Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 6
6 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR Dr. Natasha Campbell skrifaði bókina “Meltingarvegurinn og geðheilsa” eftir að hafa náð undraverðum árangri með breyttu mataræði og notkun bætiefna fyrir son hennar sem var greindur með alvarlega einhverfu. Reynsla hennar hefur sýnt að mataræði er mjög mikilvægur þáttur í að hjálpa börnum og fullorðnum með andlega kvilla og hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf varðandi notkun próbíótískra bætiefna við meðferð á andlegum vandamálum. Fyrirlesturinn er almennur og ætti að gagnast öllum sem áhuga hafa á að borða sér til bata. Dr. Natasha Campbell-McBride heldur 2 fyrirlestra í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 19. maí kl. 18.00 og kl. 20.00. Aðgangseyrir kr.1000,- Skráning á netfanginu: johannamjöll@simnet.is. Fyrirlesturinn fer fram á ensku Dr. Campbell-McBride er læknismenntuð með sérmenntun í næringarfræði og taugasjúkdómafræði og sérhæfð í næringarfræði fyrir fullorðna með meltingar- og ónæmissjúkdóma. FLENSBORGARAR FÆDDIR 1952 Flensborgarar, sem fæddir eru 1952, koma saman í Hellinum í Víkingahótelinu í Hafnarfi rði, laugardagskvöldið 23. maí kl. 20:00. Aðgangseyrir aðeins kr. 1952. Þátttaka tilkynnist á netfangið steinunnben@simnet.is fyrir mánudaginn 18. maí. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Ársæll 820 2445, Bessi 897 2599, Steinunn 897 2045, Þórarinn Jón 893 7006 og Helgi Sig. 891 9334. Undirbúningsnefndin. Auglýsingasími – Mest lesið Horfðir þú á flutning íslenska lagsins í Eurovision-keppninni? Já 82,5 Nei 17,5 SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að hækka gjöld á áfengi og bensín? Segðu þína skoðun á visir.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Staða sveitar- félaganna er grafalvarleg og skuldir þeirra hafa hækkað gríð- arlega á stuttum tíma. Átak þarf til að snúa dæminu við og til þess þarf að hugsa rekstur sveitar- félaga upp á nýtt. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaganna í landinu nema um 240 milljörðum króna en voru 198 milljarðar í árslok 2007. Þar af eru skuldir í erlendri mynt um 50 milljarðar. Þetta er meðal þess sem kom fram á samráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarvanda þeirra í gær. Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir að því verði ekki neitað að staða sveitarfélag- anna sé grafalvarleg. „Ég held að niðurstaða fundarins hafi verið að skipta verður um gír. Það er enginn að tala lengur um skamm- tímalausnir. Þessi vandi verður ekki leystur með slíkum aðgerð- um heldur verður að breyta um verklag hjá sveitarfélögun- um og sætta sig við að taka upp lægra þjónustustig.“ Gunnlaugur segir að mörg sveitarfélög, sér- staklega vaxtarsveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hafi vanist miklum tekjum en nú verði allir að sætta sig við að það umhverfi hefur snúist til hins verra. Það sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í stuttu máli eru minnkandi tekjur, gríðarlega háar skuldir og aukin útgjalda- þörf. Útgjaldaþörfin kemur ekki síst til vegna atvinnuleysis sem birtist í hærri bótum, aukinni þörf á félagslegri þjónustu og fjárhagsaðstoð við hina verst settu. Halldór Halldórsson, formað- ur SÍS, sagði fjárhagserfiðleik- ana meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi árs, og almennt geri fólk sér ekki grein fyrir hversu alvarleg staðan hjá sveit- arfélögunum, jafnt sem ríkinu, er. „Það er því ekki nokkur einasta undankomuleið frá því að ræða allar mögulegar lausnir, þó það sé viðkvæmt. Hér er nefnilega um að tefla atvinnuöryggi fjölda manns.“ Ólafur Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, var ómyrk- ur í máli. Hann sagði að sveitar- stjórnarmenn þyrftu að gera sér grein fyrir því strax að þær nið- urskurðaraðgerðir sem ráðast þyrfti í þýddu töpuð störf. „Það þarf að fara í langtímaaðgerðir til að gera sveitarfélögin rekan- leg í því umhverfi sem við búum við. Við þurfum að fækka fólki og það sama mun gerast hjá ríkinu þegar niðurskurðurinn hefst þar. Atvinnuleysi mun aukast. þetta blasir við ef menn þora að opna augum.