Skinfaxi - 01.05.1914, Page 11
SKINFAXI
67
Eftir að álit nefndarinnar hafði verið
samþykt í einn hlj. kom fram svohlj. til-
laga, sem var samþ. í einu hlj.
„Fjórðungsþingið álítur heppilega leið
til eflingar íþróttum, að sérstakir íþrótta-
flokkar séu myndaðir innan ungmenna-
félaga fjórðungsins, og skorar á þing-
fulltrúana og félagsstjórnirnar að beita
sér fyrir því.“
5. Heimilisiðnaður. I málinu samþ.
í einu hlj. svohlj. till.:
„Fjórðungsþingið samþykkir, að fjórð-
ungurinn láti prenta verðlauna-eyðublöð
til verðlauna við iðnsýningar í félögum
fjórðungsins.“
6. Trjárœkt á heimilum. Þessi tillaga
samþ. í einu hlj.:
„Fjórðungsþing U. M. F. Yestfjarða,
heitir að verðlauna fegurstu blómgarða
og trjágarða á sambandssvæðinu að
tveim árum liðnum.“
7. Tóbaksnautn. Svohlj. till. samþykt
með öllum greiddum atkv.
„Fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða
skorar á fulltrúana að styðja að út-
breiðslu tóbaksbindindis i félögunum,
og utan þeirra, sérstaklega meðal æsku-
lýðsins. Og skorar jafnframt á félög
sambandsins, að banna algerlega reyk-
ingar á fundum sínum.“
8. Stjórnarkosning. Stjórnin var end-
urkosin með lófaklappi:
Forseti Björn Guðmundsson kennari,
Núpi,
Ritari Jón Eyjólfsson Valþjófsdal, og
Gjáldkeri Torfi Hermannsson frá
Fremstuhúsum í Dýrafirði.
J varastjórn:
Forseti: Kristján Jónsson, ritstj.
ritari: Jón A. Guðmundsson, búfr.
Þorfinnsstöðum,
gjaldkeri: Kristján Davíðsson, Bakka,
Dýrafirði.
9. Fulltrúakosning á sambandsþing
V. M. F. /.:
1. Björn Guðmundsson með 6 atkv.
2. Geir Jón Jónsson, kennari með 6 atkv-
Varafulltrúar:
Krislján Jónsson og Þorv. Stephensen.
Alls voru 20 mál rædd á þinginu.
Þessi þingútdráttur sendist hér með tit
birtingar í „Skinfaxa“ samkvæmt sam-
þykt þingsins.
Þorv. Stepliensen, Jón Eyiólfsson,
frá Holti i Önf. frá Valþjófsstað i Önf.
Skógræktarnámskeiði
verður komið á fót í byrjun júnímánaðar
í Þrastaskógi íÁrnessýsIu. Guðm. Davíðs-
son veitir því forstöðu. Fimm menn geta
fengið þar fimm daga tilsögn hver, um
sitthvað er að trjárækt lýtur. Styrk fá
þeir krónu á dag hver um sig. Þó getur
einn maður fengið slíka tilsögn um hálfs-
mánaðartíma með krónu styrk á dag,
gegn því, að hann takist á hendur eftirlit
með Þrastaskógi og girðingunni um skóg-
lendið, en þeim starfa fylgja 25 króna árs-
laun úr sambandssjóði U. M. ;F. I. —
Umsóknir sendist Guðmundi Davíðssynir
Frakkastíg 12 í Reykjavík, fyrir 1. júní
n. k.
Skíðaskógur
allstór og álitlegur þótti í kringum þing-
húsið á Breiðumýri í Reykjadal síðustu
daga bændanámsskeiðs, er þar var haldið-
um mánaðarmótin mars og apríl; þar var
samankomið um 300 manns, flest á skið-
um, og gerðu aðkomumenn sér að skyldu,.
að stinga skíðunum niður á hælana, er
gengið var af þeim og voru talin þannig
standandi í einu 250 pör. Mönnum kom
saman um að fyrir 5—10 árum hefði
vart hálfur þessi mannsöfnuður getað sótt
fund þennan fyrir skíðaleysi og ungmenna-
félögunum væri það að þakka, hve íþrótta-
hugur, einkum skíðahugur, væri vaknaður
í sveitinni.