Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 32
Í Tölvu- og verkfræðiþjónust- unni á Grensásvegi er auðvelt á ná tökum á tækninni við stafrænar ljósmyndir og vídeó. Halldór Kristjánsson fram- kvæmdastjóri lýsir sumarnám- skeiðunum fyrir unglinga. „Við förum í leiðangra um næsta nágrenni og tökum þar bæði vídeó- og ljósmyndir. Þegar sólin skín er það mun skemmtilegra en að halda fólki algerlega innan dyra,“ segir Halldór um unglinga- námskeiðin í ljósmyndun, sem tut- tugu ára reynsla er komin á. Hvert þeirra varir í viku og hann segir þau ótvírætt höfða til krakka. „Við kennum þeim bæði að taka myndir og vinna þær í tölv- um,“ segir hann og bendir á að nú sé orðið vinsælt hjá krökkum að setja vídeó inn á Youtube. „Í víd- eóinu erum við að gera skemmti- lega hluti og leika okkur með ýmis brögð. Svo kennum við krökkum að búa til hreyfimyndir og setja inn á vefsíður.“ Spurður hvort ungmennin séu fljót að tileinka sér þessa tækni svarar Halldór: „Já, þau eru áhugasöm og hafa afskaplega gaman af að fikta. Fólk lærir mest á því.“ Tölvu- og verkfræðiþjónustan er starfandi allt árið og er með úrval af námskeiðum yfir sumar- tímann, nema í júlímánuði. „Þó er alltaf hægt að ná í okkur því fólk getur hringt í okkur í þrjátíu daga eftir námskeiðin án þess að borga fyrir það,“ segir Halldór. „Það er þjónusta sem enginn annar skóli býður.“ - gun 14. MAÍ 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● frístundir og námskeið „Við viljum að krakkarnir hafi úr sem mestu að velja,“ segir Guð- björg Norðfjörð, íþróttastjóri Hauka í Hafnarfirði. Hún byrjar á að lýsa fjölbreyttum hálfsdags- námskeiðum fyrir sex til tólf ára þar sem leikið er til skiptis í bolta- íþróttum og farið í hjólatúra og sund. Afreksskóli Hauka er einn- ig á dagskrá fyrir þá sem vilja bæta við sig í fótbolta, handbolta og körfubolta og námskeið fyrir tveggja til fimm ára. „Þessar fjór- ar vikur sem leikskólarnir hér í Hafnarfirði eru lokaðir erum við með námskeið fyrir litlu börnin,“ tiltekur Guðbjörg. Undanfarin ár hafa um 500 krakkar sótt sumarnámskeið Hauka þær níu vikur sem þau standa. Verðið er það sama og í fyrra, 3.500 krónur fyrir vikuna fyrir hálfan daginn og sjö þúsund fyrir heilsdagsnámskeið. Auk þess er boðin gæsla milli klukkan 8 og 9 og 16 og 17 fyrir börn sem eru á námskeiðunum og hún er ókeyp- is. „Það er aukin þjónusta frá því í fyrra og vonandi kemur hún sér vel,“ segir Guðbjörg sem er er körfuboltakona og skrapp til KR í tólf ár en kveðst þó Haukamann- eskja inn að beini. - gun Afreksskóli og ókeypis gæsla Guðbjörg segir sumarnámskeið verða í boði hjá Haukum fyrir leikskólabörn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við kennum krökkunum bæði að taka myndir og vinna þær í tölvum,“ segir Halldór og lætur okkur í té nokkrar af sínum myndum til að skreyta blaðið. Gyðja og Hekla viðra sig. MYND/HALLDÓR KRISTJÁNSSON Hafa gaman af að fikta FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Miðaverð: 1.500 Helgina 22. til 24. maí verða tuttugu og fimm stofutónleikar á jafn mörgum heimilum í Reykjavík, í póstnúmerum 101 til 111. Miðasala á www.listahatid.is www.midi.is KONUR ÚR AUSTURVEGI Kammersveit Reykjavíkur flytur verk eftir fjögur þekktustu kventónskáld austursins sem eru: Sofia Gubaidulina, Frangis Ali-Sade, Lera Auerbach og Teh Tze Siew. Stjórnandi: Vladimir Stoupel. Langholtskirkja 21. maí kl. 20.00 — Miðaverð: 3.000 Hjálmar Sveinsson stýrir málþingi. Fyrirlesarar eru Árni Matthíasson, Eiríkur Örn Norðdal, María Kristjáns- dóttir, Þórunn Erla Valdimarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson og Ragna Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. 21. maí kl. 12.00 — Aðgangur ókeypis STOFUTÓNLEIKAR Listahátíðar Færeysk ópera eftir Sunleif Rasmussen. Söngvarar: Eyjólfur Eyjólfsson, Þóra Einarsdóttir og Bjarni Thor Kristinsson. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson. Þjóðleikhúsið 22.- 23. maí — Miðaverð: 3.400 Í ÓÐAMANSGARÐI »Áleitið verk hlaðið fegurð og frumleika.« The Times Margrét Vilhjálmsdóttir fer fyrir hópi fjölda listamanna sem leggja undir sig Þjóðmenningarhúsið. Frumsýnt 16. maí — Miðaverð: 3.450 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á LISTAHÁTÍÐ Orbis Terræ –ORA LISTIN BREYTIR HEIMINUM, listin viðheldur óbreyttu ástandi Miðar aðeins seldir í forsölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.