Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 58
42 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR
Hásteinsvöllur, áhorf.: 560
ÍBV Breiðablik
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–15 (3–5)
Varin skot Albert 4 – Ingvar 3
Horn 4–5
Aukaspyrnur fengnar 11–15
Rangstöður 2–3
BREIÐAB. 4–3–3
Ingvar Þór Kale 5
Árni Kristinn Gunn. 5
Guðmann Þórisson 6
Kári Ársælsson 6
Kristinn Jónsson 6
Arnór Sveinn Aðalst. 6
Arnar Grétarsson 5
(32., Guðm. Kristján. 6)
Finnur Orri Margeirs. 6
Kristinn Steindórsson 6
(63. Haukur Baldvins. 5)
Alfreð Finnbogas. 7
Olgeir Sigurgeirsson 6
*Maður leiksins
ÍBV 4–4–2
*Albert Sævarss. 7
Arnór Eyvar Ólafsson 6
Andrew Mwesigwa 5
Eiður Aron Sigurbj. 5
(81. Elías Ingi Árnas. -)
Matt Garner 6
Tonny Mawejle 6
Pétur Runólfsson 5
(71. August. Nsumba -)
Andri Ólafsson 6
Þórarinn Ingi Valdim. 5
Ajay Leitch-Smith 6
Viðar Örn Kjartanss. 5
(83. Ingi Rafn Ingib. -)
0-1 Alfreð Finnbogason (51.).
0-1
Kristinn Jakobsson (7)
Í tilefni af degi upplýsingatækninnar, UT-deginum, verður haldin ráðstefna
þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem
verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Þar verður m.a. kynnt
aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækni og sagt
frá verkefnum þar sem góður árangur hefur náðst.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica þriðjudaginn 19. maí nk.
Hægt er að skrá sig á vefnum www.sky.is eða með tölvupósti á sky@sky.is.
UPPLÝSINGATÆKNI
TIL ENDURREISNAR
Bætt þjónusta – lægri kostnaður
RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 19. MAÍ 2009
DAGSKRÁ
12:00 Skráning og afhending
ráðstefnugagna
Samlokuhlaðborð kl. 12:00-13:00
Spjall með sérfræðingum.
Umræðuefni eru eftirfarandi:
• Rafræn skilríki
• Opinn hugbúnaður
• Rafræn eyðublöð
• Fjarskiptamál og verkefni
fjarskiptasjóðs
• Rafrænir reikningar
• Umbætur í vefmálum
13:00 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra
13:15 Upplýsingatækni til
endurreisnar – Netríkið Ísland
Guðbjörg Sigurðardóttir
13:35 Hvernig má minnka fyrirhöfn
borgara við að sækja opinbera
þjónustu – Arðsemi rafrænnar
stjórnsýslu og einfaldara
regluverks frá sjónarhóli
notenda
Jón Óskar Hallgrímsson
PO
RT
h
ön
nu
n
FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Ráðstefnustjóri: Þórólfur Árnason, formaður
Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og forstjóri Skýrr
14:00 Aukin þjónusta með minni
tilkostnaði
Stefán Eiríksson og
Halldór Halldórsson
14:20 Kaffi og spjall með
sérfræðingum
14:40 Verkfærakista fyrir rafræna
stjórnsýslu – í boði
forsætisráðuneytis
Halla Björg Baldursdóttir
15:00 Opinber gögn: Falinn fjársjóður
Hjálmar Gíslason
15:20 Heilbrigðisþjónusta á Netinu
Kristján G. Guðmundsson
15:40 Facebook og samskipta-
samfélög
Maríanna Friðjónsdóttir
16:00 Lokaorð
Sigrún Jóhannesdóttir
16:10 Ráðstefnuslit
16:10-17:00 Spjall með
sérfræðingum
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Pepsi-deild kvenna
Valur-Breiðablik 2-3
0-1 Fanndís Friðriksdóttir (11.), 1-1 Guðný Petrína
Þórðardóttir (14.), 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (74.),
2-2 Harpa Þorsteinsdóttir (90. +1), 2-3 Anna
Birna Þorvarðardóttir (90. +3)
Stjarnan-KR 1-0
1-0 Karen Sturludóttir (38.)
Þór/KA-ÍR 11-0
Rakel Hönnudóttir 4, Mateja Zver 3, Vesna Smilj-
covic, Elva Friðjónsdóttir, Arna Sif Arngrímsdóttir,
Rakel Óla Sigmundsdóttir
Keflavík-Afturelding/Fjölnir 0-2
Amanda Johnson, sjálfsmark.
