Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 1
Skattar. Eitt sinn bauð ungur bóndi sig til þing- mensku hér á landi, sem varla er tiltöku- mál. En hitt þótti meiri furðu sæta, að í framboðsræðu sinui lýsti þingmannsefnið því yfir, að hann vildi auka ^stefna1 skattana d landsmönnum, ef hann kæmist inn á þingið og fengi þess ráðið. Hann sagðist vita af eigin reynslu, að því meira fé sein liann hefði fengið handa milli og varið til nýti- Jegra framkvæmda á jörð sinni, því betur hefði sér vegnað og þvi meira liefði bann grætt. Bændum leist samt ekki á þessa bliku. Þeir voru vanir að heyra þingmenn lofa að vera sparsamir í meðferð lands- fjárins, þótt illa gengi stundum að efna ]jau heit. Og þeim fanst, að maður sem lofaði eyðslusemi og skattaálögum hlyti að vera'mesti háskagripur. Þess vegna kusu þeir manninn ekki til þingsetu. Þeir vildu umfram alt, að þar sætu sem flestir spar- samir menn, að þeir eyddu litlu og hefðu skattana lága. Skattahræðsla er mjög al- mennur kvilli í öllum Iöndum, en hann er óvenju skæður hér á landi. Þessi tegund eigingirninnar hefir orðið til þess, að lög- gjafarnir hafa orðið að fara með þjóðina eins og barn og ná mestum tekjum úr vösum fólksins að því óafvitandi. Þetta er gert með tollunum, sem eru aðal tekjustofn Lítum nú fyrst á skattana, gjöldin til hinna opinberu sjóða. Eru þau nauðsynleg? Hvernig yrði umhorfs í landinu, ef engir væru skatt- ar? Enginn vegur væri lagður, engin brú bygð, engar strandferðir, engar póstgöng- ur, engir læknar, engir löggæslumenn eða dómarar, engin löggjöf, engin stjórn. Þjóð- in væri þá aðeins hópur hálfviltra einstak- linga, þar sem kreptur hnefinn væri æðsti dómari, og stundaróskin grundvallarlög. Allur sá Iriður og öryggi, sem menn njóta í siðuðum löndum er fenginn fyrir skatt- ana; allar þær sameiginlegu umbætor, sem kynslóð eftir kynslóð hafa gert, eru goldn- ar með greiddum sköttum. Og því meiri sem skattarnir eru, þvi meira má gera til að bæta löndin og hagi manna. Því minni sem skattarnir eru þvi hægari verða fram- farirnar og minna að gert til almennra hagsbóta. Erá þessu sjónarmiði hafði hið forsmáða þingmannsefni á réttu að standa, þótt málstaður hans yrði í minni hluta. Skattamálin eru mikilsverð mál. Þess vegna er þeirra líka getið árlega í dag- skrám þingflokkanna, þó að þar komi mest fram auka-atriðin. Fyrir ílestum mönnutn er aðalatriði málsins að skattarnir séu sem lægstir og helst engir en aðrir Ieggja mesta áherslu á hvernig skattarnir eru fengnir, hvort heldur með verðhækkunarskatti á jarðeignir, tollum, eignaskatti o. s. frv. „Litlir eða engir skattar“ er orðtak hins fáfróða kyrstöðumanns. Hann skilur ekki þýðingu fjármagnsins. Blind auragirndin ræður gerðum hans. Hann langar aðeins í fé handa sjálfum sér. Og hann veit ekki og skilur ekki, að í þjóðfélagi, þar sem eru engar eða litlar almennar framkvæmdir, landsins. Þíöiug skattauna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.