Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 8
16 SKINFAXI tillögur þess og áhrif mjög varhugaverð. Niðurlæging blaðanna er vottur um niður- læging þjóðanna. Ef þau biöð borga sig best, sem minst segja af viti og heilindum, þá er það þungur áfellisdómur yfir lesend- unum. Þeir vita þá heldur ekki hvað til þeirra friðar heyrir. Ef sú stund á að renna yfir þetta land, að hér verði frjáls og óháð tíðindablöð, þá verður fólkið að ^ætta sig við að borga þau hærra verði, svo þau falli ekki i hendur auglýsenda og týna þar sakleysinu. Belgia. Ollum Islendingum mun kunnugt, að Belgia er nú öll í hershöndum, og að þjóð- in hefir verið grimmilega leikin, svo að þar má heita að hungursneyð sé í hvers manns liúsi. Hal'a því verið hafin sam- skot til líknar bágstöddum Belgiumönnum út um öll siðuð lönd, nema í Þýskalandi og Austurríki. Standa Bandaríkjainenn þar fremstir í flokki; gæta þeir þó hins strangasta hlutleysis, enda verður slík hjálp til bágstaddra, hungurmorða manna aldrei talin til yfirsjóna. Hér hafa verið hafin samskot til líknar Belgiumönnum, fremur til að sýna hlýleik og velvild, en af því stuðningur okkar munaði miklu. Ber bæði að lila á þörf fólksins, og eins hitt, að margar útlendar þjóðir hafa rétt okkur hjálparhönd, þegar miklar raunir hafa steðj- að að þjóðinni, og er nú tækifæri að minn- ast þess. Einna mest mun hafa safnast hjá Morgunblaðinu, sem fyrst hóf máls á þessu, og væri vafningaminst að beina gjöfunum þangað, hvaðan sem þær koma. Alþjóðabandalag fyrir tóbaksbindindisfélög. Hinn 22. maí 1914 var stofnað alþjóða- bandalag fyrir tóbaksbindindisfélög. Það var gert í Dresden í Saxlandi i Mið-Þýska- landi, á sambandsþingi þýskra og austur- ríkskra tóbaksbindindismanna, hinu öðru í röðinni. Málið var tekið fyrir og rætt að tilhlutun dansks læknis, sem Bille-Top heit- ir, i Kaupmannahöfn, eða öllu heldur nefnd- ar, sem hann er í. Nefnd þessi fekk Þjóð- verja til að bjóða öllum nálægum löndum að senda fulltrúa á þing þetta, til að ræða um stofnun alþjóðabandalags. Sjálfurkveðst dr. Bille-Top hafa skrifað isl. stúdentum á Garði um að útvega íslenskan mann á þingið, en hefir sennilega hitt á einhvern tóbaksvin, sem ekki hefir verið sérlega hrif- inn af hugmyndinni. Svo mikið er vist, að honum var aldrei svarað. Fulltrúa sendu þvi ekki aðrar þjóðir en Danir, Sví- ar og Englendingar, auk Þjóðverja og Aust- urríkismanna. Eftir að samþykt hafði verið að stofna bandalagið, var kosin alþjóða-miðstjórnar- nefnd og framkvæmdastjórn. í fram- kvæmdastjórninni eru: Dr. med. Bille-Top í Kaupmannahöfn, forseti. Dr. med. Schiirer v. Waldheim í Wien, varaforseti. Dráttlistarkennari Richard Bretscheider, Dresden, ritari. Tungumálakennari Max Schvvabhauser Dresden, vararitari. Próf. Michael Starkbaum í Trautenau í Bæheimi, gjaldkeri. Verksmiðjueigandi J. W. Fintling í Stock- hólmi, varagjaldkeri. En auk þeirra eru þessi í miðstjórnar- nefndinni. Frú dr. med. M. Stegemann í Dresden. Baronessa Emilía v. Hausen — Borgarstjórafrú fíósa Voigt — Próf. dr. Stanger í Trautenau. Próf. dr. Molenaar í Bayreuth. Dr. rned. Hotny í Finkenmúhle í Thúr- ingen. Kennari Hermann Heinicke í Dresden og J. W. llopkins í Gloucester í Englandi. Stjórninni var síðan falið að reyna að fá Islendinga, Norðmenn og Frakkaíhóp-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.