Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 22

Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 22
22 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar Nígería var brezk nýlenda, var sterlingspundið lögeyrir í landinu. Í aðdraganda sjálfstæðs lýðveldis í Nígeríu 1960 var Seðlabanki Nígeríu settur á fót, og Nígeríupundið varð þá þjóð- mynt landsins. Íbúafjöldi Nígeríu var 42 milljónir á móti 52 milljón- um á Bretlandi. Gengið var pund fyrir pund: eitt Nígeríupund jafn- gilti einu brezku pundi eins og ein færeysk króna jafngildir enn í dag einni danskri krónu, engin laus- ung þar, ekki í peningamálum. Þessi skipan hélzt í Nígeríu til 1973, þegar Bretar tóku upp tugakerfið í bankamálum. Þeir hættu þá að skipta pundinu í tólf skildinga og hverjum skildingi í tut tugu pens eins og þeir höfðu gert um aldir og skiptu pund inu heldur í hundrað pens. Það ár, 1973, tóku Nígeríumenn upp nýja mynt, naíru, og skiptu henni í hundrað kóbó. Gengið var enn einn á móti einum: ein naíra jafn- gilti einu brezku pundi. Smám saman veiktist naíran vegna óstjórnar í Nígeríu. Ríkisútgjöld fóru langt fram úr skatttekjum þrátt fyrir miklar útflutnings- tekjur af olíu eftir 1970. Halla- reksturinn var brúaður með lán- tökum og peningaprentun, sem kyntu undir verðbólgu og gengis- falli. Nú eru 220 naírur í hverju pundi samkvæmt skráðu gengi. Það þýðir, að gengi naírunnar gagnvart pundinu hefur fallið um 16 prósent á ári frá 1973. Svarta- markaðsgengi naírunnar er nú um fimmtungi lægra en skráð gengi vegna gjaldeyrishafta. Vilji menn kaupa innfluttan varning, sem er ekki á frílista (gamall orða- forði úr bankasögu Íslands kemur að góðum notum í Nígeríu), fá þeir ekki yfirfærslu í bönkum og geta þá leitað fyrir sér á svörtum markaði, þar sem allt er falt. Upptöku naírunnar sem þjóð- myntar 1973 var ætlað að efla fullveldi Nígeríu með því að veita Seðlabanka Nígeríu færi á sjálf- stæðri stjórn peningamála. Hugs- unin á bak við breytta skipan var, að sjálfstæð peningastjórn þjón- aði hagsmunum þjóðarinnar betur en órofa binding naírunnar við brezka pundið. Reynslan vitnar þó um mikið – 99,5 prósent! – geng- isfall naírunnar gagnvart pund- inu frá 1973. Slíkt gengisfall væri kannski réttlætanlegt, hefði Nígeríumönnum tekizt að draga á Breta í lífskjörum, en það tókst þeim ekki. Kaupmáttur þjóðar- tekna á mann í Nígeríu er nú helm- ingi minni miðað við Bretland en hann var 1980. Nú hyggst Nígería í ljósi reynslunnar leggja naíruna til hliðar og ganga í myntbandalag við fjögur eða fimm önnur Vestur- Afríkulönd (Gambíu, Gíneu, Gönu, Síerra Leóne og kannski Líberíu). Fyrirhugað myntbandalag lætur þó á sér standa meðal annars vegna þess, að Nígería er langfjöl- mennasta landið í hópnum (155 milljónir) og minni löndin óttast um sinn hag. Sumir kvíða því að missa spón úr aski sínum, þegar sameiginlegur seðlabanki mynt- bandalagsins tekur við ýmsum verkefnum einstakra seðlabanka aðildarlandanna, en það er einmitt tilgangurinn. Nýjum seðlabanka bandalagsins er huguð staðsetning í Accra, höfuðborg Gönu (24 millj- ónir). Seðlabanki myntbandalags á ekki heima í höfuðborg fjölmenn- asta ríkisins. Afríkusambandið stefnir að einum gjaldmiðli handa öllum löndum álfunnar 2028. Fyrirmyndin er ESB og evran. Myntum heimsins fækkar smátt og smátt. Æ fleiri þjóðir sjá sér hag í að sameinast um gjaldmiðla. Þegar myntbandalag Nígeríu og nágrennis kemst á laggirnar, verða gjaldmiðlar Afríku helm- ingi færri en löndin. Fyrirhugað myntbandalag fimm landa í Aust- ur-Afríku mun fækka myntum álfunnar enn frekar. Hagkvæmni knýr á um samstarf um færri og stærri myntir. Gegn þessu miðsóknarafli standa fullveldis- sjónarmið, sem knýja á um varð- veizlu þjóðmynta líkt og gerðist í Nígeríu og einnig á Íslandi. Íslenzka krónan kom fram á sjónarsviðið 1886 og var jafngild danskri krónu til 1920. Gengi krón- unnar lækkaði síðan um fimmtung, en náði aftur jafnvirði danskrar krónu 1933 og hélt því til 1939. Fram að því ári hækkaði verð- lag á Íslandi litlu meira en í Dan- mörku. Í heimsstyrjöldinni 1939- 45 tók verðlag á Íslandi að hækka mun hraðar en í Danmörku, þar eð íslenzk stjórnvöld gættu ekki nauð- synlegs aðhalds. Gengi krónunnar hlaut því að lækka. Nú, 70 árum síðar, er gengið 23 íslenzkar krón- ur á móti einni danskri, eða réttar sagt 2300 íslenzkar, þar eð tvö núll voru tekin aftan af gömlu krón- unni 1981. Gengi krónunnar hefur lækkað um 99,95 prósent síðan 1939. Gengi krónunnar gagnvart danskri krónu hefur því að jafnaði fallið um 12 prósent á ári frá 1939. Seðlabanki Nígeríu býst nú til að taka tvö núll aftan af naírunni, ef stofnun myntbandalagsins dregst á langinn. Bréf frá Nígeríu Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Elvar Örn Arason skrifar um varnar- og öryggismál Ógnir og átakasvæði í alþjóðakerfinu hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hags- munir Bandaríkjanna hafa færst til annarra heimsálfa og því ekki pólitískur vilji til að taka þátt í sameiginlegum vörnum Evrópu í sama mæli og áður. Í kjölfarið hefur Evrópa þurft að axla meiri ábyrgð á sínum öryggis- og varnarmálum. Þetta á einnig við um Ísland. Brott- hvarf bandaríska hersins og breyttar áherslur NATO kalla á nýtt hagsmunamat. Í kalda stríðinu var náin samvinna á milli Norður- landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Danmörk, Noregur og Ísland gengu í NATO meðan Svíþjóð og Finnland aðhylltust hlutleysisstefnu. Á yfirborðinu leit út fyrir að þjóðirnar væru klofnar og stefndu í þveröfuga átt. Staðreyndin var sú að þau voru sam- einuð í að halda hinu svokallaða „norræna jafnvægi“. Í því fólst að halda sig í fjarlægð frá átökum stór- veldanna og forðast átök við þau. Þessi sameigin- lega afstaða leiddi til óformlegs öryggissamfélags, þar sem ríkin höfðu ávallt hagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Norrænu ríkin í NATO stóðu vörð um pólitískan stöðugleika á svæðinu. Þau vísuðu oft til nor- rænnar samstöðu þegar staða Finnlands var rædd á vettvangi NATO. Pólitískur þrýst- ingur Sovétríkjanna á Finnland hefði óhjá- kvæmilega aukist ef Danmörk og Noregur hefðu fallist á varðveislu kjarnorkuvopna og viðveru Bandaríkjahers. Í tvípólakerfi kalda stríðsins stóðu Norðurlöndin að mörgu leyti betur að vígi en ríki Mið-Evrópu, þar sem þeim tókst að mestu leyti að komast hjá átökum stórveldanna. Í dag eru öryggis- og varnarhagsmunir Norðurlandanna samtvinnaðir Evrópu. Þau hafa í gegnum tíðina varið takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og lagt áherslu á mannréttindi, lýðræði, lög og reglu í alþjóðakerfinu og samvinnu innan alþjóðastofnana. Þessi grunnstef í utanríkisstefnu þeirra samrýmast vel afstöðu ESB og eru í samræmi við hefðbundnar áherslur þeirra. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndun- um innan þess. Innganga Ísland í ESB og þátttaka í sameiginlegri stefnu þess í utanríkis- og öryggismál- um mun uppfylla það varnarlega tómarúm sem skap- aðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minna vægi NATO í vörnum Íslands. Höfundur er MA í alþjóðasamskiptum. Hagsmunir Íslands eru í Evrópu ELVAR ÖRN ARASON Peningamál Allir nema við Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarleg lesning og er meðal annars vikið að jafnréttismálum en stjórnin hefur uppi göfug áform í þeim málum. Þar stendur meðal annars: „Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf.