Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 24
 13. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hjólað inn í sumarið þegar fest eru kaup á reiðhjóli til að velja rétta stærð. Yngri börn þurfa að ná að stíga niður með báðum fótum þegar setið er í sætinu í neðstu stillingu en börn á skólaaldri þurfa hins vegar ein- ungis að geta tyllt öðrum fætin- um niður. - ve „Þetta er fjórða sumarið sem ég hjóla í vinnuna,“ segir Finnur Sig- urðsson, liðsstjóri starfsmanna í söludeild Nýherja, sem taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna sem Íþróttasamband Íslands hratt af stað 6. maí. Finnur hefur hjólað af krafti í fjögur ár. Eftir að hann fékk sér vetrardekk hjólar hann í vinnuna í öllum veðrum allt árið um kring. „Ég fór að hjóla í vinnuna vegna þess að olían á jeppann var orðin svo dýr, en nú finnst mér það bara orðið svo lítið mál að nota hjólið til vinnu,“ segir Finnur sem býr í Grafarholti og hjólar í Kópavog. „Götur eru ekki fyrir hjól, þess vegna hjóla ég nær eingöngu á stígunum,“ segir hann og nefnir að hann hafi fengið sér neongræn- an jakka til að geta verið enn sýni- legri í umferðinni.“ Að hans sögn hefur þátttaka vinnufélaga Finns í Hjólað í vinn- una gengið prýðilega. „Það er eig- inlegt mest um vert að fólk hætti að mikla það fyrir sér að hjóla í vinnuna stöku sinnum.“ Reynslusögur þátttakenda í átakinu Hjólað í vinnuna má lesa á www.hjoladivinnuna.is. Þar er líka hægt að skrá sig og sitt lið til þátttöku í átakinu sem stendur til 26. maí. - vg Finnur Sigurðsson er vel sýnilegur í umferðinni í jakkanum góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjólar allt árið um kring Eitt af því sem fylgir barnæsk- unni er að læra að hjóla en börn geta byrjað að æfa sig mjög ung að aldri. Flestir muna eftir fyrsta hjól- inu og margir jafnvel eftir gleð- inni og frelsistilfinningunni sem því fylgir að ná tökum á því að hjóla hjálparlaust. Best er þó að ungviðið fari sér hægt. Byrji á þríhjóli, færi sig svo jafnvel yfir á jafnvægishjól og síðan á tvíhjól upp úr fimm ára. Samkvæmt Forvarnarhúsi Sjó- vár er æskilegt að velja þríhjól fyrir þriggja ára börn en bíða með tvíhjólið þar til þau eru orðin fimm til sex ára. Ekki er mælt með hjálpardekkjum þar sem þau gefa falskt öryggi um að hafa náð jafnvægi en séu valin tvíhjól með hjálpardekkjum er brýnt að þjálfa börnin í að bremsa og halda í hjólið niður brekku þar sem börn á slíkum hjólum ná oft meiri hraða en þau ráða við. Ávallt skal hafa barnið með Schwinn Gremlin-hjól fyrir fjögurra til sex ára. Hjólasprettur. Verð: 25.900 krónur. Schwinn Aerostar-hjól fyrir sex til átta ára með fót- og handbremsu. Hjóla- sprettur. Verð: 28.900 krónur. 20 tommu stelpuhjól með körfu. Hvell- ur. Verð: 51.162 krónur. PUKY Jafnvægishjól eru und- anfari tvíhjóla og gefa börnum góða tilfinningu fyrir því hvernig það er að halda jafnvægi á venju- legu hjóli. Hvellur. Verð 20.700 Jafnvægislistin æfð PUKY-þríhjól með skúffu. Hvellur. Verð: 22.547 krónur. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.