Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1915, Page 8

Skinfaxi - 01.05.1915, Page 8
SKINFAXI. 56 aldarinnar reis hugur við þessu atferli, og niilduðu hugsunarhátt manna og aðgerðir við fanga og afbrotamenn. Kvalatæki og pyntingafangelsi voru lögð niður. I stað þess áttu að vera þrifleg og holl fangelsi. Hegningin var að búa þar innilokaður og firtur frelsi. Fyrir hvern glæp var ákveðin hæfilega löng hegning, og tímalengdin mið- uð við yfirsjónina. Þegar afbrotamaðurinn nefir dvalið þann tíma tii enda í fangelsinu, þá má hann fara. Skuld hans við þjóð- félagið er goldin. Þetta er hið núverandi skipulag, sem sr. Kjartan unir ekki við. En áður en ráðin er bót á þessu böli þarf annar hugsunarháttur að gagnsýra menn: Sá að yfirsjónir og glæpir séu ekki framin af illvilja, heldur stafi afbrotin af því, að mennirnir, sem fremja þau, séu veikir. Þeir séu sjúklingar alveg eins og geðveikir menn. Þess vegna megi ekki kvelja þá eða hegna þeim, heldur loekna þá. Hegn- ingarhúsunum eigi að breyta í sjúkrahús. Fangavörðurinn verði að vera sálarlæknir, þ. e. sálarfræðingur og læknir. Vistin í betrunarhúsinu bundin við það eitt, hvenær sjúklingnum er batuað, hvenær hættulaust er að sleppa honum út í hjörðina aftur. Það væri mikið þarfaverk, ef einhver mað- ur, ekki síst prestur eða lögfræðingur vildi, skrifa rækilega um lækningar í stað hegn- inga. ísleDska í Horegi. Dr. Helgi Péturss ritaði í sumar sem leið grein i annað dagblaðið í Rvík um, að íslend- ingar ættu að gera íslenskuna að móður- máli Norðmauna. Danir eyddu á miðöld- unum norrænunm í Noregi og Iögðu málblending sinn á varir þjóðarinnar. En síðan Norðmenn risu upp að nýju, sem sérstök þjóð, er þeim hin mesta raun að því að vera móðurmálslausir. I bæjunum tala flestir einskonar dönsku, og á því máli rituðu Ibsen, Björnson og flest önn- ENSKUBÁLKUR. Maufred. — Second Spirit. Mont Blanc is the monarch of mountains; They crown’d him long ago On a throne of rocks, in a robe of clouds With a diadem of snow. Around his waist are forests braced, The Avalanche in his hand; But ere it fall, that thundering ball Must pause for my command. The Glacier’s cold and restless mass Moves onward day by day; But I am he who bids it pass, Or with its ice delay. I am the spirit of the place Could make the mountain bow And quiver to his cavern’d base — And what with me wouldst Thou? Byron. Manfred. — 2. andi. Mont Blanc er fjallanna hilmir hár, sem hefir um aldir og ár setið hamrastól í, og hans skikkja er ský og hans skrúðdjásn er skínandi snjár, en bjarka krans, það er beltið hans og bjargskriða í mund hans er; en í því hún hrynur með hvinandi dyn, hún hætti og gegnir mér. Hinn úrsvali skriðjökull unir ei kyr, en ekur fram dag sem nótt, það er eg, sem ljæ honum logn eða byr, svo Iíði fram hægt eða skjótt; eg em fjallsins vættur, helg og há, mér hneigir hver steinabrú, og fyrir mér gugna björgin blá og bifast, — en hvað vilt þú? Matth. Joch. þýddi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.