Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 4
108 SKINFAXl hagnýtt við alla þegnskylduvinnuna. Þá grœða bæði einstaklingarnir og þjóðin öll. Norræn samvinnn. Steinþór Guðmundsson guðfræðisnemi hefir ritað i blaðið tvær greinar, sem snerta þessa stefnu og skal því litlu einu bætt við. Hreyfing þessi er orðin til í Noregi 1910, og upphafsmaðurinn heitir Smit-Ingebret- sen. Tilgangurinn er að vinna að and- legri einingu á Norðurlöndum, fyrst um sinn einkum meðal háskólamanna. Eink- unnarorð þessarar stefnu eru: Nordens andliga och kamratliga enhet. For- göngumennirnir vilja forðast að blanda stjórnmálasamvinnu inn í starfið, því að þar mundi skjótrar mótstöðu að vænta. En sennilega liggur þar þó fiskur undir steini, geymdur síðari tímum, þegar þeir sem nú standa fremst i þessari samein- ingarstarfsemi eru orðnir róðandi menn hver með sinni þjóð. Samband þetta held- ur fundi árlega, til skiftis í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrir skömmu hafa nokkrir Hafnar-Islendingar myndað íslenska deild í sambandinu og tekið þátt í sambandsfundunum. Sigfús Blöndal bóka- vörður og Steinþór Guðmundsson héldu ræður á Eiðsvelli í sumar fyrir Islendinga hönd, og mun síðar minst á afstöðu Is- lendinga til þessarar hreyfingar, í sam- bandi við ræðu Sigfúsar. Tvent virðast íslendingar geta unnið, við að taka þátt í þessari samvinnu: Þeir venja binar frænd- þjóðirnar við að líta á okkur sem sérstaka og sjálfstæða þjóð, og það getur verið að þessi kynning geri auðveldara að fá stöðu Islands trygða í pólitísku sambandi fjögra fullvalda norrænna þjóða. En ef sam- band þetta á að loka Islendinga inn í al- norrænum andans straumum, eins og virð- ist vaka fyrir hr. S. Bl., þá fer gagnið að verða vafasamt. Holg-er Wiehe hieitr danskur maður, sem fyrir löngu hefir verið að góðu kunnur hér á landi. Hann flutfi alfarinn til Rvíkur nú í sumar, sem sendikennari við háskólann. Launa Danir honum fyrir að halda þar fyrirlestra um dönsk fræði. Frakkar urðu fyrstir til aft senda okkur kennara til að kenna frönsku við háskólann. Þá fylgdu Þjóðverjar dæmi þeirra, og var sá maður kominn hingað, þegar styrjöldin hófst, en hvarf þá heim- leiðis. Danir eru þeir þriðju í röðinni. Nú er þessi sendikensla ekki óblandin gleði' Islendingum. Við höfum haft nógu mikið andlegt samband við Dani, til að segja ekki of mikið. Og ef starf Wiehe’s styddi að því, að danskan yrði framvegis aðal- hliðmál Islendinga, þá væri koma hans hingað hin óþarfasfa, þar sem við erum nú á dágóðum vegi með að mynda ný og gagnleg andans sambönd, við Þjóðverja, Englendinga, P'rakka og Ameríkumenn. Hinsvegar ber að geta þess, að hr. Wiehe hefir ætíð verið hinn mesti íslandsvinur og hvívetna komið fram sem sæmdarmað- ur í okkar garð, enda mun öilum, er til hans þekkja, ljúft að gera hingaðkomu hans góða, ekki vegna þess starfs, er hanit hefir með höndum, heldur vegna þess, hver maður hann er sjálfur. Það sem er aðalatriði málsins er þetta: Það er okkur skilyrðislaus nauðsyn að hafa fyrir hliðmál eitthvert stórþjóðamálið. Þó að danska þjóðin breytist og verði sanngjörn í okkar garð, þá getur danskan aldrei fullnægt þeim kröfum, sem við verð- um að gera til hliðmálsins. Tungumálanám. Þegar sumri hallar streyma órlega hóp- ar af ungu fólki úr sveitum og sjóþorpum í stærri kauptúnin hér á landi og einkum til Reykjavíkur. Festallir fara að ein- hverju leyti til náms, og óhætt mun að full- yrða að meira en helmingur þeirra, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.