Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 ar og blaðamenn hér á landi, til að nefna þær stéttir sem mest áhrif geta haft í þess- um efnum, hefðu til muna orðið snortnir af dýpri þáttum enskrar menningar. Hér um bil öllum kemur Terkþekking-. gaman unlj ag vjg höfum mikið að læra af öðrum þjóðum í verk- legum efnum, enda tíðkast nú talsvert ut- anfarir þeirra er þar gerast brautryðjendur. Yerður hver að leita þangað, sem hans grein stendur með mestum blóma. En ■eigi vil eg láta þess ógetið, að þar virðast F’jóðverjar geta verið okkur til mestrar fyrirmyndar. Ber það til, að þeir hafa blandað rnestu viti í vinnuna, og komið betra og fastara skipulagi á alla framleiðslu, heldur en tíðkast með öðrum þjóðurn, einkum þó í iðnaði og verslun. Þó að skipulag þetta beri allmininn „blóð-og-járn“- keim, þá er það engu að síður mjög af- kastamikið, og einkar nauðsynlegt okkur, sem erum svo framúrskarandi óæfðir í skipulegri vinnu. Hér hefir nú verið bent á vegi til að veita inn hollum straumum frá stórþjóðunum, með því að heimsækja þær og nema af þeim. En það gera aldrei, og geta ekki nema tiltölulega lítill hluti af þjóðinni. Flestir sitja heima. En margir þeirra sem hvergi fara, vilja lesa og afla sér fróðleiks. Handa þeim, sem eru úl- leilnir í anda eða verki, verður að nota útlend mál. Ekki svo, að þau eigi að vera sett samhliða eða ofar en móðurmál- ið. Þau eiga að vera verkfœri og annað okki, ánöld til að flytja vit og manndóm inn í landið, hvaðan sem til næst. Af þessum málum er aðallega um þrjú að ræða fyrir okkur: Sænsku (vegna Norð- urlanda), þýsku og ensku. Fyrir hvern úuglegan, framsækinn Islending verður hér- um bil nauðsynlegt að geta lesið þessi mál. Bækur á þeim ættu að vera til í hverju bókasafni, samhliða öllum nýtilegum ís- lenskum ritum. Fjöldamargir menn eru því miður á því stigi hér enn, að þeir dást mest að léleg- ustu skáldskaparritnm. „En því er fífl, að fátt er kent“. Flestum þessum mönn- um hefði mátt bjarga á hærra stig, með því að kenna þeim ungum að virða tign andans, eins og hún birtist í góðum skáld- skap. Þýskan er prýðilega nákvæmt þýð- ingamál. Á þvi máli má fá öll höfuðrit allra skáldsnillinga í heiminum fyrir 50—70 kr. Mætti segja, að sá lestur væri samboðinn óseðjandi fróðleiksíýsn islenskra alþýðu- manna, og mundi stytta og ylja löngu, köldu skammdegisvökurnar. Frumatriði íslenskrar menningar erþað, að við þekkjum sjálfa okkur, vitum hvað í fari þjóðarinnar er lífvænt eða dauðadæmt. Að við ennfremur sækjum frama og full- komnun til annara þjóða, og sækjum hvern þann heim til náms, sem fremst stendur. Ekkert af því, sem vel hefir verið sagt eða gert, er of gott handa Islendingum. Á reið. (Ort í Noregi). Hesturinn þaut á hörkuskeið, huldumeyjar kalla. Hugurinn flýgur heim á leið, heim til Svörtufjalla. Fram til dala flýttu þér fákurinn minn góði. Ástmey bíður eftir mér og ofursmáu Ijóði. I Svörtufjallasölunum sé ég álfa grúa. Þar í djúpu dölunum draumar mínir búa. 7. 6. 1914. A. Th.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.