“ svavar@frettabladid.is Þarf að endurhugsa rekstur sveitarfélaga Staða sveitarfélaganna í landinu er grafalvarleg, er niðurstaða samráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skuldir hafa hrannast upp og skyldur hafa aukist með tilheyrandi kostnaði. Á sama tíma dragast skatttekjur saman. FJÁRMÁL Fulltrúar fyrri valdhafa í stjórn Byrs héldu velli í stjórn- arkjöri á aðalfundi sparisjóðsins í gær. Afar mjótt var á mununum í stjórnarkjörinu. A-listi, fulltrú- ar „grasrótarinnar“ meðal hlut- hafa, fékk 46 prósent atkvæða og B-listi fyrri stjórnar fékk 48 pró- sent. B-listinn fékk því þrjá menn í stjórn og A-listinn tvo. Um 1.500 stofnfjárhluthafar eru í Byr. Mættu um 600 þeirra með umboð fyrir samtals 70 pró- sent hluthafa á aðalfundinn sem fór fram í skugga 29 milljarða króna taps Byrs á árinu 2008. Aðalfundurinn var bæði langur og tilfinningaríkur. Fráfarandi stjórn sparisjóðsins var kraf- in svara og mátti þola skammir og gagnrýni fundargesta vegna slæmrar stöðu. Fulltrúar beggja framboðanna til stjórnar Byrs telja brýnasta verkefnið fram undan að semja við lánardrottna sparisjóðsins og bæði framboðin munu telja sísta kostinn í erfiðri stöðu að sækja um sérstakt ríkisframlag samkvæmt neyðarlögunum frá í október. Fulltrúar B-listans í stjórn Byrs eru Jón Kr. Sólnes, Guð- mundur Geir Gunnarsson og Matthías Björnsson. Fulltrúar A-listans eru Sveinn Margeirs- son og Arnar Bjarnason. - gar Mjótt á munum í stjórnarkjöri á heitum aðalfundi í skugga risataps sparisjóðs: Stjórn Byrs hélt meirihluta AÐALFUNDARGESTIR BYRS Fjölmennt var á aðalfundi Byrs á Nordica-Hilton hótelinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEXÍKÓ Svínaflensan, H1N1, virð- ist vera í rénun í Mexíkó. Hún virðist einnig hafa lagst á færra fólk en búist var við í upphafi og mun líklega ekki draga fleiri en hundrað manns til dauða. Þetta sagði Jose Angel Cordova, heil- brigðisráðherra Mexíkó, í gær. Mexíkó hefur staðfest 60 tilfelli látinna af völdum flensunnar, sem hefur breiðst út um allan heim, en þau tilfelli sem talið er að bætist við þessa tölu eru sögð vera þeir sem eru þegar mjög alvarlega veikir á sjúkrahúsum. Næstum þrjátíu prósent af þeim sem hafa látið lífið þjáðust af syk- ursýki og aukaverkunum af offitu. Jose Angel Cordova: Svínaflensan í rénun í Mexíkó STJÓRNMÁL Drög að þingsályktunar- tillögu um Evrópusambandsaðild voru kynnt formönnum stjórnar- andstöðuflokkanna á Alþingi í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var um að ræða einfalda og almennt orðaða tillögu. Þar var meðal annars getið um fyrirvara sem hafa verið í umræðunni um auðlindir, almannaþjónustu, land- búnað og sjávarútveg. „Ég gerði aldrei ráð fyrir öðru en að það yrði víðtæk samvinna á milli stjórnmálaflokkanna og hags- munaaðila um samningsgerðina,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gærkvöldi. Auk Steingríms var Jóhanna Sigurðardóttir á fundinum með þeim Bjarna Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, for- manni Framsóknarflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, formanni þingflokks Borgarahreyfingar- innar. Ekki náðist í þessa fulltrúa stjórnarandstöðunnar í gærkvöldi. Hins vegar var haft eftir forsætis- ráðherra í Ríkisútvarpinu að þeir hafi á fundinum fyrst og fremst gagnrýnt að ekki væri löng grein- argerð með tillögutextanum og að þeir myndu verða í sambandi við Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra um breytingar á textan- um og útfærslu í greinargerðinni. Ætlunin er að leggja fram þings- ályktunartillöguna um aðildarvið- ræðurnar á komandi sumarþingi Alþingis. - kóp, gar Formenn stjórnarandstöðunnar á fund forsætisráðherra og fjármálaráðherra: Stjórnarandstöðu sýnd Evróputillaga JÓHANNA OG STEINGRÍMUR Kynntu stjórnarandstöðunni Evróputillögu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON STJÓRNMÁLIN ÞURFA AÐ BREYTAST „Við stjórnmálamenn, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu, erum stödd í pólitískum sandkassaleik á meðan fólkið úti í samfélaginu glímir við alvarleg og raunveruleg vandamál,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri á sam- ráðsfundi sveitarfélaga í gær. Hanna Birna sagði að um leið og samstarf íbúa og sveitarfélaga væri lífsnauðsynlegt kæmi annað og meira til. „Við verðum að breyta hefðbundnum reglum í stjórnmál- um og hætta þessum innbyrðis átökum. Það eru ekki hefðbundnir tímar í íslensku samfélagi og ef við svörum ekki kallinu þá höldum við áfram á sömu braut, þyngjum skuldabaggann og rífum frá kom- andi kynslóðum þá grunnþjónustu sem þau verða og eiga að fá.“ Hanna Birna sagði að átök innan sveitarstjórna um stórt og smátt myndu einnig einkenna þingstörf á næstunni. „Þetta veldur því að við náum ekki utan um verkefnið. Við verðum að vera samstiga og áttum okkur á því að þegar við fórum í þessar aðgerðir, þá héldum við að við værum að fara inn í tímabundna kreppu, venjulega íslenska lægð, en nú vitum við að þetta er varanleg alþjóðleg kreppa sem kallar ekki á tímabundnar aðgerðir eða niður- skurð, heldur varanlegar breytingar á þjónustu. Okkur tekst þetta ekki, ef við förum ekki úr gömlu hjólför- unum.“ - shá HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.