Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 1
2. BLAÐ S&xxijaix BEYKJAVÍK, FEBRUAR 1915 VI. ÁR Framiíðarmenning fslendinga. Fyrir tiokknim árum var verið að byggja kirkju í einu sjóþorpi hér á landi. Það var mikið hús úr timbri og járnvarið^; á háum grunni; með voldugum turni. Kirkjan Sóknarfólkið vildi byggja sér mikla. stórkostlegt guðshús, hús sem eitt sér megnaði að hefja anda mannsins til hœða. En það œtlaði sér ekki af, því að þegar kirkjan var reist og klædd að utan, svo að hún mátli heita fokheld, þá var máttur fólksins þrotinn. Alt sem það ork- aði að verja til kirkjunnar, var komið í þetta risavaxna hýði, i formið, eins og vant er. En inniháldið varð aldrei neitt. Kirkjan mikla var aldrei þiljuð, eða búin hið innra, því að söfnuðurinn hafði ofreynt sig á byrjuninni. Nú liðu ár og dagar. Götustrákarnir læddust í myrkrinu að kirkj- unni og sentu steinum inn um gluggana, eða brutu göt i grunnmúrinn. Vindurinn komst nú inn í gegnum þetta veikbygða hýði, hristi og skók það, uns grindin öll var biluð og sliguð. Regnið hripaði í gegnum glufurnar og feygði viðina. Og seinast íauk kirkjan og reis upp aftur í Ijótum geymsluskúrum danskra selstöðu- kaupmanna þar i þorpinu. Veilan í ís- Þeim sem þekkja þessa sögu, lcndingum. getur naumast annað en dott- ið í hug að heimfæra hana upp á þjóðlif okkar. Menning Islendinga minnir á þessa stóru, innanlómu, vanræktu kirkju, sem að siðustu gat eigi risið undir sínum eigin þunga, og fauk eins og tómt og brotið hismi. Alt hefir hér verið lagt i formið, en auðna láfin ráða um innviðina. En þegar stormurinn æðir, eins og nú, þá kemur fram veilan. Höggin að utan lemja þjóðarhúsið; það riðar og skelfur, og eng- inn veit, hve lengi það hangir uppi. Bráð- um verður það kanske fokið og bygt upp til að vera geymsluskúr einhverrar yfir- þjóðar, sem vill hafa hér selstöðu. En ef húsið skyldi nú samt, þrátt fyrir alt, hanga uppi, þá verður það verk hinn- ar upprennandi kynslóðar og þilja það, og búa hið innra, svo að þar verði líf- vænt. En hvernig má það ske? Það verður fyrst og fremst með Uttektin. . . x ,' ö . . þvi, ao umbotamenmrnir gen nokkurskonar útteM á þjóðarbúinu. Þeir verða að meta sanngjarnlega allan arf frá forfeðrunum, sjá hvað er gott og dýrmætl eða ónýtt og úrelt; vita hverju á að bjarga, eða brenna; og ganga síðan að endur- bótaverkinu með einráðnum hug. Tak- mark þjóðarinnar, hið hæsta og stærsta er að göfga og efla islenska Jcynþáttinn. En það verður með þvi einu móti, að íslend- ingar standi samtíðarþjóðunum jafnfætis eða framar í h'fvænlegri menningu. Þetta er aðalatriði. Formsmenn og auðdýrk- endur munu neita þessu, og ota fram þeirra tota. En kenningar þeirra hafa áður ver- ið hraktar, og þetta því ekki skrifað handa þeim.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.