Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 13
SKJNFAXl 21 fþróttafræðingur. Ohætt er að segja að flestalla unglinga langar til um eitt skeið æfinnar að b’eita afl- inu og fjörinu til íþróttaiðkana. En fyrir helst til mörgum stendur svo á að annir og fá fordæmi kæfa þennan neista. Að vísu hefir á síðustu árum dálítið lifnað yfir íþróttunum, og margir efnilegir menn hafa með elju og iðni komist furðu langt, þegar litið er á kringumstæður. Samt mun þeim vera einna Ijósast, að við erum mikl- ir eftirbátar enn. Af öllum þeim íþróttum sem hér má koma við, kunnum við enga nema íslenska glímu, betur en aðrarþjóð- ir; alt hitt verðum við að nema af erlend- um mönnum. Þetta hefir nú orðið með tvennu móti hingað til. Fyrst hafa einstakir menn numið í hjáverkum eina eða fleiri íþróttir, sumpart af bókum eða með dvöl erlendis. Og svo hafa fáeinir menn verið styrktir til að fara á Olympiuleikina í tvö síðustu skiftin. Samhliða því að þeir sýndu glím- una okkar var búist við að þeir mundu nema hitt og þetta af íþróttatægi í ferðinni. Þessi von hefir að mestu brugðist. Tím- inn er stuttur, og annað að sjá íþrótt eða nema hana. Ennfremur hvorki hentug tæki né leiðbeining hér heima. Og um alla þessa menn var hið sama að segja, að þeim bar engin skylda til að útbreiða kunn- áttu sína. Þeir voru ennfremur að jafnaði betur færir til að gera íþróttina sjálfir, held- ur en að kenna hana, því að það tvent er sitt hvað. Hingað til hefir verið gengið fram hjá þvi, sem fyrst þurfti að fá, en það var íþróttafrœdingur, tnaður sem var vel fróður um eðli líkamans og kunni að kenna rétt allar þœr íþróttir, sem hér er til hóta að œfa. Aður hefir verið bent á, að slíkur maður ætti að vera fastur ráðu- nautur íþróltasainbandsins, og svo mundi fara, hvenær sem hans væri völ. Má því búast við að í. S. í. styrkti hvern þann, sem fær væri til starfsins og byggi sig undir það með kostgæfni. Þessi maður þyrfti að vera efnilegur íþróttamaður, lipur, fjölhæfur og áhugasamur. Hann þyrfti að kunna ein 4—5 tungumál og vera vel fróður í heilsufræði. Ofan á þetta yrði hann að bæta 2—3 ára ferðum og íþróttanámi um Norðurlönd, England, Frakkland og Banda- ríkin. Að þessu búnu ælti hann að setj- ast að í Rvík, og hafa þar fjölbreyttan íþróttaskóla part úr árinu t. d. síðari hluta vetrar og á vorin, en fara sjálfur við og við til annara héraða og stýra þar námsskeið- um, sem venjulega væru þó haldin af þeim mönnum, sem til lengdar hefðu stundað íþróttanám við liiifuðstiiðina í Rvík. Yafalaust mundu engin vandræði að fá mann eða menn til að lakast þetta á hend- ur. ef ekki væri vissa fyrir að launin yrðu sdralítil en námskostnaðurinn afarmikill. Og líklega stendur þetla erliða rúm auttr þangað til einhver kemur og fyllir það — ekki í von um l'é og góða daga, heldur tit að gera þjóðinni gagn. En hvað lengi verðum við að bíða? Elli. Erum við að verða gamlir? Svo virð- ist það næstum vera. Mörgum ungmenna- félaga er það áhyggjuefni, að æskan virð- ist nokkuð Iiikandi að rétta okkur hönd- ina nú upp á síðkastið. Víða er hrein og bein afturför, einkum í kaupstöðunum. Þegar ungmennafélagshreyfingin byrjaði, myndnðust allstór félög í sumum kauj)- stöðunum, en nú eru mörg þeirra dauð. I Reykjavík bætist sárlítið við í hópinn, af sonum og dætrum borgarinnar; við- koman er helst af aðkomnu sveitafólki, og þó heldur lítið. Stofnendur fólaganna hverfa smátt og smátt, eldast, j)reytast, eru hlaðn- ir störfum og hætta að geta unnið með.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.