Skinfaxi - 01.05.1915, Qupperneq 15
Frá félagsmönnum.
SKINFAXI
Félagsmál.
63
<5uðm. Kr. Guðmundsson
er ekki enn kominn norðan úr Breiðu-
mýri. NámsskeiðiS þar hafði verið fjör-
ugt og fjölsótt, þátt-takendur um 40.
Sigurgeir Friðriksson
í Skógarseli í Þingeyjarsýslu, sá er rit-
ar um félagsskap og frelsi í þessu blaði
hefir verið um stund hér í bænum. Fór
m. ti. .-kemtiferð austur um Árnes- og Rang-
árvallasýslur, og lét hið besta yfir ferðinni.
Taldi mikinn framsóknarhug í mönnum
austanfjalls, þrátt fyrir undangengna óáran.
Gisli Ouðmundsson
gerlafræðingur ritar í Búnaðarritið síð-
asta mjögeftirtektarverða grein um ostagerð.
Greinin er stórfróðleg, ekki síst kaflinn um
Roquefort ostinn. Gisli hefir veitt íslenska
gráðasveppi, og þykja honum þeir hafa
reynst jafnhæfir til ostagerðar og hinir
frönsku. Nú í sumar stendur til að þeir
mágar Halldór á Hvanneyri og sr. Tryggvi
á Hesti stundi þessa ostagerð kappsamlega.
Hafa þeir gert mikla girðingu til að geyma
í kvíærnar. Óskandi væri að þetta fyrir-
tæki gengi vel, ekki einungis vegna þeirra
er það stunda nú, heldur og vegna þjóðar-
innar i heild sinni. Takist að gera góð-
an gráðaost hér á landi þá getur
margfalt fleira fólk komist fyrir og lif-
að við góð kjör i sveitunum heldur en
nú er.
Kári ÁrngTÍmsson
glímukappi er verið hefir undanfarin
missiri á Rauðalæk í Rangárvallasýslu
verður í sumar vagnstjóri á bifreið Suður-
Þingeyinga.
U. M. 8. B.
hélt aðalfund sinn á Hvanneyri um skír-
dagshelgar. Ákveðið að halda héraðsmót
í sumar, einhvern sunnudag um sláttinn.
— Héraðsmótin þurfa umfram altað vera fjöl-
breytt, þvi að tilbreytni gleður mest. Ekki
ofmikil ræðuhöld, en söngur, kappreiðar,
sund, knattspyrna, glímur, hlaup, stökk og.
ýmiskonar köst.
Misliermt
var í síðasta blaði, að Steingrimur Ara-
son mundi verða fyrsti íslenskur kennari
til að nema af Ameríkumönnum. Ög-
mundur Sigurðsson skólastj. er hinn fyrsti.
Fór hann vestur fyrir mörgum árum, og
hefir mikið gott af því staðiö. Ennfremur
reyndist röng sú spá, að Galdra-Loftur
kæmist ekki á prent á íslensku. Þorst.
ritstj. Gíslason gefur bókina út. Á hann.
þakkir skilið fyrir, því að bókin er gimsteinn..
Orðabelgur.
Draggargan, harmonika (dr. H. P.).
Eldgrind, „rist“ í ofni eða eldstó (Árn»
Jóhannsson).
Grildaskáli, kaffihús. Orðið er fornt, en
Sig. Guðmundsson notar það nú í þessari'
merkingu.
Glymskratti, hljómgjafi, „gramofon“ (dr.
H. P.).
Gullepli, appelsína. Orðið kemur fyrir
hjá Stgr. Th.
OrÖahelgrurtnn.
Sumir haía misskilið þá nýung svo, að>
þar ættu ekki að birtast nema nýyrði. En
þar eiga engu siður að koma gömul orðr
sem eru of lítið notuð, eða venjuleg rétt-
mæli yfir dönskuslettur. Orðhagir menn.
eru vinsamlega beðnir um efni og athuga-
semdir.