Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1915, Blaðsíða 1
ax\ 4. BLAÐ KEYKJAVÍK APRÍL 1915. VI. ÁR. Landnám og ræktun. Ef farið væri um landið og hver mað- ur spurður, hvað hann teldi mestaáhyggju- efnið, þá mundu svörin verða mörg. Sumir ir mundu nefna persónulega örðugleika, sem úr þyrfti að bæta, aðrir tala um stjórnmálin,kónginn, Dani, utanstefnur, ráð- herra og ráðherraefni, bankamál, járn- brautir. og jafnvel grísku og latinu. En eitt er víst, að ef unga "Um fólkið í landinu sæi hvað þess híður, þá mundi æskan í landinu hrópa einum rómi: Við þurf- um land til að rœhta, ocj eitthvað af peningum að láni til að styðjast við. Þessi krafa er að vísu ekki jafn hávær eins og búast mætti við, og þó gætir henn- ar meira með hverju ári sem líður. En auk þeirra sem tala, þá eru fleiri sem liða, en segja fátt, af því þeir sjá ekki glögglega, hvert 'stefna ber. Þá skortir dómgreind til að velja veginn. — Þögnin og aðgerðarleysið stafar þar af ónógri and- legri menningu. Fimm stéttir. Land og sjór. Eitum nú yfir lifsstöðu og lífskjör manna í landinu. Flestir lifa af sveitabúskap og sjómensku. Allmargir af iðnaði, versl- un eða landssjóðslaunum. En þær þrjár stéttir eru langtum fámennari en hinar tvær fyrnefndu. Og ekki verður bættveru- lega við í embættis- eða verslunarmanna- stéttina, svo að þjóðheill sé að. Fyrir allan þorra unga fólksins, ef það vill i- lendast á Islandi, er því um tvent eitt að velja: Búskap eða sjómensku. En svo illa vill til að mjög er áskipað í rúm- in með báðar þessar stéttir. Ennfremur skiftir mjög í tvö horn með þessa atvinnu- vegi, hve búnaðurinn er álitlegri. Afurðir sveitabúskapar hækka stöðugt í verði. Veg ir og samgöngur batna. Símar eru lagðir, sem tengja brýr yfir fjarlægðirnar. Nýjar vélar, sem gera sveitavinnuna léttari og af- kastameiri,eru fundna rog fluttartil landsins. Steinsteypan heldur áfram sigurför sinni um landið, og áður en mjög langt líður verða híbýli sveitamanna margfalt ending- arbetri og bollari en hús hafa áður verið í landinu. Og í fyrirsjáanlegri framtíð hyllir undir rafmagnið, sem lýsir og hitar bæina og lyftir margri byrði af fólkinu. Duglegt og hraust fólk, sem á aðgang að sveitajörðum, sér að það getur átt góða framlíð, eí það heldur vel á öllu. Af þessu stíga jarðirnar í verði, og eru jafn- vel ófáanlegar í mörgum sveitum. Þeir sem eiga landið gæta þess vel, vilja njóta þess sjálfir og geyma það handa börnum sínum. Gersamlega ólík er framtíðin fyrir sjó- mönnunum. Með hverju ári fækkar tæki- færunum, sem óbreyttir sjómenn hafa til að verða sjálfstæðir atvinnurekendur. Hag- skýrslurnar bera með sér, að árlega fækk- ar skipunum og skipa eigendum á Islandi. En um leið vex burðarmagn íslenskra ski])a

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.