Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 2
10 SKINFAXI Þýðing Menning þjóðanna verður best verkanna. n,. , , • c > metin ettir verkum þeirra. ou þjóð, sem þrátt fyrir mesta mótspyrnu og hindranir, starfar að tiltölu mest til að bæta og fegra mannlífið, er best mentuð. Ef við stingum hendi í eigin barm og lít- um á, hve mikið af andlegu afli fer for- görðum á hverju ári hér á landi, og í öðru lagi hve mikið af bágindum og sarin- arlegri eymd þjáir fólkið, þá er um leið kveðinn upp dómurinn yfir menning okkar. Hún er það fyrsta sem þarf að ganga í endurfæðingu lífdaganna, og þá fylgja á eftir önnar eftirþráð gæði. Móður- Það fyrsta sem allir Islendingar rnúlið. vilja kjósa undan öxi framfaranna er nidlið. Það er hinn elsti og almenn- asti arfur. Það er lykill að hugsunum bestu og vitrustu forfeðra, og samtíðar- manna, hér á landi. Það er glöggasta sér- eign okkar. Það er forn og fágætur arf- ur, sem þessari þjóð er fenginn til varð- veislu. Ef við glötum honum, verður eng- inn, og getur enginn, orðið honum til bjargar. Fjölbreytni Islendingar eru óneitanlega vel í g’úfum. gefnir að náttúrufari. I kepni við Dani hefir hugsanaskerpa laudans bætt upp hvílrækni hans, og meira en vegið á móti stakri iðjusemi Danans. Og í Banda- rikjunum og Kanada hafa námsmenn af íslenskri ætt mjög oft hlotið sæmd fyrir afburða hæfileika. Áður hefir verið bent á hér í blaðinu að lestrarfýsn og almenn þekking margra íslenskra sveitamanna er á óvanalega háu stigi, borið saman við fólk í samskonar kjörum í öðrum löndum. Og að síðustu má ekki gleyma þeirri stór- merkilegu fjölhreytni í listgáfu þjóðarinnar, sem nú kemur meir og meir í ljós með hverju ári. Það mun síst vera ofmælt, að Islendingar eigi nú meira af fæddum lista- mönnum heldur en t. d. Bandaríkjamenn og jafnvel Þjóðverjar. En vegna fámenn- is okkar má auðvitað ekki húast við, að þau hlutföll standi til lengdar. Þessir yfir- burðir eiga rót sína að rekja til fjölbreytni sveitalífsins, en hverfa eða réna, þar sem þéltbýli og einhæíir lifnaðarhættir taka við, eins og verða vill í sjóþorpunum. En okk- ur er lífsnauðsyn að hátta svo þjóðlífinu framvegis, að fremur verði framför en hnignun á þessu sviði. Vitanlega er ýmislegt fleira en þetta, sem svo er golt í fari þjóðarinnar, að eigi þarf endurbótar við, þó eigi verði hér lengra rakið. Meðal annars hefir sumum glögg- um gestaaugum virst, að hjálpfýsi og dreng- skapur í umgengni væri að fornu fari is- lenskt einkenni, og mun mikið hæft íþvíp en þess gætir nú mest hjá „gamaldags" fólki, og í afskektum héruðum. En í stað þess hefir glæframenska í viðskiftum og hverflyndi í málafylgju mjög tíðkasl, þar sem mest hefir gætt danskra sora-áhrifa. Drengskupur Nægir i því efni að benda á og- alvarn. fjárpretti þá, sem nokkuð hafa verið raktir hér í blaðinu; á liðhlaup og yfirdrepsskap í landsmálum, og óreglu i lífs\enjum og starfi furðumargra af vinuu- mönnum þjóðfélagsins. Hið forna siðgæði sveitanna stendur nú varnarlítið móti inn- íluttu spillingunni. Verður þar varla bót á ráðin, nema með nýjum, erlendum menn- ingarstraumum frá þeim þjóðum, sem hafa meiri siðlega menningu, meiri alvöru og festu í lífsskoðunum, en Danir og spor- göngumenn þeirra hér á landi. Enginn verulegur vafi getur leikið á því, að ef nefna mætti eina þjóð öðrum fremur, sem við gætum mest af numið í þessu efni, þá munu það vera Englendingar, að skoðun fleslra manna hér á landi, sem hafa víð- sýni og dómgreind í þessum efnum, sv& að álit þeirra sé að nokkru hafandi. Vil eg þar m. a. nefna lil þrjá merka íslend- inga, sem allir hafa látið í ljósi þessa skoð- un við mig: Eirík heitinn Magnússonr Harald Níelsson og Guðmund Hannesson. — Sé þetta rétt athugað, þá gætum vi5 til muna haldið við og göfgað forna mann- dygð þjóðarinnar, ef t. d. prestar, kennar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.