Fylkir-GRV 4-0
Danka Podovac 3, Fjolla Shala.
Stig og röð liðanna: Fylkir 6, Breiðablik 6, Stjarn-
an 6, Þór/KA 3, Valur 3, GRV 3, Afturelding/Fjölnir
1, KR 0, Keflavík 0, ÍR 0.
ÚRSLITN Í GÆR
FÓTBOLTI Breiðablik vann drama-
tískan 3-2 sigur á Val í stórslag
Pepsi-deildar kvenna í gær. Valur
hafði 2-1 forystu þegar venjulegur
leiktími rann út en þá tóku Blikar
til sinna mála og skoruðu tvívegis
í uppbótartímanum.
Blikar léku með sterkan vind í
bakið í síðari hálfleik en aðstæður
gerðu leikmönnum vissulega erf-
itt fyrir. En rokið reyndist helsti
bandamaður Blika á ögurstundu.
Sigurmarkið skoraði varnarmað-
urinn Anna Birna Þorvarðardóttir
með skoti af um það bil 35 metra
færi. Blikar höfðu fengið horn-
spyrnu en Valsmenn hreinsuðu
frá marki, beint fyrir fætur Önnu
Birnu sem var aftasti útileikmaður
Blika á vellinum.
„Ég er nánast orðlaus,“ sagði
Freyr Alexandersson, þjálfari
Vals, eftir leikinn. „Við guggnuð-
um einfaldlega. Við vorum með
unninn leik í höndunum á 90. mín-
útu en misstum hann niður í tap.
Við náðum að klúðra þessu alger-
lega upp á eigin spýtur.”
Hann segir að Valur hafi verið
mun sterkari aðilinn í leiknum.
„Það er bara ekkert spurt að
því.“
Erna Björk Sigurðardótt-
ir, fyrirliði Blika, var vitanlega
kampakát með sigurinn. „Þetta
var sérstaklega sætur sigur þar
sem við vorum ekkert að gera
fyrsta hálftímann í síðari hálfleik
þó svo að við vorum með vindinn í
bakið. En eftir að þær skoruðu og
komust í 2-1 byrjuðum við að ýta
þeim frá okkur og pressa á þær.
Þá var eins og við föttuðum hvað
við þurftum að gera og byrjuðum
að sækja. Við hefðum þurft að gera
það miklu fyrr.“
Fanndís Friðriksdóttir kom Blik-
um yfir á elleftu mínútu en Guðný
Petrína Þórðardóttir jafnaði metin
þremur mínútum síðar. Varamað-
urinn Kristín Ýr Bjarnadóttir
hafði svo komið Val 2-1 yfir í síð-
ari hálfleik og var allt útlit fyrir
að það myndi reynast sigurmarkið.
Annað átti eftir að koma í ljós.
- esá
Breiðablikskonur unnu 3-2 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna í gær:
Skoruðu tvö mörk í uppbótartíma
DRAMATÍK Guðný Petrína Þórðardóttir í
Val og Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir í
leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Manchester United fór
langleiðina með því að tryggja
sér enska meistaratitilinn í gær-
kvöldi á sama tíma og Barcelona
tryggði sér spænska bikarmeist-
aratitilinn eftir 3-1 sigur á Athlet-
ic Bilbao í Sevilla.
Barcelona vann 4-1 stórsigur
á Athletic Blibao í bikarúrslita-
leiknum í gær og er því fyrsti tit-
illinn af þremur mögulegum kom-
inn í hús.
Bilbao komst í 1-0 strax á 9.
mínútu en Yaya Touré jafnaði 22
mínútum síðar. Barcelona skor-
aði síðan þrjú mörk á tíu mínútna
kafla í seinni hálfleik. Lionel
Messi skoraði það fyrsta en síðan
bættu Bojan Krkic og Xavi við
mörkum. Eiður Smári Guðjohn-
sen sat allan leikinn á bekknum.
Manchester United vant-
ar aðeins eitt stig út úr síðustu
tveimur leikjum sínum til þess
að tryggja sér enska meistaratit-
ilinn þriðja árið í röð.
