Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 42
26 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
512 5000.
timamot@frettabladid.is
HERRA ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON,
FORSETI ÍSLANDS, ER 66 ÁRA Í DAG.
„Ég hef verið að þróa for-
setaembættið í ákveðnar
áttir vegna þess að ég tel að
á tuttugustu og fyrstu öld-
inni getum við ekki lifað
einangruðu lífi.“
Eftirfarandi orð lét herra Ólafur
Ragnar Grímsson falla í Kínaför
sinni haustið 2007. Hann situr nú
fjórða kjörtímabil sitt sem forseti
Íslands.
„Við erum fyrsti árgangurinn sem út-
skrifast með BA-gráðu í dansi frá ís-
lenskum háskóla þannig að þetta er
stórt skref fyrir listdansinn á Íslandi,“
segir Ásgeir Helgi Magnússon en auk
hans útskrifast fjórir aðrir nemendur.
„Færustu dansarar og danshöfundar í
Evrópu hafa komið til að kenna okkur
auk okkar góðu íslensku kennara en
námið er blanda af tæknitímum og
listrænum verkefnum. Þetta er mikil
vinna og maður kemur dauðþreyttur
heim á daginn,“ segir hann og brosir
út í annað.
Kostirnir við að stunda nám í list-
dansi á Íslandi eru margir að sögn Ás-
geirs. „Þá er hægt að lifa og hrærast
í íslenska listaheiminum og byggja
upp tengslanet á meðan maður er enn
í skólanum. Svo höfum við unnið með
íslenskum danshöfundum og tekið þátt
í verkefnum með Íslenska dansflokkn-
um,“ segir hann og bætir við: „Ég byrj-
aði í skóla úti í Svíþjóð og það var mun
dýrara auk þess sem kostnaður fylgdi
því að fljúga á milli. Það merkilega er
þó að mínu mati að gæði námsins hér
heima eru í raun mun meiri en á mörg-
um stöðum erlendis. Vel hefur verið
staðið að uppbyggingu þessa náms og
það er strax farið að vekja athygli fyrir
utan landsteinana. Sem dæmi má nefna
að helmingurinn af stúlkunum á fyrsta
ári kemur að utan.“
Ásgeir viðurkennir að landið heilli
marga en annars sé uppsetning náms-
ins áhugaverð og það frelsi sem nem-
andinn fær. „Hér er verið að útskrifa
góða dansara en líka danslistamenn og
kennararnir eru á heimsmælikvarða.
Við fáum tækifæri til að hugsa sjálf-
stætt, okkur er ýtt í djúpu laugina og
við þurfum að finna okkar leið áfram
með því að nota forvitni og eðlishvöt til
að kanna nýjar leiðir. Dansbrautin og
samtímadansinn eru innan leiklistar-
deildarinnar þannig að við fáum líka
að taka námskeið með leiklistardeild-
inni og nám í fræðum og framkvæmd
sem er nýtt af nálinni,“ segir hann full-
ur áhuga og nefnir að gaman sé að vera
ekki einungis verkfæri heldur að fá
líka að setja sig í spor skaparans.
Útskriftarnemar af dansbraut Lista-
háskólans frumsýna í kvöld dansverkið
Deadhead‘s Lament sem er nýtt dans-
verk eftir nýsjálenska danshöfund-
inn Tony Vezich. „Hann samdi verkið
sérstaklega fyrir útskriftarnemend-
ur dansbrautar Listaháskóla Íslands
og höfum við þar fengið að taka svo-
lítinn þátt í sköpuninni,“ segir Ásgeir
ánægður og lýsir verkinu. „Dregin er
upp mynd af eins konar líkamshruni
– líkamlegu, andlegu og siðferðislegu
hruni – og myrkrinu sem verður áþreif-
anlegt í svoleiðis aðstæðum. Ég upplifi
verkið þannig að það fjalli um myrkrið
sem býr innra með mér og allt þetta
ljóta sem ég vil ekki vera og vil ekki
gera en er samt fær um ef ég missi
tökin. Í verkinu tekur myrkrið völdin
og keyrir mig áfram þar til ég sit ein-
hvers staðar örmagna og berskjaldaður
og veit ekkert hvernig ég komst þangað
eða hvað ég gerði.“
Ásgeir lýsir hreyfingum verksins
sem kraftmiklum og segir að mikið sé
um fimleika. „Verkið er svolítið dýrs-
legt en þó eru sumir hlutar þess hægir,
rólegir og fallega daprir, þannig að
það spannar þónokkra breidd og við
fáum mikið að leika okkur.“ Hann
segist spenntur fyrir sýningunni og
útskriftinni.
„Sex sýningar eru í boði í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu og þar er hægt að
panta miða en líka á midi.is. Sýningin
er svolítið öðruvísi. Þetta er ekkert tipl
á tánum heldur frekar í ætt við áhættu-
leik í hasarmynd. Ég vona bara að við
lifum þetta af,“ segir hann og hlær.
hrefna@frettabladid.is
ÁSGEIR HELGI MAGNÚSSON: ÚTSKRIFAST MEÐ BA-GRÁÐU Í SAMTÍMADANSI
Stór áfangi í listdansi á Íslandi
DÝRSLEGT EÐLI Ásgeir Helgi dansar í nemendaleikhússýningu dansbrautar Listaháskólans, Deadhead‘s Lament, en verkið samdi nýsjálenski
danshöfundurinn Tony Vezich sérstaklega fyrir útskriftarnemendur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta gekk æðislega vel og var alveg rosalega spenn-
andi,“ segir Sigurður Lyngdal, kennari við Hólabrekku-
skóla, en þar var í fyrsta sinn haldin matreiðslukeppni
á dögunum. Sjö þriggja manna lið úr níunda og tíunda
bekk öttu kappi um besta aðal- og eftirréttinn.
