Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1915, Side 9

Skinfaxi - 01.02.1915, Side 9
SKINFAXI. 17 inn að byrja með, og forsetinn, Bille-Top hefir þegar farið ]>ess á leit að Isl. kysu fulltrúa í miðstjórnarnefndina. Hefir það að hans tilhlutun verið lagt fyrir stjórn hins ísl. handalags, að skipa þennan full- trúa, þangað til samhandsþingverður haldið, og þar hægt að gera út um málið. Starf þessarar nefndar, auk hinna heinu starfa við bandalagið, svo sem að kjósa framkvæmdastjórn, sjá um útgáfu á blaði handalagsins o. þ. h., er að safna allri þeirri þekkingu og reynslu, sem fengist hefir og fengist getur um tóbaksbindindis- málið á öllum sviðum, úthreiða þessa þekk- ingu meðal landsmanna sinna og fá þá til að athuga hana og hagnýta. Öll gögn og rit, sem nokkru geta varð- að framgang tóbaksbindindismálsins, og einhver nefndarmanna nær í, skal hann bæði gera sínum landsmönnum notfær, og einnig senda ])au samnefndarmönnum sín- um, svo þeir geti breitt þau út meðal sinna landsmanna. Er enginn efi á því, að þátt- taka í þessn bandalagi mundi stórum efla og ýta fram tóbaksbindindinu á íslandb því það, sem stendur þvi mest í vegi, er vanþekkingin á málinn og þar af leiðandi áhuga og afskiftaleysi þjóðarinnar af því- Á þennan hált kæmi málið meira alment og opinbert fram, og vekti þvi meiri eftir- tekt. Þannig lagað bandalag eykur vilja til að vinna og löngun til að vera með, ogvekur umhugsun og virðingu fyrir tóbaks- bindindishreyfingunni út á við. Kostnaðinn, einn eyrir af hverjum félags- manni, ætti ekki að þurfa að sjá i, allra síst ef tekið er tillit til gagnsins, sem af bandalaginu fæst. A hinn bóginn ætti það að ýta undir ís- lendinga með að vera hér með, að þeim hefir verið hoðin þátttaka sem sérstöku landi, sérstakri þjóðarheild, án tillits til Dana, og eigum við það mest að þakka forsetanum, Dr. Bille-Top, þótt Dani sé. Hefi eg nokkrum sinnum verið heima hjá honum og átt lal við hann, og hefir hann ávalt verið hinn áhugamesti og vingjarn- legasti í garð íslendinga. í inngangsræðu sinni á stofn])ingi handalagsins sagði hann t. d. meðal annars, að íslendingar væri merkileg ])jóð; þeir hefði komið á hjá sér vínbanni, og í engu landi voru tiltölulega jafn margir tóbaksbindindisvinir og þar. Af þeim mætti læra á þessu sviði og líkur bentu til, að til þeirra mætti sækja lærdóm i fleiri greinum, er fram líða stundir. Er óskandi og vonandi að orð hans reyn- ist rétt mælt; en fyrsta Ieiðin til þess er þó að vinna og standa föslum fótum á þeim sviðum, þar sem starfsemi okkar hefir nú ])egar vakið eftirtekl. Kaupmannahöfn 10. des. 1914. Helgi Hermann. Lög fyrir alþjóðahandalag tóbaksb.félaga. 1. gr. Kafn. Tóbaksbindindissamhönd ýmsra landa mynda bandalag er heitir „Alþjóðabanda- lag tóbaksbindindisfélaga, (International Anti-Tabak-Liga). 2. gr. Tilg-ang-ur. Tilgangur bandalagsins er alþjóðleg bar- átta gegn tóbaksnautn og gagnskiftileg hjálp og aðstoð til þess, með munnlegum og skriflegum (frásögnum) skýrslum um þá reynslu, sem fengist hefir, tillögum o. fl. 3. gr. Málgögn. Af fulltrúum hinna ýmsu ríkja skal mynduð alþjóðamiðstjórnarnefnd. Mið- stjórnarnefndin velur alþjóðaframkvæmd- astjórn. Hana skipa: allsherjarforseti, alls- herjar ritari og allsherjar gjaldkeri, ásamt varamönnum þeirra. Miðstjórnarnefndin sér einnig um hið opinhera tilkynningablað I. A. T. L. (International Anti-Tahak-Liga) og velur ritstjóra þess.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.