Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1915, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.04.1915, Qupperneq 6
38 SKINFAXI. ig myndast dómarnir: þarfur félagsskapur, — óþarfur félagsskapur o. s. frv. — Sá fé- lagsskapur, sem setur sér fyrir mark og mið að afla fjár, að færa félögunum svo að segja, þegar í stað gull í greipar, er ætíð og alment talinn þarfur félagsskapur, — jafnvel þótt þar færist fé á fáar hend- ur og geti orðið fremur til ills en góðs.— Félög til fjársöfnunar eru lofsverð og nauð- synleg, einkum þar sem lögð er aðalá- herslan á að hjálpa náttúrunni til þess að framleiða gæði sín í ríkum mæli, og að arðurinn af því verði til almennings heilla. Það verður vanalega þungskildara, að sá félagsskapur sé góður og þarfur, sem ái- lega Iéttir buddu félaganna, en arðurinn af því fé, og af öllu þeirra starfi virðist — íljótt á að líta — ekki koma neinsstað- ar í ljós. Mönnum er svo gjarnt á að mæla á smákvarða — smósálarkvarða, var eg nærri búinn að skrifa — til dæmis í tímanum, að miða í mesta lagi við sína æfi: vinna sjaldan vísvitandi og viljandi fyrir annan tíma, en þann yfirstandandi og fyrir aðra menn en sig og samtíðarmenn. Þetta er einmitt mjög slæmur galli á okkur mönnunum, því allar þær umbætur, sem mestu varða og mest gildi hafa í hvaða þjóðfélagi sem er, þær þurfa langan tíma til þess að ryðja sér til rúms; oft marga mannsaldra og kosta oft meira en fjármuni og fyrirhöfn. „Sú mannlífsbót er gilda timinn tekur,’er tár, er sorgin þyngsta eftir lét“, segir eitthvert ísl. skáld. — En mannlífsbætur geta kostað meira en tár, þær hafa kostað menn lífið. — Því er það, að skamnisýni og síngirni eru verstu farar- tálmar á framfara- og menningar-brautinni. Félagsskapur okkar, ungmennafélags- skapurinn, er ekki fjárafla fyrirtæki a.m.k. ekki í orðsins venjulegu merkingu, og ef vill er það einmitt orsök þess, að bæði við sjálfir og menn sem standa fyrir utan hann, eru svo tregir að trúa gildi hans. Það er nú kunnara en frá þurfi að segja, að til hefir verið félagsskapur, bæði hér á landi og annarstaðar sem ekki hefir haft eigin hagsmuni fyrir augum, og að einmitt sú samvinna hefir orðið héruðum, þjóðum og heilum heimsálfum til ómetan- legrar blessunar. — Það verður ofiangt mál að færa dæmi þessu til sönnunar, eg þarf þess heldur ekki, þau eru svo alkunn; hugsum okkur t. d. alt hið fádæma starf Fjölnismanna, áhuga og elju til umbóta og framfara þjóðinni. Mér finst liggja nær því að Tómas Sæmundsson láti lífið i söl- urnar i baráttunni til fullnægingar hug- sjónum sínum. — Og svo aðrir einstakir menn eins og Jón Eiríksson, Skúli Magnús- son og Jón Sigurðsson, sem öllum öðrum Is- lendingum fremur hefir sýnt með dœmi sínu hvílíka hlessun ósérplægni i orði og verki getur haft fyrir eftirkomendurna. — Og m. fl. mætti nefna. Eg er ekki það forlagatrúarbarn að ætla, að þeir menn, séu fyrirfram ákvarðaðir til þess, að hjálpa ættjörðu sinni til gæfu og gengis, sem það gera; — nei, þegar fyll- ing tímans er komin, þegar menningarsól- in er komin það hátt á loft, að alþýðan skilur hlutverk sitt, þá er komið rismál fyrir alla, hvern og einn einasta mann bæði karl og konu; allir vilja á fætur til þess að vinna meðan dagur er, og best er það að byrja á sínum heimahögum, að hjálpa röðli’, að fjölga sólskinsdögum. Yið höfum bundist félagsböndum til þess, meðal annars, að vinna að framförum sjálfra okkar og annara bæði líkamlegum og andlegum að styðja, vernda og efla alt, sem þjóðlegt er og horfir þjóð okkar til gagns og sóma o. s. frv. Enginn getur neitað því, að það er göf- ugt hlutverk, sem ungmenni Islands hafa sett sér með þessari stefnuskrá sinni og óskandi væri, að eftirkomendurnir fengju ekki ástæðu til að segja að nútíðarung- mennin hefðu kiknað undir byrgðinni, sem þeir sjálfir hefðu lagt sér á herðar; —

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.