Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 62
46 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. missa, 6. pot, 8. ískur, 9. fálm, 11. samanburðartenging, 12. rými, 14. kjöt, 16. sjó, 17. mánuður, 18. hluti verkfæris, 20. átt, 21. steypuefni. LÓÐRÉTT 1. dægurlagatónlist, 3. tvíhljóði, 4. fargið, 5. tál, 7. raddfæri, 10. blekking, 13. er, 15. ávöxtur, 16. pumpun, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. tapa, 6. ot, 8. urg, 9. pat, 11. en, 12. pláss, 14. flesk, 16. sæ, 17. maí, 18. orf, 20. nv, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. popp, 3. au, 4. pressan, 5. agn, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. sog, 19. ff. „Samviska mín er hrein og ég mun heldur ekki verða gjaldþrota,“ segir tónlistarmaðurinn Seth Sharp, sem er hæstánægður þessa dagana. Banda- ríski háskólinn Yale hefur ákveðið að falla frá dóms- máli sem hann höfðaði gegn Seth vegna vangold- inna skólagjalda. Skólinn hélt því fram að Seth hefði aldrei greitt krónu af láni sínu frá því hann stund- aði þar nám og krafðist í kjölfarið þriggja milljóna greiðslu. „Ég var mjög feginn þegar lögfræðingur- inn minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu hætt við málið,“ segir Seth, sem tók þátt í X-Factor hér um árið. Seth segir að auðvelt hafi verið að sanna fyrir rétti að skólinn væri að bera á hann rangar sakir. Hann segist þó ekki vita nákvæmlega hvers vegna málið var látið niður falla. „Kannski héldu þeir að ég myndi ekki ráða mér lögfræðing vegna málsins eða kannski héldu þeir að ég myndi bara borga þetta. Ég vildi allan tímann að þetta færi fyrir rétt. Mér fannst það best í staðinn fyrir að tala beint við skólann,“ segir hann. Það margborgaði sig því nú getur Seth gengið hnarrreistur um götur borgarinn- ar eftir að hafa lagt sjálfan Yale-háskóla að velli. Hann segist hafa fengið mikil og góð viðbrögð við greininni sem Fréttablaðð birti um málið í síðustu viku og fyrir það er hann afar þakklátur. „Fullt af fólki hefur stoppað mig úti á götu og lýst yfir stuðn- ingi við mig, sem er alveg frábært. Ég fékk líka helling af tölvupósti og SMS-skeytum. Það hversu margir stóðu á bak við mig í þessu máli er hreint út sagt ótrúlegt.“ - fb Seth Sharp lagði Yale að velli SETH SHARP Tónlistarmaðurinn Seth Sharp er ánægður eftir að hafa lagt sjálfan Yale-háskóla að velli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Ég leik Skrögg, eða Scrooge, draugana og allt. Þetta er ein- leikur. Ég þarf að gera allt sjálf- ur. Það er alltaf svoleiðis,“ segir Þórhallur Sigurðsson eða Laddi. Í gær skrifuðu Laddi og Bjarni Haukur Þórsson leikhússtjóri Loftkastalans undir samning þess efnis að Laddi leiki eina þekktustu jólasögu allra tíma eða Jólaævin- týri eftir Charles Dickens. Sagan segir af hinum fégráðuga Ebenez- er Scrooge og samskiptum hans við drauga um jólanótt. Sagan kom fyrst út 19. desember árið 1843 og telst mikilvæg áminn- ing um hinn sanna jólaanda. Að sögn Bjarna hefur Jólaævintýri reynst mörgum kvikmyndaleik- stjóranum efniviður og margir þekktir leikarar túlkað Scrooge. „Þeirra á meðal George C. Scott, Bill Murray, Kelsey Grammer og Patrick Stewart. Einnig mun glæný teiknimynd þar sem enginn annar en Jim Carrey mun túlka Scrooge líta dagsins ljós næsta vetur,“ segir Bjarni Haukur. Hug- myndin er að sýna verkið aðeins í desember en keyra þá sýningar nokkuð þétt. Taka svo upp þráðinn að ári. „Bara sýnt í desember, kannski tuttugu sýningar eða svo. Og að ári liðnu mæti ég aftur og flyt þetta,“ segir Laddi en verkefnið leggst sérlega vel í hann þó Laddi segi þetta ekki létt verk. Hann segir söguna og bregður sér í allra kvikinda líki. Þó Laddi sé einhver ástsælasti skemmtikraftur þjóð- arinnar er hann vanur leiksvið- inu og má meðal annars nefna frábæra frammistöðu hans í Óli- ver Tvist þar sem hann lék Fagin – ræningjaforingjann í Þjóðleik- húsinu fyrir margt löngu. Tónlist og hljóðmynd skipa veigamikinn sess í Jólaævintýri en leikgerðina gera Jón Gunnar Þórðarson, Egill Antonsson og Sindri Þórarinsson. Leikstjóri er Jón Gunnar. Sýningunni Laddi 6-tugur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu er nú lokið eftir rúmar 120 sýningar og áhorfendafjölda upp á tæplega 80 þúsund manns. „Jú, velgengni þeirrar sýningar kom mér heldur betur ánægjulega á óvart og ég er í skýjunum yfir þeim viðtökum. Þetta var mikil törn til tveggja ára. Og menn hálf ómögulegir eftir að þetta hætti. Sitja heima hjá sér, hringja hver í annan og segja: Eigum við ekki að fara að hittast. Þetta er skrýtið ástand eftir að hafa umgengist hópinn svo mikið og reglulega.