Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1914, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.05.1914, Qupperneq 10
66 SKINFAXI. Sambandsþing U. M. F. I. Það verður í Reykjavík og hefst föstu- -daginn 12. júní n. k. kl. 12 á hádegi. Meðal þeirra mála, er þar verða rædd og teknar ákvarðanir um, eru þessi: Breyt- ingar á fyrirkomulagi sambandsins og á sambandslögum. Fjárlög næstu þriggja ára. Iþróttamál. Skógræktarmál. Þrasta- skógur, land það er Tryggvi bankastjóri Gunnarsson gaf. Sambandsmerki. Þegn- skylduvinna. Þingvellir þjóðgarður. Fleiri munu málin verða, og munu þau þá auglýst síðar. En reynt verður að hafa þau sem best undirbúin. Skemur en Jþrjá daga stendur þingið ekki, en rétt þyk- ir að ákveða ekki lokadaginn að svo stöddu. Guðbrandur Magnússon. við þó fylt þá með bjarkarilm og reynis- Ængan bæði dag og nótt alt vorið og sum- arið. Það er hverjum hugsandi manni í sjálfsvald sett. Gróðrarstöð við fundar- húsið, trjálundur við bœinn er eitt af boðorðum ungmennafélagsskaparins. A þann hátt sýnum við trú okkar í verk- inu. Látum ekki kreddur, bygðar á mis- skilningi, aftra okkur frá góðu verki. Skóg- ■ur þrífst nú í nærfelt öllum sýslum lands- ins, og hrekur með tilveru sinni allar kenn- ingar um, aö hér sé of kalt fyrir skóg. Með jafn miklum rétti mætti halda fram, að aldrei gæti verið mannabygð á Islandi, af því að háfjöllin okkar verða aldrei hæf til mannabygðar. Skattar Tóbaksbindindisfél. í Gagnfræðaskólanum Á Akureyri og í kennaraskólanum hafa þegar sent gjaldkera T.HB. I. skatt fyrir þetta ár. Helstu gerðir fjórðungsþings U. F. M, Vestijirða 1914. Á fjórðungsþingi U. M. F. Vestfjarða, er háð var á Isafirði, þann 1. og 2. apríl 1914, mættu 8 fulltrúar, frá 4 ungmenna- félögum. Helstu gerðir þingsins voru þessar. 1. Aðflutningsbannsmálið. Svohljóð- andi tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæðum. „Með því að fjórðungsþingið álítur aðílutningsbannslög áfengis ein af þýð- ingarmestu lögum, sem samþykt hafa verið á síðustu árum, skorar það á full- trúana, að vera hvervetna á verði gagn- vart því, að þau lög verði skert eða afnumin.“ 2. Blómsýningar. Svohlj. till. samþ. í einu hljóði: „Fjórðungsþingið skorar á fulltrúa sína, og stjórnir ungmennafólaganna innan sinna vébanda að sjá um að ungmennafélögin verðlauni trjá- og blómrækt eftir megni“. 3. Fjórðungaskifti. Svohlj. till. samþ. með öllum greiddum atkv. „Að gefnu tilefni lýsir fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða því yfir, að það álítur fjórðungssvæðið eigi of stórt, og er eindregið á þeirri skoðun, að takmörk fjórðungsins haldist óbreytt.“ 4- Iþróttir og fyrirlestrar. Nefnd sú er kosin var til að athuga og koma fram meS tillögur um íþróttakenslu og fyrir- lestra á fjórðungssvæðinu næsta vetur, lagði til að reynt væri að fá mann er gæti kent íþróttir og jafnframt haldið fyr- irlestra. Færi svo að ekki væri hægt að fá mann, er framkvæmt gæti þetta hvort- tveggja, leggur nefndin til, að fenginn verði fyrirlesari U. M. F. í til að flytja fyrirlestra hér á fjórðungssvæðinu næsta vetur. Ennfremur ætlar fjórðungurinn að styðja væntanlegt sundnámsskeið í Dýra- firði á komandi sumri.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.