Hugo Rodallega skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Wigan og
liðið var 1-0 yfir þar til Carlos
Tevez kom inn á sem varmaður
á 58. mínútu. Tevez jafnaði leik-
inn þremur mínútum síðar og það
var síðan Michael Carrick sem
tryggði Manchester sigurinn með
marki 4 mínútum fyrir leikslok.
„Við þurftum að fara yfir erfiða
hindrun í dag en liðið var frábært.
Menn héldu áfram allan tímann
og þetta féll síðan með okkur í
lokin,“ sagði Sir Alex Ferguson,
stjóri United, eftir leik.
- óój
Manchester United vann Wigan og vantar aðeins eitt stig til að verða meistari:
Barcelona bikarmeistari á Spáni
BREYTTI ÖLLU Carlos Tevez fagnar
marki sínu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Það var ekki von á fag-
urri knattspyrnu í hávaðaroki á
Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum
þegar Breiðablik sigraði ÍBV 0-1
með marki frá Alfreð Finnboga-
syni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður
sýndu leikmenn beggja liða fín til-
þrif og ber að hrósa fyrir það.
Breiðablik lék undan vindi í
fyrri hálfleik og leysti það býsna
vel með því að pressa heimamenn
hátt upp á völlinn. Vörn Breiða-
bliks var mjög þétt og gerði fram-
herjum ÍBV erfitt fyrir. Lítið var
um hættuleg færi í fyrri hálf-
leik en Kristinn Steindórs-
son átti þó magnað skot af
25 metra færi sem fór
bæði í stöng og slá.
Eyjamenn komu
öflugir til leiks í
seinni hálfleik en
urðu fyrir áfalli á
51. mínútu þegar
Alfreð Finn-
bogason slapp
einn í gegn,
eftir góða send-
ingu frá Kristni
Steindórssyni, og
lagði boltann auð-
veldlega framhjá
Alberti í markinu.
„Eftir langt og strembið ferða-
lag vorum við komnir til Eyja rétt
rúmum hálftíma fyrir leik, og var
ekkert annað í spilun-
um en að berjast og
vona það besta.
V i ð v o r u m
betri aðilinn í
fyrri hálfleik
en sköpuðum
okkur engin
afgerandi færi.
Ég bjóst við
þeim sterkari í
seinni hálfleik en við náðum að
setja mark á þá í byrjun og þá var
þetta orðin spurning um að halda.
Þetta var ljótur fótboltaleikur en
þrjú stig í hús,“ sagði Alfreð Finn-
bogason glaður í bragði eftir leik.
Eyjamenn voru afar ósannfær-
andi í sóknarleik sínum í leiknum.
Það vantaði allan kraft og sköpun í
sóknina sem er nauðsynlegt þegar
veðrið er eins og það var í Eyjum
í gær.
Á 91. mínútu fékk Andrew Mwe-
sigwa að líta sitt annað gula spjald
og þar með það rauða þegar hann
reyndi að koma boltanum í net
Breiðabliks með höndunum. Þar
sýndi hinn úganski varnarmað-
ur ÍBV sóknarleik liðsins í hnot-
skurn.
Eftir handknattleikstakta
Andrew Mwesigwa rann leik-
tíminn út og Blikar fögnuðu
vel og innilega í leikslok en
þeir hafa unnið báða sína leiki.
Eyjamenn hafa hins vegar tapað
báðum sínum leikjum og hafa
ekki enn skorað mark.
Matt Garner, varnarmaður ÍBV,
var vonsvikinn í leikslok. „Við ætl-
uðum okkur að vinna þennan leik,
við lögðum upp með að pressa stíft
og hátt á vellinum og sækja hratt.“
Matt er þó bjartsýnn á framhald-
ið í deildinni og telur að liðið eigi
eftir að sýna sitt rétta andlit í
næstu leikjum.
„Við erum með fjóra leikmenn
sem hafa spilað lítið sem ekkert
og eiga enn eftir að kynnast spila-
mennsku liðsins. Ég tel að eftir
einn til tvo leiki verðum við upp á
okkar besta,“ sagði Garner.
- es
Var ljótur fótboltaleikur
Eyjamenn hafa hvorki skorað né fengið stig í tveimur fyrstu leikjum liðsins í
Pepsi-deild karla eftir 0-1 tap á móti Blikum á Hásteinsvellinum í gær. Blikar
hafa unnið báða sína leiki. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í leiknum.
TVÖ MÖRK Í TVEIM-
UR LEIKJUM Alfreð
Finnbogason hefur
byrjað tímabilið
vel með Blikum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN