Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12
12 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Auglýsingasími RÚSSLAND, AP Átök um auðlindir, þar á meðal á norðurskautssvæðum, ve r ð a me g i nv i ð fa n g s ef n i rússneskrar herstjórnar næsta áratuginn, samkvæmt stefnuskjali sem þjóðaröryggisráð Rússlands hefur birt á heimasíðu sinni. „Alþjóðastefnan til langs tíma beinist einkum að því að ná yfirráðum yfir auðlindum, þar á meðal í Mið-Austurlöndum, í landgrunni Barentshafs og öðrum norðurskautssvæðum, í Kaspíahafinu og Mið-Asíu,“ segir í stefnuskjalinu, sem er undirritað af Dmitrí Medvedev Rússlandsforseta. „Í samkeppnisátökum um auðlindir er ekki hægt að útiloka að hervaldi verði beitt til að leysa aðsteðjandi vandamál,“ segir enn fremur í skjalinu. „Mögulegt er að núverandi valdajafnvægi við landamæri Rússlands og vinaþjóða þess verði raskað.“ Nánari útlistanir á þessu er ekki að finna í skjalinu, né heldur eru tilgreind sérstök dæmi. Í skjalinu segir að Rússar stefni að því að eiga samstarf við Bandaríkin á jafnréttisgrundvelli, en áform Bandaríkjanna um að koma sér upp eldflaugavörnum í Evrópu eru sögð ein af þeim hættum sem helst steðji að þjóðaröryggi Rússlands þessa stundina. - gb Rússar móta stefnu sína í öryggismálum næsta áratuginn: Búa sig til átaka um auðlindir MEDVEDEV MUNDAR RIFFIL Rússneski herinn býst við átökum út af norður- skautinu og öðrum auðlindasvæðum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur lokið við að greina efnin sem fundust í skotti bíls á Austfjörð- um 19. apríl síðastliðinn og hafði verið smyglað til landsins með skútunni Sirtaki. Efnið var alls um 110 kíló. Þar af voru 55 kíló amfetamín, 34 kíló voru marijúana og um 19 og hálft kíló var hass. Þá fundust 9.400 e-töflur. Sex menn, fimm Íslendingar og Hollendingur, sitja nú í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Þrír þeirra voru handteknir í landi og þrír til viðbótar um borð í skút- unni á flótta út úr landhelginni tæpum sólarhring síðar. - sh 110 kíló voru í skútunni: Helmingurinn var amfetamín FÓLK Fulltrúar Íslands settu glæsi- legan svip á Alparósahátíðina sem haldin var í byrjun maí í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Í Norfolk eru höfuðstöðvar Atl- antshafsbandalagsins í Bandaríkj- unum. Borgin heldur á hverju ári hátíð og velur eina Natóþjóð til að vera í öndvegi. Að þessu sinni var það Tékkland sem þannig átti drottningu hátíðarinnar. Hinar 27 þjóðir bandalagsins áttu hins vegar hver sína prinsessu. Haldin var glæsileg skrúðganga um götur borgarinnar og var Tanja Bryndís Thorsteinsson prinsessa Íslands að þessu sinni. Sat hún í hásæti á þrjátíu feta löngum vagni Íslendingafélagsins í Norfolk, en vagninn var í formi víkingaskips. Sér til beggja handa hafði Tanja síðan hafmeyjar en þær kynjaverur eru einmitt tákn Norfolk-borgar. - gar Sautján ára stúlka var prinsessa Íslands á Alparósahátíð Norfolk-borgar í Virginíu: Þrjátíu feta víkingaskip á Natóhátíð PRINSESSAN KRÝND Frú Sesselja Seifert, formaður Íslendingafélagsins, krýnir Tönju Bryndísi Thorsteinsson sem prinsessu Íslands. ÍSLENSKIR VÍKINGAR Tanja Bryndís Thorsteinsson var prinsessa Íslands og Hilmar Jónsson víkingur í stafni á vagni á Alparósahátíðinni í Norfolk. OPNUNARTÍMARAKUREYRIMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 10 - 18.30LAUGARDAGA 10 - 17SUNNUDAGA 13 - 17 4.999 SPARIÐ 5.000 HEIMUR LEIKJA 5.999 SPARIÐ 6.000 OPNUNARTÍMARGRAFARVOGURKÓPAVOGURMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 11 - 19LAUGARDAGA 10 - 18SUNNUDAGA 12 - 18 154171 LEGO 4210 CITY RESCUE PRODUCT Afl andsstöð strandgæslunnar með þyrlu, krana, björgunarfl eka, hákarli, kafara, o.s.frv. . Frá 5 ára. Verð 11.999 532223 LITTLEST PET SHOP RISASTÓR PAKKI Með 20 gæludýrum. Verð 9.999 Kópavogur Smáratorg 3 sími 550 0800 Grafarvogur Blikastaðarvegur 2-8 sími 585 0600 Akureyri Glerártorg sími 461 4500 T ilb o ð in g ild a ti l o g m eð 2 0. 05 .2 00 9. Í ve rð un um e r i nn ifa lin n vi rð is au ka sk at tu r. Þa ð er t ek in n fy ri rv ar i á p re nt vi llu m o g u p p se ld um v ö ru m .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.