Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26
Kreppan hefur sett mark sitt á tískuheiminn og vestanhafs merkja menn breytingar á kaupmunstri fólks. „Svo virðist sem fólk kaupi nú frek- ar það sem það vantar hér og nú en síður eitthvað fram í tím- ann,“ segir í grein eftir Anne D‘innocenzio hjá AP-fréttastof- unni. „Þegar góðærið stóð sem hæst áttu margir það til að kaupa sandala í febrúar og lopapeysur í ágúst til að draga fram þegar rétt veðurskilyrði væru fyrir hendi, en nú vita margir ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og halda því að sér höndum.“ Stóru vöruhúsin, sem mörg hver áttu það til að vera skrefi á undan árs- tíðinni og miða vöruúrvalið að ein- hverju leyti við tískusýningar sem sýna vor- og sumartísku að hausti og haust- og vetrartísku að vori, hafa mörg brugðist við. Þau leggja nú aukna áherslu á svo- kallað „wear-now clothing“ í anda „fast fashion“ keppinauta eins og H&M og Zöru sem eru þekktir fyrir að taka stöðugt inn nýjar sendingar í takt við árstíð og ríkjandi strauma í stað þess að bjóða til dæmis upp á snið sem eiga að verða heit næsta sumar um miðjan vetur. Fram- leiðendur á borð við DKNY og Oscar de La Renta eru á meðal þeirra sem farnir eru að fikra sig í þessa átt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra innkaupa- og við- skiptastjóra á höfuðborgar- svæðinu og voru þeir sam- mála um að vöruúrvalið á Íslandi væri yfirleitt í takt við ríkjandi árstíð. „Það er helst að fólk kaupi kannski pels á vorútsölu og léttari flíkur á haustútsölu,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir hjá Sævari Karli. „Mín reynsla er annars sú að þeir sem kaupa sumarflíkur að vetri eru á leið til útlanda og ætla því að nota fötin um leið.“ Innkaupastjórar eiga þó nokkuð erfitt með að áætla innkaup sökum kreppunn- ar. „Við erum búin að draga saman eins og við þorum en mér finnst þó margir láta það eftir sér að fá sér eitthvað nýtt fyrir sumarið,“ segir Anna Kristín Magnús- dóttir, innkaupastjóri hjá Debenhams, og í sama streng tekur Hulda Ingvarsdóttir, við- skiptastjóri hjá Karen Millen, en þar rjúka sumarvörurnar út. vera@frettabladid.is Kaupendur varir um sig Vestanhafs merkja menn breytingar á kaupmunstri fólks og hafa verslunareigendur víða brugðist við með því að bjóða í auknum mæli upp á klæðnað sem hæfir árstíð í stað þess að vera skrefi á undan. DKNY leggur áherslu á „wear now clothing“ til að bregðast við kreppunni. Oscar De La Renta verður með sérstaka sumarlínu sem kemur í verslanir frá júní og fram í ágúst. FÆTUR tískumeðvitaðra kvenna munu líða í sumar. Tískuhönnuðir boða mjög háa hæla, 11 til 14 sentimetra háa. Hönnuðir á borð við Louis Vuitton, Marc Jacobs og Givenchy hafa á boðstólum litríka og háa hælaskó sem kosta frá þúsund upp í tvö þúsund dollara. Oscar De La Renta „Umgjarðir úr plasti eru mikið í tísku,“ segir Kjartan Kristjánsson hjá Optical Studio. „Stór sólgleraugu með plastum- gjörðum verða áberandi í sumar,“ segir Kjartan Kristjánsson, sjón- fræðingur og eigandi Optical Studio í Smáralind. „Fræg tískumerki eins og Chanel, Prada, Tom Ford, Roberto Cavalli og Ray Ban gefa alltaf tóninn í gler- augnatísk- unni á hverjum tíma.“ Prada hefur yfir sér einhvern dularblæ að sögn Kjartans sem segir að það sé eins og allir vilji eiga eitthvað frá Prada. Hann er á því að það gæti afturhvarfs til for- tíðar í gleraugnatískunni núna og tiltekur hann sérstaklega sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar sem áhrifavald. „Ray Ban „Wayfair“ formið kom fyrst á markað 1952. Audrey Hepburn var með svoleið- is sólgleraugu í kvikmynd- inni Breakfast at Tiffany‘s,“ nefnir hann. „Áberandi er hjá Chanel, Bul- gari og Dolce & Gabbana að mynstur og litir sólgleraugnanna eru þeir sömu og þeir sem eru notaðir í handtösk- um og skartgripum þeirra,“ bendir Kjartan á. - vg Áberandi sólgleraugu í sumar Seiðandi sólgleraugu frá Prada. FRÉTTALAÐIÐ/VALLI Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi GLÆSIBÆ S: 553 7060 Ítalskir gæðaskór St: 41-47 St: 40-47 St: 39-47 á dömur & herra Allir með dempun í hæl SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.