Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 15
SKINFAXI 23 hlaut góðan orðstír. Hann er nú leikfim- is- og iþrótta-kennari við skólana í Hafnar- firði. Siðan hann kom þangað hefir íþrótta- lífi bæjarins íarið fram til muna. Tveir Pálar Jónsson og Zóphóníassón eru kenn- arar við Hvanneyrarskólann, svo sem les- endum Skinfaxa mun kunnugt. I vor sem leið tóku þeir sína jörðina hvor, og komu sér upp búi. Vinna þeir að búum sínum á sumrin en kenna á veturnar. Er þetta eitt merki um viði'étting landbúnaðarins á síðustu árum. Fyrir 10 árum hefði verið álitin brjálsemi af mönnum í þeirra spor- um að fást við búskap og erfiðisvinnu. — Heimur batnandi fer! Þórólfur Sig-urðsson frá Baldursheimi í Mývatnssveit dvelur í Rvík og ferðast um Suðurland nú í vet- ur. Hann er í stjórn hins nýstofnaða sambands þingeyskra ungmennafélaga. Sagt er að hann muni kaupa fyrir Kaupfélag Þingeyinga flutningabifreið til að flytja á J'ungavarning ýmsi-a hreppa þar i sýslu, frá Ilúsavik suður í Breiðumýri. Er sú vegalengd um 50 km. Búist er við, að nýung þessi verði til mesta Iéttis fyrir sýslu- búa, og knýi þá ennfremur til að bæta svo vegi út frá akbrautinni, að innan skams verði fært bifreiðum um alla sýsluna. Kjarval indlari dvelur nú í Höfn í vetur, til að læra betur list sína. Málverk þau er hann gerði hér í sumar hafa vakið almenna aðdáun þeiri-a er séð hafa. Jóu Þorbcrg-ssou fjárræktarmaður var í vor og framan af sumri í Skotlandi og Hjaltlandi til að kynna sér betur en áður ýmislegt er lýtur að fjárrækt. Hann færir í síðasta hefti Búnaðarritsins sterkar líkur fyrir, að Is- lendingar gætu grætt stórfé á að flytja inn dálítið af útlendu sauðfé, stærra en okkar sauðfé, og blanda því saman við íslenskar kindur og ala upp sláturfé. Eiginlega efast enginn um að þetta sé rétt. En dýralæknirinn í Rvík hefir lagt blátt bann á allan innílntning, vegna sýkingar- hættu. En líklega fer þó svo innan skamms, að hann verði að beygja sig í því efni. Félagsmál. Skiðaferölr. U. M. F. Önfirðinga hefir látið gera silfurpening, sém gengur á milli bestu skíðamanna í félaginu. Er kept um hann árlega. Þetta er ágætur siður og ættu sem flest félög að hafa þessa venju til að hvetja unglingana fram til íþrótta. Erliugur Pálsson bar enn sigur úr býtum við nýárssund- ið. Var kept um nýjan bikar, sem Guð- jón Sigui'ðsson hafði gefið. Sá sem vinn- ur bikarinn 5 sinnum í röð, fær hann til eignar. Bréfakvöld. Sambandsstjórnin hefir ákveðið að sam- bandsfélög þuifi ekki að borga fyrir aug- lýsingar um bréfakvöld, og önnur nauð- synleg félagserindi, sem birt verða fram- végis í Skinfaxa. Björu Guðmuudsson form. U. M. F. V., biður að láta þess getið, að Einar ritstjóri Gunnarsson í Rvík hafi gefið ungmennaskólanum á Núpi all- mikið af bókum og náttúrugripum. Sá skóli er eitt hið besta útvirki ungmenna- félagsskaparins i landinu og megum vi5 félagsbræður vel gleðjast yfir hverjum sóma sem honum er sýndur. U. M. F. Kennaraskðlans. er nú endurrisið. Fyrst þegar skólinn var stofnaður, mynduðu nemendur U. M. F. og var búist við að eigi yrði annað alment félag í skólanum. En það gaf eigi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.