Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 6
14 SKINFAXl ungmennafélagar, sem kaupa Skinfuxa borgi hann fyrirfram við hver áramót. Og þaS œttu þeir að gera við hvert blað, sem þeir kaupa, og verða þannig braut- ryðjendur að heiðarlegum blaðaviðskiftum á landinu. Guðm. Davíð&son. Heima og erlendis. Eimskipin. Nú er dapurlegt í Iandi, styrjöld, skamm- degi, liarðindi, og margt óvænlegt í land- inu. En í dimmunni rofar þó undir á einum stað. Það eru skipin tvö, sem inn- an skamms tljóta nú fyrir landi. I augum vel viti borinna áhorfenda, sem standa ut- an við baráttuna í landinu, eru þau eini verulegi votturinn um, að enn sé dáð og dugur í þjóðinni. Skip þessi byrja nú reglulegar ferðir á útmánuðum. Skipverj- ar allir verða Islendingar. I fyrsta sinn eft- ir margar aldir fer nú íslenskt kaupfar með íslenskri skipshöfn landa á milli. Það mun allri þjóðinni gleðiefni. En mitt í gleðinni má ekki gleyma bættunni. Við eigum óvini, sem hafa leikið okkur grátt, meðan við vorum skipalausir, og sem með lævísi vilja gera okkur skiplausa aftur. Þessi óvinur er Sameinaða félagið danska. Áralugum saman befir það haldið hér uppi dýrum, óhentugum ferðum. Á skipum þess hafa farþegjar að jafnaði átt lélega búð, og orðið að þola smásálarlega „yfir- þjóðar“-ágengni á marga vegu. Þar hefir mál Islendinga verið hornreka. Nú býr þetta góðkunna félag sig undir semkepni. Það er ríkt, og getur sér að meinfanga- lausu sett taxta fyrir far og flutninga langt niður úr sannvirði. En þeim leik heldur enginn áfram árum saman, ef enginn hil- bugur er á þjóðinni. Það er undir ís- lendingum komið, hvort eimskipin okkar sigra eða tapa í samkepninni. Ráðið er ofur einfalt: Allir þeir sem vera vilja heið- ursdrengir láta íslensku eimskipin sitja fyr- ir öllum viðskiftum, sem þau geta innt af hendi, án þess að sjá i eyrinn. En verði samt tekjuhalli, þá verður landssjóður að lilaupa undir baggann. íslensku skipin eru fjöregg þjóðarinnar. Saniviunufélög-in. Loksins er nú maður fenginn í það vandasama starf, sem Jón Stefánsson taldi Thomsen ræðismann vel hæfan til. Hafði gengið erfiðlega að finna rétta manninn. En þó tókst það á endanum, því að sá tók við starfinu, sem allir, er vit höfðu á, trúðu best. Það er Hallgrímur Kristins- son kaupfélagsstjóri á Akureyri, sem með réttu er talinn þjóðnýtasti maður. Fyrir 9 —10 árum dvaldi hann erlendis og kynti sér skipulag samvinnufélaga, og vann síð- an að því, að koma á samskonar kaup- félagi heirna á Akureyri. Hann byrjaði í smáum stíl, en með dugnaði og atorku hans og annara góðra manna i félaginu dafnaði verslunin svo, að nú er hún lang- voidugasta verslunin á Akureyri, og tekin til fyrirmyndar af öðrum kaupfélögum út um land. I skjóli bættrar verslunar hefir Eyfirðingum stór farið fram. Bændur eru nú mun efnalega sjálfstæðari en var, húsa- kynni og fæði hafa batnað, og fólkinu vax- ið hugur er vel gekk. Mjög ólíkt væri nú ástatt þar í sýslunni, ef þessi ágæti mað- ur hefði notað vit sitt til að féflelta sveit- unga sína með einokunarverslun að sið margra kaupmanna. Að vísu væri hann þá ríkari en nú, en heil sýsla því ver far- in. En hans líka vantar í öðrum hóruð- um. I flesum sýslum stynur fólkið undir gerræðisfullri verslun kaupmanna og illa rekinna verslunarfélaga. Þar er beðið eftir ungum mönnum, sem hafa hug og hjarta til að græða meinin. Til þess þarf ekki framúrskarandi menn nema í mannást og drengskap. Þeir menn eru víða til. Þá skortir ekki nema

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.