„Rimaskóli hefur
haldið slíkar keppnir
í nokkur ár við góðan
orðstír og mig langaði
að koma þessu á hér,“
útskýrir Sigurður, sem
var steinhissa á hinum
miklu gæðum matarins
sem krakkarnir töfruðu
fram.
„Hún Unnur Krist-
leifsdóttir heimilis-
fræðikennari átti stóran þátt í að skipuleggja keppn-
ina,“ segir Sigurður en keppnin hófst klukkan 13 hinn
7. maí og fengu krakkarnir tvo tíma til að búa réttina
til. Skólinn fékk hráefnið í keppnina víða að. Kjarna-
fæði gaf innanlærislambavöðva, súkkulaði fékkst frá
Ölgerðinni og Mata gaf allt grænmeti.
„Síðan fengu krakkarnir að nota allt það sem til var í
eldhúsinu til að búa til aðalrétt og eftirrétt,“ segir Sig-
urður og bætir við að dómararnir þrír hafi verið mjög
ánægðir með gæði matarins.
Sigurvegarar voru þær Elva Rán Oddgeirsdóttir, Erla
Guðrún Lúðvíksdóttir og Alda Björt Gísladóttir. Þær
fengu að launum verðlaunapening og fá að fara út að
borða á veitingastaðnum Silfrinu.
Sigurður segist vera mjög ánægður og vonast til að
keppnin verði árlegur viðburður við skólann. - sg
Keppt í matar-
gerð í fyrsta sinn
METNAÐUR Krakkarnir lögðu metn-
að sinn í verkið.
KEPPNISSKAP Á síðustu metrunum small allt saman.
KRÆSINGAR Hvert lið útbjó einn aðalrétt og einn eftirrétt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
90 ára afmæli
Matthildur Soff ía
Maríasdóttir
frá Hjörsey verður níræð í dag þann
14. maí 2009. Í tilefni þess býður hún
vinum og vandamönnum að samfagna með
sér tímamótunum föstudaginn 15. maí
2009 kl. 18 í Félagsheimili Orkuveitunnar
í Elliðaárdal. Allir hjartanlega velkomnir.
Gjafi r afþakkaðar.
Varsjárbandalagið var stofnað í Varsjá í Póllandi á
þessum degi árið 1955 að frumkvæði Nikita Krút-
sjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Stofnríki voru:
Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía,
Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía.
Bandalagið var hugsað sem mótvægi við Atlants-
hafsbandalag vesturveldanna (NATO) sem stofn-
að var árið 1949. Varsjárbandalagið var því hernaðar-
bandalag Sovétríkjanna og fyrrnefndra kommúnista-
ríkja í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins.
Innganga Vestur-Þýskalands í Atlantshafsbandalag-
ið árið 1955 var einn helsti hvatinn að baki stofnun
Varsjárbandalagsins.
Varsjárbandalagið var formlega leyst upp 1. júlí
árið 1991 en Atlantshafsbandalagið lifir enn góðu
lífi og hefur verið stækkað. Árið 1994 ákvað Atlants-
hafsbandalagið að bjóða öllum fyrrverandi Varsjár-
bandalagsríkjum ásamt öllum hlutlausum ríkjum
Evrópu nánari samvinnu á sviði hermála. Síðan þá
hefur fjöldi ríkja undirritað samkomulagið, sem kall-
ast Bandamenn um frið. Einnig hafa mörg ríki Austur-
Evrópu sótt um aðild að NATO.
ÞETTA GERÐIST: 14. MAÍ 1955
Varsjárbandalagið var stofnað
MERKISATBURÐIR
1643 Loðvík XIV tekur við völd-
um í Frakklandi fjögurra
ára gamall.
1919 Átta klukkustunda vinnu-
dagur er lögfestur í Dan-
mörku.
1922 Fimm skip farast og með
þeim 44 sjómenn í ofsa-
veðri sem gengur yfir
norðan- og austanvert
landið.
1948 David Ben-Gurion forsæt-
isráðherra lýsir yfir stofn-
un Ísraelsríkis.
1959 Pétur Ottesen, sem verið
hafði þingmaður lengur
en nokkur annar, hættir
þingmennsku eftir 43 ár.
1965 Fokker Friendship-flug-
vél Flugfélags Íslands, sú
fyrsta sinnar tegundar,
kemur til landsins.
Hvert lífár sem vinnst vegna skipulagðrar krabbameins-
skimunar í brjóstum kostar íslenskt samfélag minna en
milljón krónur. Þetta sýnir ný rannsókn Helgu Garðars-
dóttur, tilvonandi heilsuhagfræðings.
Niðurstöður Helgu sýna að töluverður heilsufarslegur
árangur næst af krabbameinsskimun í brjóstum hér á
landi, þótt hún auki heildarkostnað heilbrigðiskerfisins.
Kostnaðurinn sé vel innan við það sem teljist ásættanleg
fórn fyrir lífár. Því megi segja að krabbameinsleit í brjóst-
um á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæm.
Helga vann lokaverkefni til meistaragráðu í heilsuhag-
fræði við Háskóla Íslands. Hún heldur fyrirlestur um
rannsóknina í stofu 101 á Háskólatorgi í dag klukkan tólf
og eru allir velkomnir. - hhs
Milljón fyrir ár