“ jakob@frettabladid.is BJARNI HAUKUR: SÝNINGIN VERÐUR KEYRÐ Í DESEMBER ÁR HVERT Laddi leikur Ebba Skrögg SKRIFAÐ UNDIR SAMNINGINN Í LOFTKASTALANUM Í GÆR Hugmynd Bjarna Hauks, um að Laddi leiki Skrögg í Loftkastalanum ár hvert í desember, er einhvern veginn þess eðlis að hún getur vart klikkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta á Village People, samíska joikara sem heita Vaijas og svo hlusta ég á sönglög með Schubert, Bach og Ellý Vilhjálms.“ Hulda Hákon myndlistarkona. „Það var stjórnarfundur hjá félag- inu í morgun [í gær] og það sem þar fór fram er trúnaðarmál,“ segir Björn Ingi Hilmarsson stjórnarmaður í Félagi íslenskra leikari (FIL). Fréttablaðið sagði af afar mik- illi óánægju sem birtist í bréfi sem Edda Björgvinsdóttir setti á póstlista FIL þar sem hún varaði leikara við að tala við „vafasama prentmiðla” og á þar vísast við DV. Edda segir: „...það er komið algjörlega aftan að ykkur, þið gerð að fíflum og niðurlægð með samhengislausum, heimskulegum og villandi forsíðutexta og ömur- legum fyrirsögnum.“ Í öðru bréfi Eddu, sem Björn Ingi sendi áfram á póstlistann, undrast hún mjög að bréfið hafi ratað til fjölmiðla og vill meina að í örfrétt blað- isins þar sem vakin er athygli á óánægju sem birtist í fyrra bréfi sé gert lítið úr henni. Björn Ingi undrast mjög að þessi bréf séu í höndum Fréttablaðsins og telur um trúnaðarmál að ræða. Í seinna bréfi Eddu ítrekar hún þá skoðun sína að fjölmiðlar bók- staflega níðist á leikurum: „Við vitum öll um afar marga í okkar stétt sem hafa verið niðurlægðir oftar en einu sinni á forsíðum og baksíðum blaða og tímarita þegar þeir hafa látið tilleiðast að leyfa fjölmiðlafólki að opna sálarkirnur sínar, í þeirri von að vakin verði athygli á einhverju leikverki, bíó- mynd, námskeiði etc. sem okkur er uppálagt að standa við bakið á, m.a. með því að þiggja viðtöl í hinum ýmsu fjölmiðlum,“ skrif- ar Edda. Í klausu sem fylgir bréf- inu upplýsir Björn Ingi félags- menn um að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi. Í samtali við Fréttablaðið vill hann ekki upplýsa hvort ályktunar og/eða aðgerða sé að vænta frá félag- inu. Hann lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að hann teldi fjölda- póst til félagsmanna FIL vera einkamál. - jbg Leikarar í fári vegna leka af fjöldapóstlista EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Varar leikara eindregið við vafasömum prentmiðlum og sparar hvergi stóru orðin. Listahátíð í Reykjavík hefst á morg- un og virðast sumir viðburðir á hátíðinni ætla að slá í gegn. Einn þeirra eru tónleikar mexíkósk-kan- adíska söngva- skáldsins Lhasa de Sela sem seldist fljótt upp á. Nú mun vera afráðið að efnt verður til aukatón- leika með Lhasa. Verða þeir á Nasa sunnudagskvöldið 24. maí klukkan 20. Ef einhver skyldi hvá yfir vinsældum Lhasa hér á landi og spyrja hverju sæti má benda á að söngvaskáldinu hefur verið líkt bæði við Tom Waits og Edith Piaf. Ekki amaleg meðmæli það. Einkaþjálfarinn Egill „Störe“ Ein- arsson fagnaði 29 ára afmæli sínu í gær. Kappanum gafst þó ekki mik- ill tími til þess að njóta dagsins því auk þess að sinna tugum kúnna sem hann er með í einkaþjálfun er Egill að skrifa lokaritgerð sína til prófs í íþróttafræði. Útskriftin er í júní og lokaritgerðin fjallar um tengsl milli lífshátta og árang- urs í þrekprófum hjá unglingum í íþróttum. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 49.088 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.925 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.987 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.