Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 50
34 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Al Pacino er í viðræðum um að leika aðalhlutverkið í mynd sem verður byggð á bandarísku met- sölubókinni Blink eftir Malcolm Gladwell. Bókin fjallar um þá til- gátu að ákvarðanir sem eru tekn- ar skjótt án þess að legið hafi verið yfir þeim séu oft betri en þær sem eru vel ígrundaðar. Í myndinni mun Pacino leika mann sem aðstoðar son sinn við að græða pening á Wall Street með óvenjulegum aðferðum. Söguþræðinum hefur verið lýst sem blöndu af Scent of a Woman (Óskarsverðlaunamynd Pacino) og Wall Street. Al Pacino skoðar Blink Nicole Kidman er hætt við að leika í nýjustu kvikmynd Woody Allen. Tökur á myndinni, sem hefur ekki enn fengið nafn, hefj- ast í London í sumar. Eins og venjan er í myndum Allens fer fjöldi stjarna með hlutverk í myndinni, þar á meðal Anton- io Banderas, Anthony Hopk- ins, Josh Brolin, Naomi Watts og Freida Pinto. Þetta verður þriðja mynd Allens sem gerist í Lond- on, en hinar eru Match Point og Scoop sem komu út 2005 og 2006. Síðasta mynd hans, Vicky Crist- ina Barcelona, fékk mjög góðar viðtökur og vann Penelope Cruz Óskarinn fyrir besta leik í auka- hlutverki. Hættir við Allen-mynd AL PACINO Pacino er í viðræðum um að leika í nýrri mynd byggðri á metsölubók. Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst á frönsku Rivíerunni í gær í 62. sinn með frumsýningu teikni- myndarinnar Up. Þetta er í fyrsta sinn sem teiknimynd hefur opnað þessa virtu hátíð. Óvenjumargir af helstu þunga- vigtarleikstjórum heims eiga myndir á Cannes í ár, þar á meðal Quentin Tarantino, Lars von Trier, Jane Campion, Pedro Almodóvar, Ang Lee og Ken Loach. Þar af hafa Taran tino, Trier, Campion og Loach öll unnið Gullpálmann fyrir mynd- ir sínar og fá því tækifæri til að endurtaka leikinn í ár. Það er því ljóst að samkeppnin um þessi æðstu verðlaun Cannes verður gífurleg. „Frábærir leikstjórar gera frábærar myndir. Á árinu 2009 er ekkert óeðlilegt við að leik- stjórar eins og Quentin Taranti- no, Lars von Trier, Pedro Alm- odóvar, Jane Campion og Marco Bellocchio taki þátt,“ sagði Thi- erry Fremaux, stjórnandi hátíð- arinnar. „Síðastliðin sextíu ár hefur Cannes reglulega boðið velkomin nöfn á borð við Berg- man, Fellini, Antonioni og Kur- osawa. Þessi hefð er fyrir löngu orðin fastur liður hjá okkur.“ Fjöldi íslenskra kvikmynda- gerðarmanna og aðrir tengd- ir bransanum verður á Cann- es-hátíðinni, þar á meðal Rúnar Rúnarsson sem sýnir stuttmynd sína Anna. Kvikmyndahátíðinni lýkur 24. maí þegar Gullpálminn verður afhentur. Hart barist um Gullpálmann PEDRO ALMODÓVAR Spænski leikstjór- inn keppir um Gullpálmann á Cannes- hátíðinni í ár. NICOLE KIDMAN Leikkonan þekkta er hætt við að leika í nýjustu mynd Woody Allen. Hannah Montana: The Movie Hannah Montana er ung söngkona sem hefur ætíð fengið allt það sem hún vill. Eftir að hafa látið stjörnu- stælana ganga aðeins of langt ákveður pabbi hennar að fara með hana til Tennessee, sem hún er allt annað en ánægð með. Áætlunin er að leyfa Hönnuh að