þeim áfram í kerfinu? „Nei, við gerum ekki annað en að benda þeim á að þeir eiga ekki rétt hjá okkur. Þetta eru fullorðnir karlmenn.“ Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segir mennina ekki fá sérstaka aðstoð hjá þeim, aðra en að lögmaður sé að afla gagna í þeirra þágu. Að öðru leyti sé litið á málið sem venjulegt gjald- þrotamál. „Við getum ekki haldið þeim uppi, það er útilokað,“ segir Hólmgeir. Lögmaðurinn hafi þó eitthvað leitað að húsnæði. Anna Poploska, túlkur mann- anna, segir að útgerðarmaðurinn neiti að afhenda þeim skattkortin sín. Hann hafi ekki skilað skatt- skýrslu þeirra og afskráð alla nema tvo af heimili sínu, þar sem þeir höfðu áður lögheimili. Hinir hafi því engan rétt á landinu, hvað þá dvalarleyfi. Sæmundur Árelíusson segist síðast hafa sótt um dvalarleyfi fyrir mennina í september. „Þeir hafa verið hér síðan 2006 og ég get ekki sagt til um hvernig þeir urðu ólöglegir,“ segir Sæmundur. „Minn misskilningur gæti verið sá að ég taldi að þegar menn væru skráðir á bátinn [hjá Tollstjóra], þá væru þeir með dvalarleyfi,“ segir hann. Allt hafi verið gefið upp til skatts. „En ég vil borga þessum mönnum og búið,“ segir Sæmundur Árelíusson. Hann muni gera upp við þá á hádegi í dag, enda hafi alltaf staðið til að greiða þeim. Skattkortin muni fylgja. Sæmundur vonast svo til að fara með nýja áhöfn á rækju- veiðar um helgina. klemens@frettabladid.is Sjómenn án réttinda í Reykjanesbæ Félagsmálastjóri segist enga skyldu hafa til að að- stoða sjómenn á Óskari RE-157. Túlkur þeirra segir þá ekki með dvalarleyfi og þeir fái ekki skattkort sín. Útgerðarmaðurinn ætlar að borga á morgun. HÓLMGEIR JÓNSSON HJÖRDÍS ÁRNADÓTTIR Jóhannes, annar eigandi Gleraugna- búðarinnar á Laugavegi 36, hafði samband til að koma því á framfæri að búið sé að breyta versluninni í lág- vöruverðsverslun fyrir gleraugu og linsur. „Við bjóðum góðar umgjarðir á aðeins þrenns konar verði, 9.900, 14.900 og 19.900 kr. Glerin eru á lægsta mögulega verði, parið af venju- legum glerjum er á kr. 14.300 með glampavörn. Margskipt gler bjóðum við á 41.000, sem er með því lægsta sem gerist. Linsurnar hjá okkur eru líka á lægsta mögulega verði, t.d. kostar pakki af daglinsum aðeins kr. 2.800.“ Jóhannes segir að hægt sé að bjóða þetta lága verð vegna þess að verslun- in sé aðili af stærri alþjóðlegri keðju verslana og vegna þess að yfirbygg- ingin sé lítil. Að öðru. Reiðhjóla- og barnavöru- markaðurinn er nýtt fyrirbæri sem er til húsa að Holtasmára 1 í Kópa- vogi. Gríðarvel tókst til um síðustu helgi og því á að endurtaka leikinn nú um næstu helgi. Á markaðinum gefst fólki kostur á að kaupa og selja reið- hjól (fullorðins jafnt sem barnahjól) og barnavörur eins og kerrur, barna- vagna, barnahúsgögn o.s.frv. Tekið verður á móti vörum í umboðssölu alla vikuna á milli kl. 17-20, en markaður- inn sjálfur fer svo fram um helgina kl. 10-17 á laugardaginn og 13-17 á sunnu- daginn. Neytendur: Ný lágvöruverðsverslun og nýr umboðsmarkaður Ódýr gleraugu og markaður með barnavöru GLERAUGU Á HAGSTÆÐU VERÐI Eigandi Gler- augnabúðarinnar á Laugavegi segir verslunina nú vera lágvöruverðsverslun fyrir gleraugu og linsur. Umgjarðir kosti frá 9.900 krónum til 19.900. ÓSKAR RE-157 Útgerðarmaðurinn segist ætla að gera upp við pólsku áhöfnina í dag. Svo vill hann sigla á rækjuveiðar með nýrri áhöfn. MYND/VÍKURFRÉTTIR Auglýsingasími – Mest lesið 1 Í hvaða götu var árás gerð á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan árið 2004? 2 Hvað heitir stúlknasveitin sem Hara-systurnar Rakel og Hildur Magnúsdætur eru hættar í? 3 Hver skoraði sigurmark Keflavíkur gegn FH á mánu- dagskvöld? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.