Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1915, Blaðsíða 7
SKINl-’AXI 111 hlýtur að fá hollasta næringu i straumum frá menningu þeirri, sem um margra alda bil hefir þróast af sömu rót. Fyrir menn- ingarsamvinnu við yður, frændur vorir á Norðurlöndum, væntum vér, að vor þjóð- lega menning þróist tryggast og öruggast. Þegar þér teygið armana til vor út yfir hafið, þá hljótum vér að geta náð hönd- um saman, ef viljinn er góður, og á þann hátt bygt brú yfir úthafið, er minki fjar- Jægð vora, og komi oss í samband það við umheiminn, er vér þörfnumst svo mjög, án þess að oss sé hætt við köfnun í flóð- bylgju framandi áhrifa. Þessvegna skip- um vér oss vongóðir undir merki hinnar norrænu u.ngmennahreyfingar, þótt fámenn- ir séum. Vér Islendingar, sem hér erum stödd, böfum ekki komið i yðar hóp áður og þekkjum þvínær engan yðar á meðal. Eina ósk berum vér því öðrum fremur fyrir brjósti, að vér við lok mótsins eig- nm margan kæran félaga yðar á meðal, norrænu bræður og systur, að vér hér fá- nm hnýtt vináttubönd, er haldist við eftir nð vér skiljum og verði þættir í strengj- um þeim, er tengja eiga strönd við strönd, Það væri oss gleðirikastur árangur veru vorrar hér, ef hún á einhvern hátt yrði til að auka og styrkja samúð þá og vel- vild, sem eg veit þér öll berið til lands vors og þjóðar. Að endingu votta eg yður, norsku stú- dentar, hugheila þökk fyrir, að þér hafið boðið oss á þenna fund. Þökk, fyrir hönd Islendinga! Steinpór Guðmundsson. Úr skýrslum U. M. F. [. 1914. Að undanförnu hefir verið venja að birta árlega útdrátt úr ársskýrslum ungmenna- íélaganna i Skinfaxa. Þó var það ekki gert árið 1913, en i þess stað gaf samband- ið út sérstakan bækling um starfsemi og stefnuskrá félaganna og lét hann fylgja Skinfaxa í ár til skilvísra kaupenda. Skýrslu-eyðublöðin, sem U. M. félögin hafa að undanförnu fylt út, eru því mið- ur svo ófullnægjandi að tæplega er hægt bð sjá glögt hverju félögin afkasta, hvern- ig störfum þeirra er hagað eða hverjar eignir þeirra séu o. s. frv. Sambands- stjórnin ætlar sér því að gefa út ný skýrslu- eyðublöð handa félögunum, gleggri og víð- tækari en þau, sem hingað til hafa verið notuð. Hverju félagi i Sambandinu verð- ur því send 3 eintök af slíkum eyðublöð- um, sem það er beðið að fylla út svo ná- kvæmlega, sem auðið er. Eitt eintakið sendir svo félagið beina leið til Sambands- stjórnar U. M. F. í. í Reykjavík, annað til fjórðungsstjórnar, en hinu þriðja held- ur félagið eftir sjálft. Fjórðungsstjórnirn- ar eða héraðsstjórnir losna þá við að semja upp úr skýrslum félaganna aðalskýrslu handa sambandsstjórninni eins og áður var venja. Eins og sambandslögin mæla fyrir, skulu skýrslur frá félögunum sendar til samb.stjórnar við hver áramót, og er á- ríðandi að félögin fullnægi því ákvæði. 1. U.M.F. í Austf.fjórð eru 3. Fél.t. 77 — - Norðl.fj. — 11. - 310 —- Sunnl.fj. - 35. - 1267 - Yestf.fj. - 5. - 235 Félög 54. Fél.t. 1889 2. í félögunum hafa verið haldnir 568 fundir. 3. Handrituð blöð hafa félögin gefið út. 35 eintök að tölu í 209 tölublöðum. 4. Fyrirlestrar hafa verið haldnir samtals 110. . 5. Bókasöfn télaganna eru 2356 bindi. 6. Skemtanir 77. 7. Skemtiferðir 26. 8. Skuldlausar eignir félaganna 28132 kr. 76 au. 9. Skógrækt. — Flest félögin hafa meira

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.