Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 26
Kreppan hefur sett mark sitt á tískuheiminn og vestanhafs merkja menn
breytingar á kaupmunstri fólks. „Svo virðist sem fólk kaupi nú frek-
ar það sem það vantar hér og nú en síður eitthvað fram í tím-
ann,“ segir í grein eftir Anne D‘innocenzio hjá AP-fréttastof-
unni. „Þegar góðærið stóð sem hæst áttu margir það til að
kaupa sandala í febrúar og lopapeysur í ágúst til að draga
fram þegar rétt veðurskilyrði væru
fyrir hendi, en nú vita margir ekki
hvað framtíðin ber í skauti sér og
halda því að sér höndum.“
Stóru vöruhúsin, sem mörg hver
áttu það til að vera skrefi á undan árs-
tíðinni og miða vöruúrvalið að ein-
hverju leyti við tískusýningar sem
sýna vor- og sumartísku að hausti
og haust- og vetrartísku að vori,
hafa mörg brugðist við. Þau
leggja nú aukna áherslu á svo-
kallað „wear-now clothing“ í
anda „fast fashion“ keppinauta
eins og H&M og Zöru sem eru
þekktir fyrir að taka stöðugt inn
nýjar sendingar í takt við árstíð
og ríkjandi strauma í stað þess
að bjóða til dæmis upp á snið
sem eiga að verða heit næsta
sumar um miðjan vetur. Fram-
leiðendur á borð við DKNY og
Oscar de La Renta eru á meðal
þeirra sem farnir eru að fikra
sig í þessa átt.
Fréttablaðið hafði samband
við nokkra innkaupa- og við-
skiptastjóra á höfuðborgar-
svæðinu og voru þeir sam-
mála um að vöruúrvalið á
Íslandi væri yfirleitt í takt
við ríkjandi árstíð. „Það er
helst að fólk kaupi kannski
pels á vorútsölu og léttari
flíkur á haustútsölu,“ segir
Guðrún Gunnarsdóttir hjá
Sævari Karli. „Mín reynsla
er annars sú að þeir sem
kaupa sumarflíkur að vetri eru á leið
til útlanda og ætla því að nota fötin um
leið.“
Innkaupastjórar eiga þó nokkuð erfitt
með að áætla innkaup sökum kreppunn-
ar. „Við erum búin að draga saman eins
og við þorum en mér finnst þó margir láta
það eftir sér að fá sér eitthvað nýtt fyrir
sumarið,“ segir Anna Kristín Magnús-
dóttir, innkaupastjóri hjá Debenhams, og í
sama streng tekur Hulda Ingvarsdóttir, við-
skiptastjóri hjá Karen Millen, en þar rjúka
sumarvörurnar út.
vera@frettabladid.is
Kaupendur varir um sig
Vestanhafs merkja menn breytingar á kaupmunstri fólks og hafa verslunareigendur víða brugðist við
með því að bjóða í auknum mæli upp á klæðnað sem hæfir árstíð í stað þess að vera skrefi á undan.
DKNY leggur
áherslu á
„wear now
clothing“ til að
bregðast við
kreppunni.
Oscar De
La Renta
verður með
sérstaka
sumarlínu
sem kemur í
verslanir frá
júní og fram
í ágúst.
FÆTUR tískumeðvitaðra kvenna munu líða í sumar. Tískuhönnuðir
boða mjög háa hæla, 11 til 14 sentimetra háa. Hönnuðir á borð við
Louis Vuitton, Marc Jacobs og Givenchy hafa á boðstólum litríka og
háa hælaskó sem kosta frá þúsund upp í tvö þúsund dollara.
Oscar De La
Renta
„Umgjarðir úr plasti eru mikið í
tísku,“ segir Kjartan Kristjánsson
hjá Optical Studio.
„Stór sólgleraugu með plastum-
gjörðum verða áberandi í sumar,“
segir Kjartan Kristjánsson, sjón-
fræðingur og eigandi Optical
Studio í Smáralind. „Fræg
tískumerki eins og Chanel,
Prada, Tom Ford,
Roberto Cavalli
og Ray Ban
gefa alltaf
tóninn í gler-
augnatísk-
unni á hverjum tíma.“
Prada hefur yfir sér einhvern
dularblæ að sögn Kjartans sem
segir að það sé eins og allir vilji
eiga eitthvað frá Prada. Hann er á
því að það gæti afturhvarfs til for-
tíðar í gleraugnatískunni núna og
tiltekur hann sérstaklega sjötta og
sjöunda áratug síðustu aldar sem
áhrifavald. „Ray Ban „Wayfair“
formið kom fyrst á markað 1952.
Audrey Hepburn var með svoleið-
is sólgleraugu í kvikmynd-
inni Breakfast
at Tiffany‘s,“
nefnir hann.
„Áberandi er
hjá Chanel, Bul-
gari og Dolce
& Gabbana að
mynstur og litir
sólgleraugnanna eru þeir sömu og
þeir sem eru notaðir í handtösk-
um og skartgripum þeirra,“ bendir
Kjartan á. - vg
Áberandi sólgleraugu í sumar
Seiðandi sólgleraugu frá Prada.
FRÉTTALAÐIÐ/VALLI
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
GLÆSIBÆ S: 553 7060
Ítalskir gæðaskór
St: 41-47
St: 40-47
St: 39-47
á dömur & herra
Allir með
dempun
í hæl
SÚKKULAÐIVAX
HAFRAVAX
SÚKKULAÐISTRIMLAR
F. ANDLIT OG LÍKAMA
ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta
ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir
Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni
og einnig vaxstrimlar