kynnast því sem hefur áberandi farið framhjá henni, fjölskyldulífinu. Aðalhlutverk: Miley Cyrus, Billy Ray Cyrus og Emily Osment. Dómar: 2,7/10 á Imdb.com og 44% á Rottentomatoes.com. The Informers Myndin er byggð á bók Bret Easton Ellis (American Psycho, The Rules of Attract- ion) frá árinu 1995. Bókin er samansafn af smásögum sem tengjast lítillega á einn eða annan hátt. Myndin gerist í Los Angeles árið 1983 og fjallar um kvikmyndaframleiðend- ur, rokkstjörnur, vampíru og ýmsa siðblinda karaktera sem lenda í ólíkum ævintýrum. Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Kim Basinger, Mickey Rourke og Winona Ryder. Dómar: 7,6/10 á Imdb.com og 14% á Rottentomatoes.com. FRUMSÝNDAR MYNDIR > HARÐJAXLAR LEIKA SAMAN Hasarmyndaaðdáendur geta glaðst við þær fregnir að belgíska buffið Jean- Claude Van Damme og harðjaxlinn Vinnie Jones hafa samþykkt að leika í myndinni Weapons. Hún fjallar um tvo hæfileikaríka leigumorðingja sem þurfa að taka höndum saman til að stöðva stórtæka fíkniefnasala. Leikstjóri verður Russell Mulcahy sem er einna þekktastur fyrir Highlander. Hugh Jackman, Rachel Weisz og Robert Pattinson úr Twilight hafa tekið að sér aðalhlutverkin í dramanu Unbound Captive. Myndin, sem gerist árið 1859, er gerð eftir handriti leikkonunnar Madel- eine Stowe og verður þetta jafn- framt fyrsta myndin sem hún leikstýrir. Gerð myndarinnar á sér langa sögu því árið 1993 hafnaði Stowe fimm millj- óna dala tilboði framleiðand- ans Fox í handritið. Ridley Scott átti að leikstýra og Russell Crowe að leika aðal- hlutverkið. Þrátt fyrir að tilboðið hafi verið með því hærra sem nýjum handritshöfundi hefur verið boðið í Hollywood ákvað Stowe að segja nei. Hún vildi einnig fá aðalhlutverkið en fékk ekki vilyrði fyrir því og ákvað þá að taka áhættuna og bíða eftir betra tilboði. Núna, sextán árum síðar, er myndin loksins að verða að veru- leika og í þetta sinn með Stowe við stjórn- völinn. Reyndar er Weisz í aðalhlutverkinu í hennar stað en Stowe er sátt við sinn hlut: „Stundum verður maður að fylgja hjartanu. Handritið var alltaf aðal- atriðið hjá mér en að fá að leikstýra var nokkuð sem ég lét mig ekki einu sinni dreyma um,“ sagði Stowe, sem hefur leikið í myndum á borð við The Last of the Mohicans og Twelve Monkeys. Leikstýrir í fyrsta sinn MADELEINE STOWE Stowe ætlar að leikstýra sinni fyrstu mynd, sem nefnist Unbound Captive. NORDICPHOTOS/GETTY Englar og djöflar, önnur myndin um táknfræðinginn Robert Langdon, er komin í bíóhús borgarinnar og að þessu sinni er Vatíkanið í hlutverki góðu aflanna. Robert Langdon er kallaður til vegna undarlegs morðs og allt bendir til þess að hinn forna regla Illuminati sé komin á stjá og ætli að ná sér niðri á Vatíkaninu. Lang- don þarf á öllu sínu hyggjuviti að halda til að leysa morðgátuna og lendir, venju samkvæmt, í mikl- um hremmingum ásamt því að uppljóstra um löngu gleymd og grafin leyndarmál innan kirkj- unnar. Leikstjóri er Ron Howard en með helstu hlutverk fara þeir Tom Hanks, Ewan McGregor og Stellan Skarsgård. Rithöfundurinn Dan Brown kom af stað hálfgerðu