Skinfaxi - 01.05.1914, Blaðsíða 6
V
SKINFAXI
62
einum kaupanaut sínum. Sá maður fékk
Jóh. fulla heimild til að taka að láni 1000
kr. á eign sina og skyldi það ganga upp
i skuld til þriðja manns. Jóh. fekk ekki
lánið, og þinglýsir þá, að veðið sé sin eign
og er nú talið að svo sé.
Sigra sína í kaupum og lántökum á
Jóh. að þakka ósvífni sinni. Hann talar
og Iýgur með afli góðrar sannfæringar;
hann þykist eiga námur í Austursíðu, sem
brátt munu seljast og gera sig auðugan.
Hann lifir í sífeldu sukki og vínæði. Hann
hefir á vetrum dansleiki og þjórsamkvæmi
fyrir nábúa og gesti. Stundum lætur
hann heimafólk sitt leika sjónleiki(I) fyrir
héraðsbúa. Stöðug venja er að gefa kaffi
og vín öllum kirkjugestum sem vilja. Sér*
stök ánægja er honum að ginna unglinga,
sem í bindindi eru, til að drekka. Þar
kemur fram alment lyndisatriði, sem finna
má hjá allra þjóða illmennum, að þykja
mest gaman að svívirða þá sem hrein-
ir eru, og draga þá niður í saurinn. Ná-
búar hans virðast helst til margir álíta
þessa greiðsemi hans einskonar manngöfgi.
En þeim mun gjaldast grimmilega laun
þeirrar barnalegu trúgirni, þegar bank-
arnir gera þá eignalausa fyrir ölvímulof-
orð þeirra við Jóh. á Grund.
Enginn vafx er ó, að Jóhann er stór-
bi’otamaður ó siðferðislega vísu. Hann
hefir verið um nokkurt skeið einn af skað-
ræðismönnum þjóðar sinnar, sem hvergi
hefir gi'ætt mein, eða bætt, heldur blettað
og óvirt með návist sinni.
Filistearnir er ræningjar nútímans. Riki
þeirri er undir, ofan og utan við lög og
landsrétt. Móti þeim er aðeins til eitt
læknisráð: Boycolt, útskúfun úr öllum
félagsskag og viðskiftum. Meðan á því
stendur sér enginn þá eða heyrir. Menn
láta eins og þeir séu ekki til. Þeir hafa
engum um að kenna nema sjálfum sér.
Þeir hafa runnið út í auðnina, orðið að
siðferðisleguni villimönnum. Og hvers-
-vegna skyldi heimurinn ekki viðurkenna
þessa sérstöðu þeirra, og breyta við þá
eins og þeir biðja, uns þeir koma í mann-
heim aftur? En þeim sem þykir þessi
varkárni of mikil, mun gjaldast eflir viti
og vei'knaði, því að þeir verða sauðirnir
i hjörð filisteanna.
Hrólfsbær.
Rúðuborg stendur við Sygnu, að mestu
norðan árinnar, mitt á milli Parísar og
sjávar. Alt um kring eru lágir ásar með
smádölum á milli, líkt og á heiðinni vest-
an við Mývatn. T dalverpunum er alt akur-
lendi, en skógarbelti hér og þar í Iilíðun-
um, og hylja þau stundum meira en til hálfs
sveitabæina og þorpin. Sygna liðast í vestui--
átt, í ótal bugðum, milli þessara hæða. Þær
eru einna hæstar norðan við Rúðu, og
gengur þar lokað dalverpi inn á milli hlíð-
anna, og þar stendur borgin, hlý og sól-
brend, með skjólvegg móti norðri og ána
lygna, tæra og djúpa í suðri, með sí-opna
leið út á haf. Hvar sem er afdrep festir
skógurinn rætur, í stöllunum í hlíðinni,
meðfram vegunum, á árbökkununx og
hólmanum í nxiðri ánni. Nú er vormorg-
un og nxikið um dýrðir í Rúðu, því að
Frakkar minnast þá með rniklu hátíðahaldi
1000 ára norrænnar bygðar þar í landinu.
Alstaðar er kvikt af fólki, heimamönnum
og gestum, frændum norðan úr löndum.
Mesta eftirtekt vekja þó fáeinir ungir Norð-
menn. Þeir eru kornnir alla þessa löngu
leið heiman úr Noregi á opnum bát, litlu
víkingaskipi sern flýtur við árbakkann. Átta-
vitalausir hafa þeir róið og siglt suður tit
Frakklands, til að sýna, að enn sé kyn-
þáttur Hrólfs með fullu fjöri. í marga
daga gengur ekki á öðru en margbreytt-
um skemtunum, veislum og ræðuhöldum,
og smá innbyrðis deilum milli frændanna
urn, hvaðan Hrólfur hafi verið upprunn-
inn. Nöfn liðsmannanna eru gleymd, og