“ Þetta er verðug áskorun. En fyrst allt samfélag- ið er nú undir færi þá ekki vel á því að ríkisstjórnin gengi undan með góðu fordæmi og byrj- aði á að jafna kynjahlut- fallið í ríkisstjórninni? Beitti jafnvel til þess sértækum aðgerðum? Réttarbætur Í stjórnarsáttmálanum segir líka að hugað skuli „að réttarbótum í málefnum kynskiptinga“. Því ber auðvitað að fagna. Þess má þó geta að ein af þeim úrbótum sem fólk úr þessum hópi hefur óskað eftir er að vera ekki kallað kynskiptingar; betur fari á að tala um „transgender“ eða leiðréttingu á kyni. Svo langt virðist ríkisstjórnin ekki reiðubúin að ganga. Fullnaðarsigur Höldum okkur við stjórnar sáttmálann. Þar kemur líka fram að til standi að leggja fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að ESB, boðað verði til stjórnlagaþings og lagt verði fram frumvarp um persónukjör. Í gær var svo tilkynnt að Alþingi hafi fallið frá bindisskyldu þingmanna. Á aðeins rúmlega hálfum mánuði hafa þannig öll helstu stefnumál Borgarahreyfingarinnar verið uppfyllt. Nú er bara að bíða og sjá hvort fallist verði á að láta einn glugga á alþingishúsinu standa opinn. Verði það samþykkt getur Borgarahreyfingin líklega farið að kalla þetta gott. bergsteinn@ frettabladid.isH efði ég efni á að gefa öllum íslendíngum tannbursta, mundi ég gera þjóðinni meira gagn en þótt ég skrif- aði handa henni ódauðleg ljóð,“ sagði Halldór Lax- ness í Alþýðubókinni sem út kom árið 1929 og enn áttatíu árum síðar er tannheilsa Íslendinga mörgum áhyggjuefni. Tannheilsa manna er enda eitt af mörgu sem gefur til kynna menningarstig þjóðar og nú ber svo við að eftir að tannheilsa Íslendinga hafði batnað verulega undanfarna áratugi og var orðin sambærileg tannheilsu annarra Norðurlandabúa bendir allt til þess að henni sé að hraka að nýju. Velta má fyrir sér hvers vegna tannheilbrigðisþjónusta lýtur ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Vissulega þarf að sinna viðhaldi á tönnum með öðrum hætti en gegnir um aðra hluta líkamans. Hitt er annað að tannskemmd er í raun eins og hver annar sjúkdómur sem fólk leitar sér lækninga við. Á fáeinum áratugum tókst að stórbæta tannheilsu Íslendinga, aðallega með fræðslu um mikilvægi tannhirðu en einnig með því að tannlæknaþjónusta fyrir börn var ókeypis, og sem ekki skipti síður máli, að það náðist til allra barna gegnum skólatannlækn- ingakerfið. Það er líklega ekki síst niðurlagning þess sem nú er að koma í bakið á þjóðinni. Það vegur einnig þungt að tannlæknaþjónusta er ekki lengur ókeypis fyrir börn. Hún á að vísu að heita að vera endurgreidd að þremur fjórðu. Raunin er hins vegar sú að viðmiðunargjaldskrá endurgreiðslnanna hefur ekki þróast í takti við raunveruleikann þannig að raunendurgreiðsla er að líkindum talsvert undir helm- ingi útlagðs kostnaðar vegna tannlæknaþjónustu við börn. Á tímum eins og nú er óhægt að biðja um aukin útgjöld vegna tannlæknaþjónustu við börn. Samt sem áður ætti það að vera markmið að tannlæknaþjónusta við börn sé endurgjaldslaus og að þangað til því markmiði verði náð sé að minnsta kosti miðað við raunhæfa gjaldskrá tannlækna þegar endurgreiðsla er reiknuð. Færa má rök fyrir því að ekki sé skynsamlegt að reka fullbún- ar tannlæknastofur innan veggja grunnskólans. Hvergi næst þó til allra barna nema einmitt þar og innan veggja skólans fer fram heilbrigðisskoðun. Það hlýtur að koma til álita að fella reglulega tannskoðun inn í þá skoðun. Barnið færi svo heim með skilaboð á sama hátt og til dæmis ef það er ekki talið sjá eða heyra nægilega vel. Tannskemmdir eru meðal algengustu sjúkdóma mannfólksins. Andstætt kvefpest læknar tíminn ekki tennurnar. Því er öflug fræðsla um áhrif tannhirðu og mataræðis á tannheilsu, skipulögð og skilvirk skimun á tannskemmdum ásamt aðgengilegri, ódýrri og helst endurgjaldslausri lækningaþjónustu við tannskemmdum grundvallaratriði ef við ætlum aftur að ná því að vera í sama flokki og nágrannaþjóðirnar þegar kemur að tannheilsu. Það hlýtur þó að koma nokkuð spánskt fyrir sjónir að þjóðin standi frammi fyrir slíku tiltektarverkefni beint í kjölfar mestu hagsældarára Íslandssögunnar. Tannheilsa segir til um menningarstig þjóðar. Skilvirk skimun tannskemmda STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.