æði á Vesturlönd- um þegar bók hans um Da Vinci lykilinn kom út. Áhuginn á leynd- armálum kaþólsku kirkjunnar og samsæriskenningum í kringum kennisetningar kristinnar trúar var ekki lengur bundinn við ryk- fallna grúskara heldur flykkt- ist alls konar fólk á námskeið um kenningar Da Vinci lykilsins og vildi vita hvað væri satt og hvað logið. Íslendingar fóru ekki var- hluta af þessu fári, námskeið hjá sr. Þórhalli Heimisson í Hafnar- fjarðarkirkju voru þaulsetin. Meira að segja íslenskir rithöf- undar leituðu í smiðju Dans Brown og hófu að skrifa trúfræðilegar spennusögur; nærtækast er að minnast á Óttar M. Norðfjörð sem sló í gegn með Hníf Abrahams og Sólkrossinum. Reyndar gekk þetta Brown-æði hér á landi svo langt að hingað máttu varla berast bækur með biblíulegum tilvísunum án þess að þær væru spyrtar saman við Dan Brown. Kemur fyrst upp í hugann hinn norski Tom Egeland. Ron Howard, leikstjóri Engla og djöfla og Da Vinci lykilsins, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að taka bækur Dans Brown upp á sína arma. Enda eru kristnir hópar í Bandaríkjunum ákaflega valda- miklir. Steininn tók þó úr þegar hinn virti og fremur hægrisinn- aði álitsgjafi og bloggari Debbie Schlussel sakaði Howard um að taka málstað hryðjuverkamanna í Englum og djöflum. Los Angeles Times greinir frá því að Schlussel hafi sent Howard tóninn á bloggsíðu sinni, sagt það skjóta skökku við að á meðan Ron Howard gerði kaþólsku kirkjunni það til geðs að hafa hana meðal góðu gæjanna fengju múslimar sérmeðferð. Máli sínu til stuðn- ings bendir hún á að launmorðingi myndarinnar er danskur en í bók- inni er hann múslimi. Hvað sem hægt er að segja um höfundinn Dan Brown og fram- lag hans til menningarsögunnar hefur áhuginn á bókum hans síst dalað. Nýlega tilkynnti forlagið hans, Random House, að nýjasta bók hans, Týnda táknið eða Lost Symbol, yrði prentað í fimm millj- ónum eintaka. Aldrei áður hefur það gerst í 84 ára sögu forlagsins að bók sé gefin út í jafn stóru upp- lagi. Fregnir herma að hin dular- fullu samtök frímúrara verði þar í aðalhlutverki auk höfuðborgarinn- ar Washington DC og höfuðstöðva leyniþjónustunnar CIA. freyrgigja@frettabladid.is Englar og djöflar Browns UMDEILDUR Menn efast um menningarlegt gildi Dans Brown og framlag hans til vestrænnar menningarsögu. Hann er engu að síður ótrúlega vinsæll og næsta bók hans verður prentuð í fimm milljónum eintaka. NORDICPHOTOS/GETTY Kevin Spacey hefur að sögn Empire Online samþykkt að leika Jack Ambroff í Casino Jack. Myndin verður byggð á sann- sögulegum heimildum um Jack Ambroff, sem starfaði sem full- trúi þrýstihópa og er sagður hafa svikið spilavíti í eigu indíána um tugi milljóna dollara. Ambroff var einn helsti stuðningsmaður Bush- ríkisstjórnarinnar á bak við tjöld- in og nokkrir meðlimir hennar tengjast málinu. Hann var síðan dæmdur árið 2006 fyrir spillingu og mútuþægni. Leikstjóri myndar- innar verður George Hickenloop- er, sem á að baki myndir á borð við Factory Girl og Dogtown. Spacey í stjórnmálin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.