Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 36

Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 36
 14. MAÍ 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● frístundir og námskeið Golfleikjaskólinn verður með byrjendanámskeið við Álftanesveg flesta mánu- daga í sumar. Leiðbeint verður í undirstöðuatrið- um golfíþróttarinnar í skemmtilegum leik og al- vöru, eins og segir á heima- síðu Golfleikjaskólans. Kennt verður fimm virka daga í röð, í eina og hálfa klukkustund í senn. Leiðbeinandi á námskeið- unum er Anna Día Erlings- dóttir, íþróttafræðingur og stofnandi Golfleikjaskól- ans, ásamt fleirum. Að hámarki komast tíu til tólf þátttakendur að í hverjum hópi. Námskeiðs- gjald er 7.000 krónur og innifalið í því er vallar- gjald þegar spilað er á golf- velli síðasta daginn. - hhs Krakkar í Golfleikjaskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ný námskeið í hverri viku Tólf smíðavellir verða starfrækt- ir á vegum Íþrótta- og tómstunda- ráðs í sumar en þar eru helstu við- fangsefni barnanna kofasmíði og smíði á ýmiss konar smáhlutum. Smíðavellirnir, sem eru ætlað- ir börnum á aldrinum átta til tólf ára, eru undir stjórn leiðbeinenda en þó er ekki um eiginlega gæslu að ræða og er mæting frjáls. Vellirnir verða opnir frá klukk- an 9 til 12 og 13 til 16, með örfáum undantekningum, og verða starf- ræktir á eftirtöldum stöðum: Í Ár- seli, Austurbæjarskóla, Breiða- gerðisskóla, Miðbergi, Hólmaseli, Engjaskóla, Foldaskóla, Kjalar- nesi, við Kirkjustétt, Hlíðaskóla, Melaskóla og Þróttheimum. Nán- ari upplýsingar á www.rvk.is. - ve Smíða sér hús með hamri og sög Marga krakka dreymir um að eignast kofa og á smíðavöllum getur sá draumur orðið að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu setur ráðstefnuna. David Burton MSW, Ph.D – Erindi um þann hóp sem fer örast vaxandi í kynferðisbrotum; ungmenni sem gera sig sek um kynferðislega misnotkun. David Burton mun fjalla um rannsóknir og samanburð á meðferðarúrræðum fyrir unga gerendur. Burton mun einnig kynna helstu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis. Linn Getz MD, Ph.D. – Áföll í æsku - leiðandi orsakir sjúkdóma á fullorðin- sárum og ótímabærs dauða. Britt Fredenman, Project Leader for BellaNet, WOCAD – Kynnir verkefni sem hjálpar unglingstúlkum sem misnota áfengi og eiturlyf og sýnir tengsl við ofbeldi sem margar þeirra hafa orðið fyrir. Þorbjörg Sveinsdóttir, B.A. – Kynnir starfsemi Barnahúss og svarar spurnin- gum um þjónustuleiðir fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi. Gerður Árnadóttir, Þroskahjálp – Kynnir fræðsluefni og nýútkominn bækling ætlaðan ungu fólki með þroskahömlun. SAFT, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga – Erindi um öryggi barna á Internetinu og samstarf við EFF2, framleiðanda Videntifier Forensic sem gerir lögreglu auðveldara með að finna ólöglegt myndefni . Stígamót – kynning á þjónustu Stígamóta. Sólstafir Vestfjarða – Erindi um samstarf við Blátt áfram og árangur þess með forvarnarátakið Verndarar Barna. Blátt áfram – Erindi um forvarnarfræðslu sem er í boði hjá Blátt áfram. Einnig býðst ráðstefnugestum að taka þátt í námskeiðinu Verndarar Barna. FORVARNIR ERU BESTA LEIÐIN Dagskrá Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í Háskólanum í Reykjavík dagana 19. og 20. maí 2009 Skráning á www.blattafram.is Markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Þegar forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum eru ræddar eru viðbrögð almennings oft ótti, reiði og afneitun og er það miður. Um leið og lagðar eru fram tillögur um að þessi mál séu rædd, blátt áfram og í dagsljósinu þarf jafnframt að taka ábyrgð á því að vera gott fordæmi fyrir umhverfið. Það er gert með því að vekja athygli á þeim fjölda leiða sem eru færar til þess að fræðast um og fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Á þessari ráðstefnu verður lögð áhersla á meðferðarúrræði fyrir þolendur og unga gerendur kynferðislegs ofbeldis. Á ráðstefnunni verður einnig haldið áfram að vekja fólk til umhugsunar um að ofneysla áfengis, fíkniefna og lyfja er oft nátengd kynferðislegri misnotkun og/eða öðrum áföllum í æsku, eins og fjölmargar rannsóknir gefa til kynna. Markmið Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Fundarstjórar – Guðrún Ebba Ólafsdóttir grunnskólakennari og Sigríður Björnsdóttir framkvæmdarstjóri Blátt áfram. Verð 9.500 kr. og 5.500 kr. fyrir nema og atvinnulausa. Allar helstu upplýsingar er að finna á www.blattafram.is eða hjá Svövu Björnsdóttur svava@blattafram.is Samstarfsaðilar: Heilsuakademían býður upp á Herbúðir Heilsuakademí- unnar fyrir þrettán til sex- tán ára unglinga sem vilja efla heilsuna í sumar. Á námskeiðunum fara krakk- arnir í herþjálfun, fjallgöng- ur, hjólaferðir, sund, hópefli, sjálfsstyrkingu og margt fleira. Námskeiðin eru vikulöng og hefjast þau fyrstu 15. júní. Hægt er að vera fyrir hádegi frá klukkan 9-12 eða eftir hádegi frá klukkan 13 til 16 viku í senn. Verð er 7.990 krónur. Veittur er tuttugu prósenta systkinaafsláttur og fimmt- án prósenta afsláttur af öðru námskeiði, ef tekin eru fleiri en eitt námskeið. Allar nánari upplýsing- ar á www.ha.is, skráning fer fram á síðunni og í síma 594 9666. Greiðsla fer fram við skráningu. Unglingar í herbúðir Vel er tekið á móti þeim sem skrá sig á námskeið hjá Heilsu- akademíunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.