Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1914, Side 1

Skinfaxi - 01.05.1914, Side 1
5. BLAÐ REYKJAVÍK, MAÍ 1914. V. ÁR Úr ófærunni. Ástandið í Reykjavík er, eins og drepið var á hér í blaðinu nýlega, orðið þjóðar- vandamál. Mörg hundruð verkarnanns- fjölskyldur lifa í svo mikilli fátækt, að hörmung er til að vita, og getur ekki hjá því farið, að af leiði afturför og urkynjun fólksins. Og þó aðrir Islendingar, sem betur eru staddir, væru svo eigingjarnir, að vilja Ioka augunum fyrir þessu böli, þá myndi hefndin koma niður á þeim og þeirra niðjum. Því færri hraustar hend. ur, sem vinna i landinu, því þyngri verð- ur byrðin á þeim, sem heilir eru og full. færir. Ennfremur er ástandið svipað í öllum kauptúnum okkar, og flestum sjó- þorpum. Þar á milli er stigmunur en ekki eðlismunur. Dýrtíðin mun vaxa þar eins og hér. Ur þessum ógöngum eru tvö ráð: Tv’o' ráð. AK 1 , . 8 % ... Ao gera betra að hta i bænum, fyrir þá sem þar vilja vera, og að gera lífvænt í sveitinni fyrir sem flest af því fólki, sem þar vex upp. Athygli merkra nianna beinist nú meir en áður var að þessu efni. Hafa nú síðasta mánuðinn birtst mjög merkilegar greinar um þetta mál í Nkbl. og Skírni. Misdýrir Samt hefir ekki enn verið rætt dvalarstaðir. að mun um, af hverju stafaði dýrtíðin í Reykjavík. Mönnum hefir þótt það heyra til vexti borgarinnar. Tökum eitt dæmi: Bóndi í sveit á tvo sonu. Hann sendir þá vetrarlangt til náms, ann- an í Hvanneyri, hinn í kennaraskólann. Báðir eru reglumenn og eyða ekki í neitt, sem óþarft getur talist. Alls þarf faðirinn að greiða fyrir þá báða 600 kr., en ekki sínar 300 kr. fyrir hvorn, heldur 400 kr. fyrir þann, sem er í Rvík og 200 kr. fyr- ir Hvanneyringinn. Þessar tölur eru bygð- ar á meðaltali og margra ára reynslu. Það er helmingi ódýrari vetrardvöl á einu mynd- arlegasta heimili landsins, heldur en ein- stæðingslíf heimilislausra, aðkominna skóla- pilta í Reykjavík. Ókunnir menn bregða við ó- Dýi regiL1 Reykvíkingsins. En það stafar af ókunnugleika. Aðkomni pilturinn Ieigir sér herbergi i Reykjavík. En húsið er mikið dýrara en jafngóð hús í sveitum; það gerir lóðin; hver feralin í henni kost- ar 2—5 kr. Á sumum stöðum jafnvel 10—15 kr., en þar eru mest sölubúðir. Bletturinn, sem meðalhús stendur á kost- ar eins mikið og lagleg jörð í sveit. U. M. F. R. var nýlega boðinn til kaups blett- ur undir tvö hús. Hann kostar 5000 kr. og er þó fremur ódýr. Húseigandinn verð- ur að láta lóðargjaldið koma niður á þeim, sem leigja húsið. Það hleypir húsaleigu piltsins að mun fram. Hann þarf fæði; en það er þriðjungi dýrara en i sveitinni. Það kemur af því, að allir sem að því vinna búa á dýrri jörð. Kaupmaðurinn Ieggur sitt lóðargjald á útlenda varning- innn, mjólkursalinn á mjólkina, bakarinn á brauðið og fæðissölukonan á matgerðina. Sama máli gegnir um klæðskerann, þvotta- konuna o. s. frv. Aðkomupilturinn getur

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.